Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1968, Blaðsíða 5
lestur 1 héraðsb6kasafninu í Hun-
an“.
„Þegar ég sjálfmenntaði mig
jþannig las ég margar bsekur og
grúskaði í landafræði og mannkyn-
Sögu. Þá sá ég landakort í fyrsta
sinni og gaumgæfði það vandlega.
Ég las „Um auðlegð þjóðanna“ eft-
ir Adam Smith og „Uppruni teg-
undanna11 eftir Darwin, bók um
siðfræði eftir John Stuart Mill,
verk Rousseaus, „Rökfræði11
Spencers og rit Montesquieus um
lagasetningu. Milli þess sem ég las
ljóð og skáldsögur og sagnir af
Forn-Grikkjum, lagði ég mikla
stund á að kynna mér fræðirit um
sögu og landafræði Rússlands,
Ameríku, Frakklands og fleiri
landa.
Mao er sennilega betur að sér í
sígildum bókmenntum Vestur-
landa — í þýðingum — en nokk-
ur vestrænn þjóðhöfðingi í kín-
verskum bókmenntum. Og hann
les fleira en það, sem að gagni má
koma í stjórnmálum. Nýlega kom
Ihann frönskum gesti á óvart með
hnyttilegri athugasemd um Kame-
líufrúna, Marguerite Gauthier.
En Mao hafði aldrei farið til út-
landa fyrr en hann heimsótti Rúss-
land og Austur Evrópu veturinn
1949—1950. Hann hefur aldrei
'komið í erlent rikj, sem ekki er
kommúnistískt, ekki einu sinni til
Indlands eða Japan, og hann talar
ekkert erlent mál.
(Hinum megin við ána, 1961)
1965
Hin sjötíu og tveggja ára gamla
stríðskempa tók á móti mér I stóru
herbergi í Miklu Þjóðhöllinni í Pek
ing, sem er við torgið fyrir fram-
an Tien An Men, Hlið hins himn-
eska friðar, í gömlu Fonboðnu
Borginnií Hann virtist hress og ó-
þreyttur alian tímann, sem samtal-
ið stóð yfir, frá því klukkan tæp-
lega sex þangað til tveimur stund-
um eftir að kvöldverði lauk. Einn
af iæknum hans sagði mér, að
Mao væri við beztu heilsu og
kenndi sér einskis meins, utan
þeirrar eðlilegu þreytu, sem fylgdi
aldrinum. Hann neytti hóflega pip-
arréttar frá Húnan og drakk,
kannski mest fyrir siðasakir, ’ eitt
eða tvö glös af víni.
Þjóðfélagsástandið, sem leiddi
til kínversku byitingarinnar, var
sambærilegt við það ástand, sem
nú ríkir í Suðaustur-Asíu, Ind-
iandi og ýmsum löndum Afríku,
þar með Suður-Afríku. Hvert land
stríðir vissulega við sín sérstöku
vandamál og lausnir þeirra vanda
mála verða mjög ólíkar, en haldið
þér ekki eins og ég, að þjóðfélags-
bylf'ingar framtíðarinnar munu
sækja margt til þeirrar kínversku?
Mao svaraði, að það væri kúgun
og misrétti á liðnum tímum, sem
hefði skapað tortryggni á lénskipu-
lagi og kapítalisma, heimsvalda-
stefnu og nýlendubraski. Þetta
gæti leitt til byltinga alls staðar,
en í flestum þeirra landa sem óg
hefði nefnt, vildu þjóðirnar berj-
ast fyrir sjálfstæði lands síns,
ekki fyrir sósialisma, sem væri
tvennt óílkt.
Byltingar til að steypa lénsskipu-
lagi hefðu jafnvel verið gerðar í
Evrópu, og þótt Bandaríkin hefðu
ekki kynnzt eiginlegu lénsveldi
þá hefðu þau orðið að heyja frels-
isstríð til að slíta sig undan brezku
nýlenduvaldi og síðan borgarastyrj
öld til að tryggja frjálsan vinnu-
markað. Washington og Lincoln
hefðu verið miklir menn á sinni
tíð.
Þeir þrír fimmtu hlutar heims,
sem í stórum dráttum má kalla
þriðja heiminn, berjast eins og við
vitum Við gífurlega erfiðieika. Bil-
ið mill'i fólksaukningar og fram-
leiðsluaukningar breikkar æ meir.
Bilið milli síversnand'i lífskjara
þeirra og íbúa velmegunarlanda
sömuleiðis. Tekst Sovétríkjunum
að sanna, að út úr slíkum ógöng
um sé sósíalistiskt kerfi bezta leið
in — og ciga hin vanþróuðu lönd
síðan að bíða eina öld, eða hvað
það nú er langur tími, sem þing-
ræði er að komast á laggirnar, til
þess síðan að taka upp sósíalisma
á friðsamlegan hátt?
Mao fannst þetta of langur tími.
Þegar 5g spurði hvort þetta /æri
ein að aðalorsökunum til hug-
Safngestir í Kína virSa fyrir sér ieirmyndlr, sem sýna atvik frá fyrrl tíma: Móðir
er slifin frá barni sínu, því að hún á að hafa barn húsmóður sinnar á brjósti.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
437