Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1968, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1968, Blaðsíða 10
ar við bústað Herberts Asquifchs. Þar lenti fjöimenn sendinefnd í snörpum bardaga. Lögreglan barði konurnar, jafnvel beint í andlitið, og tók þær kverkataki, svo að þær blánuðu í framan, og á effcir voru þær dæmdar til fangelsis- vistar. Hvenær sem flokksforingjar úr stjórnarliðinu efndu til funda, mátti ganga að því visu, að súff ragettum skyti þar upp. Jafnframt var víst, að þá varð ekki fundar- friður, því að þær kölluðu látlaust fram í fyrir ræðumönnum og ollu ævinlega róstum. Á þessu fengu þeir oft að kenna, Lloyd George, Winston Churchill, Herbert Asqu ith og John Burns, sem nú var genginn tii liðs við frjálslynda flokkinn. Var misjafnt, hvernig þessir frægu menn þoldu uppá- tæki súffragettanna, og var ekki dæmaljust, að þeir misstu stjórn á skapsmunum sínum og helltu yfir þær skömmum. Varð það til dæmis víðfleygt og þótti ekki bein- linis kurteislega mælt, er Lloyd George hrópaði einu sinni úr ræðu stóli: „Látið eins og þið heyrið ekki þetta kattamjálm“. Litlu síðar skipaði hann þó fyr- ir, að þeim skyldi varpað á dyr. Konum þótti einkum illa sitja á þeim Llovd George og John Burns að hneykslast svo mjög á baráttu aðferðum þeirra. Emmelína Pank- hurst hafði sjálf verið í samtökum, sem stofnuð voru til verndar hinum síðarnefnda, er hann átti i höggi við yfirvöld og lögreglu, staðið hið næsta honum á Trafalgartorgi blóðsunnudaginn al- kunna 1889, og séð lík Edvarðs Linnells, foringja verndarsamtak- anna, borið þaðan burt limlest. Og ekki átti Llo.vd George síður að baki sér róstusaman feril. Hann hafði hafizt til forystu með hverju harðræðinu á fætur öðru, og var einn eftirminnilegra atburða í sögu hans, er hann lét brjóta niður vegg og grafa upp tók í kirkjugarði í Wales. í beina lífshættu stofnuðu súffragetturnar sér þó varla nema þegar æsingar urðu mestar í auka- kosningum. En þar var Emmelína Pankhurst venjulega sjálf að verki. Blöð frjálslynda flokksins héldu þvi að vísu fram statt og stöðugt, að bægslagangur súffragettanna hefði engin áhrif á það, hvernig ' atkvæði féllu í kosningum. En hatrið, sem á þær var lagt, bendir þó til annars, og mun sannast mála, að þeim hafi oft tekizt að kvarna nokkuð utan úr fylgi hans og stundum riðið baggamun- inn. Harðneskjan sú, er þær voru beittar, glæddi víða samúð með þeim, hvað sem blöð og flokksfor- ingjar sögðu. Þó að oft mætti sjá í blöðum bréf frá lesendum, sem þóttust hafa verið hlynntir kosn- ingarétti og kjörgengi kvenna, en kváðu orðnir þeirri hugmynd frá- hverfir vegna háttalags súffragett- anna, voru þeir fleiri, sem snerust í kyrrþey á sveif með þeim. Svo skefjalaust varð hatrið, að einu sinni munaði minnstu, að Emmelína Pankhurst væri drepin í aukakosningum í Devon. Þar hafði frjálslyndi flokkurinn jafnan hrósað sigri á þriðja tug ára. Emmelina var vöruð við því að skipta sér af þessum kosningum, en hún lét það sem vind um eyr- un þjóta og boðaði til margra funda. að jafnaði tveggja á dag. Ókyrrlátt var á þessum fundum og mikið um eggjakast, en dró þó ekki til stórtíðinda. Atkvæði voru