Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1968, Blaðsíða 11
hafði i þessu fangeisi seint á nífcj-
ándu öld, sakaður um guðlast,
hafði lýst því í bæklingi og held-
ur ófagurlega. Súffragetturnar
komust að raun um, að allt var
þar eins og verið hafði á dögum
Ramays þessa. Klefarnir voru
Iþröngir og sóðalegir, steingólfið
nakið, og hátt uppi litlir gluggar,
sem ekki var unnt að opna, og rúð
urnar öskugráar af áragömlum ó-
'hreinindum. Á dálítilli hillu voru
fangelsisreglurnar, ásamt bænabók
og saltkeri með tréspæni í, og
vatnskrukka á borðgarmt Rekkj-
urnar voru ekki annað en þrjú
borð, sem fest voru saman á ok-
um. og tágadýna ofan á. Á daginn
var þeim slegið upp með brekán-
unum, sem þeim fylgdu, og þó að
fanginn væri lasburða, gat hann
hvergi hallað sér nema á bert
gólfið. Kuldinn var mikill í klef-
unum á vctrum, en hitasvækja í
molluveðri á sumrin. En ekki
máttu fangarnir ganga um gólf sér
til hita, þótt þeim væri kait á fót-
um, því að gæzlukonurnar sögðu,
að það truflaði aðra fanga.
Maturinn var rúgbrauð og kart-
öflur og býtingur með nýrnamör
í. borinn fram í pjáturkollum,
sem fægðar voru úr múrsteins-
dufti, og trésleifar i. Vildi einhver
ná læknisfundi, varð hann að gera
viðvart klukkan sex að morgni, og
í annan tíma var slíku ekki sinnt.
Engar bækur fengu konurnar, né
skrifföng, og ekki máttu stallsyst-
ur þeirra heimsækja þær. Stund
úr degi hverjum fengu þær að
koma út í fangelsisgarðinn. Voru
þær þá látnar ganga fram og aftur
með nokkurra skrefa bili og máttu
ekki mæla orð frá vörum. Þær,
sem brotlegar gerðust. voru settar
í einangrunarklefa við enn verri
aðbúð.
Súffragettunum brá í brún, er
þær komu fyrst á þennan stað.
Fyrst af öilu voru þær rifnar úr
hverri spjör og færðar í fanga-
klæði, svarta, dragsíða kjóia með
hvítum örvum með breiðum flaug-
um og Ijósleitar svuntur með svört
um örvum. Sumar konurnar voru
vanar auði og allsnægtum, og þær
hryllti við þessum flíkum, sem
voru oft aUt annað en þrifalegar.
Seinna varð þetta eins konar heið-
arsbúningur, og súffragetturnar
létu gera sér örvarflauga úr tré,
jem þær báru í flokkum um göt
ur borganna. Þá höfðu þær fengið
að reyna, að það, sem þeim var
boðið í fangelsunum fysrtu miss-
erin, var sem sæludraumur móts
við það, er síðar varð.
Fyrst í stað voru þær tiltölulega
auð9veipir fangar. En fljótt tóku
þær að krefjast þess, að mál sín
kæmu fyrir kviðdóm og með sig
yrði farið sem pólitíska fanga. Þær
vitnuðu til þess, að verkfallsleið
bogar, sem stjórnarvöldin þorðu
yfirleitt ekki lengur að beita mjög
hörðu, væru teknir allt öðrum tök-
um en þær, enda þótt þeir stæðu
fyrir uppþotum, er hefðu í för með
sér meiðsli og stórfellt eignatjón.
Seinna meir skírskotuðu þær einn-
ig til dæmis Úlsterbúa og fylgis-
manna þeirra heima í Englandi.
er hótuðu beinni uppreisn, þegar
horfur voru á, að írland fengi
sjálfsákvörðunarrétt, og sættu þó
ekki neinum viðurlögum. Kröfum
sínum beindu þær til ríkisstjórn-
arinnar, sem jafnan svaraði því til
ef hún virti þær svars, að ekki
stæði í hennar valdi að taka fram
fyrir headurnar á dómsvaldinu.