talin að kvöldi kosningadagsins. og kom þá t ljós, að frambjóðandi frjálslynda flokksins hafði fallið við lítinn atkvæðamun. Emmelinu, sem stödd var í bænum New Abot, var ráðlagt að hafa sig und- ir eins á brott, en hún tregaðist sem fyrr við að flýja af hólmi, þótt víða mætti heyra þau hróp, að súffr'agetturnar hefðu fellt manninn. Þetta sama kvöld réðst á hana hópur manna með merki frjáls lynda flokksins í barmi sér. Fvrst var hún grýtt eggjum, en síðan lagðar á hana hendur. Loks var hún slegin slíkt högg aftan á hnakkann að hún missti meðvit- und. Þegar hún rankaði við sér, stóðu ógnandi menn allt í kring um hana og voru búnir að ná i tóma tunnu, sem þeir ætluðu sýni- lega að.troða henni niður í. En í sama bili og þeir ætluðu að lyfta henni upo, bar að lögreglumenn, sem tvístruðu hópnum og björg- uðu henni. Um nóttina urðu mikl- ar róstur, og að morgni fannst maður dauður með brotna höfuð- kúpu. Sjálf var Emmelína marga mánuði að jafna sig, og kona, sem með henni var, meiddist einnig stórlega. En ekkert gat aftrað því, að súffragetturnar færu sínu fram. Þegar Bretaþing kom saman til haustfunda, fjölmenntu þær enn til þinghússins. Að þessu sinni var sendinefnd, tuttugu konum, hleypt inn. Þær gerðu forsætisráðherran- um boð og spurðu, hvort 1 ráði væri að breyfa málum kvenna á því hausti, en fengu þau svör, að svo væri ekki. Þá gerðist það, að ein konan stökk upp á bekk í for- dyrinu og tók að ávarpa þá, sem nærstaddir voru. Gæzlumenn komu þegar til og drógu hana nið- ur, en þá hljóp önnur upp á bekk- inn í hennar stað. Urðu þarna all- miklar stimpingar, er auðvitað lauk svo, að konunum var öllum varpað á dvr. Þegar út kom, settu þær þegar mótmælafund, en lög- reglan skarst í leikinn, og voru ellefu tconur handteknar eftir snarpa '/iðureign. Meðal þeirra voru Emmelína Pethick-Lawrence, Anna Kenney og dóttir Ríkharðs Cobdens, stjórnmálamannsins fræga, er nefndur var í upphafi þessara frásagna. Þessi atburður hefur verið nefndur árásin á þinghúsið. Sjálf hafði Emmelína Pankhurst sig ekki mjög í frammi þennan dag, þar eð hennar beið áróðursferð út á land. Hún vildi því ekki láta handtaka sig að sinni. Konurnar, sem fastar voru tekn- ar, voru dæmdar í tveggja mánaða fangelsi fyrir óspektir. Síðar um haustið urðu enn róstur við þing- húsið, þá voru fleiri handteknar en áður. Um jólin sátu rúmlega tuttugu kvenréttindakonur í Hollo- wayfangelsi, þeirra á meðal Krista- bel. X. Sú deild Hollowayfangelsis, þar sem súffragettunum í Lundúnum var fengin gisting, þegar þær kom ust í kast við Lundúnalögregluna, var ekki neinn rósagarður. Þar var vinnufangelsi afbrotakvenna, sem borið höfðu út börn sín, ver- ið sekar fundnar um þjófnað eða svik eða brotið siðferðismálalög- gjöfina. Mikill fjöldi þessara kvenna hafði í rauninni átt að dveljast á drykkjumannahæli. Að- búðin var ill og aginn strangur, og konurnar hírðust þar langa daga í einsemd og saumuðu póst- poka — allar nema þær, sem áttu ung börn. Þau voru að ensk- um hætti látin fylgja mæðrum sín um í fangelsið. Stundum fæddust þar lika börn. Ramsay nokkur, sem dvalizt 442 T f V I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.