Eigi að ?íður töldu þær sig geta
sannað, að lögregla og dómarar
meðhöndluðu mál þeirra að bein-
um fyrirmælum úr stjórnarráðinu.
XI.
Súffragettunum var fagnað með
blómum og gjöfum og samsætum,
er þær komu úr fangelsinu, og
gengust einkum fyrir veizlunum
hin hægMtari kvenréttindasamtök,
sem rithöfundurinn Mililcent Faw
cett stjórnaði, heimsfræg kona.
Hafði þó Iengi verið grunnt á því
góða milli samtaka hennar og
Emmelínu Pankhurst, og var þetta
eitt hið gleggsta merki þess, hve
meðferðin á konunum mæltist illa
fyrir meðal almennings. Af sama
toga mun það hafa verið, að nú
var einnig stofnað félag karla, sem
hafði kvenréttindi að baráttumáli.
Snemma árs 1907 gerðist hvort
tveggja samtimis, að auglýst var
berum orðum eftiA konum, sem
fúsar væru til þess að láta varpa
sér í fangelsi, og boðað til kvenna
þings, og svo stillt, að það stæði
þann dag, er Bretaþing var sett.
Á kvennaþinginu voru í for
sæti Emmelína Pethick Lawrence,
Kristabel og Anna Kenney. Voru
á þessu þingi samþykkt mótmæli
gegn því, að ríkisstjórnin heimtaði
skatt af konum, án þess að veita
þeim almenn réttindi. Klukkan
þrjú þrammaði síðan kvennaskar
inn af stað til þinghússins með
mótmælasamþykktina, æpandi her
óp dagsins: „Rísið upp, konur!“
En þingbúsið var vel varið þenn
an dag. Þangað hafði verið stefnt
þúsundum lögreglumanna, sem
margir voru ríðandi. Sló fljótt í
svarra, er fylkingarnar mættust,
og er skemmst af því að segja,
að þarna tókst bardagi, sem stóð
í fimm klukkustundir. Lögreglu-
mennirnir riðu á hröðu brokki
beint á mannþröngina og tvístruðu
henni, en síðan réðust lögreglu-
þjónar á fæti að dreifðum hópn
um. Þannig barst Ieikurinn fram
og aftur um nágrenni þinghússins,
og var ýmist, að konurnar flúðu
eða sóttu fram. í einni lot-
unni tókst fimmtán þeirra að ryðj-
ast inn í fordyri þinghússins, en
voru allar handteknar samstundis.
Þetta varð eftirminnilegur dag
ur. Konur í rifnum klæðum velt-
ust fyrir fótum manna og hesta,
og Iög.reglumenn létu högg ríða
um herðar og axlir þeirra, sem
þeir náðu til, og hnén ganga á
bakhluta þeirra, ef þröngin var
svo mikil, að þær gátu ekki flúið
höggin. Þær, sem teknar voru
höndum, voru dregnar burtu held-
ur ómjúklega, sumar á höndum og
fótum — ö<krandi, hrínandi og for
mælandi. Sum blöðin gátu ekki að
sér gert að hæðast að viðbúnað-
inum og viðureigninni, og eitt
þeirra nefndi hina ríðandi lög-
reglumena Kósakka Lundúna. En
hve óvinsamleg nafngift það var
vita einungis þeir, sem gera sér
grein fyrir því, til hvílíkra hroða-
verka Rússakeisari notaði Kósakka
sveitir sínar á þessum árum.
AIIs urðu fangarnir á milli fimm
tíu og sextiu áður en dagur va.r
úti, þeirra á meðal var bæði Krista-
bel og Sylvía.
Rúmum mánuði síðar var hald-
ið annað kvennaþing með nýjum
róstum og mestu handtökum fram
að þeim tíma. Þá var barizt langt
fram á nóH og meira að segja kom-
ið upp sérstakri hjúkrunarstöð til
þess að gera að sárum þeirra, sem
mestar ákomur fengu.
AIIs urðu það hundrað og þrjá-
tíu súffragettur, sem gistu fang-
elsin fyrstu þrjá mánuði ársins
1907.
T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ
443