Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1968, Blaðsíða 14
miklum makindum. A.nnar þeirra
var Skagfirðingurinn Gunnar
Björnsson, sem lengi hefur dvalizt
í Kaupmannahöfn, hinn Ragnar
Jónsson lögfræðingur. Voru þessir
lærðu menn að athuga embættis-
rekstur Húsvíkinga. Þeir litu
snöggvast á hinn hreggbarða, aust-
firzka ferðamannahóp og leizt
hann sjálfsagt um margt iíkjast
skagfirzkum útigönguhrossum eða
óskilatíningi úr Hafnarfjarðar-
hrauni, bar sem Ragnar fuiltrúi
var settur bæjarfógeti í eina tíð.
En Bjarni gestgjafi ræddi við okk-
ur glaður í bragði meðan kona
hans og dóttir gengu okkur um
beina — hraðstígari heimasæta
mun þá ekki hafa verið til á ís-
landi en þessi unga gestgjafadóttir
á Húsavík.
Að loknum snæðingi voru okk-
ur hvílur reiddar, því að mjög var
tekið að kvölda. Og fylgdi Bjarni
sjálfur fólki til sængur að þing-
eyskum góðbændasið. En þegar til
kom, reyndist ekki vera rúm fyrir
alla í gistihúsinu frekar en í Betie-
hem forðum. og spurði Bjarni þá
mig, sem hann sagðist sjá, að væri
ungur maður, hvort ég gæti ekki
sofið í smáhýsi, sem hann hafði
tekið á ieigu úti í bæ, nokkurn
spöl frá gistihúsinu. Kvaðst hann
ábvrgjast, að ekkert óhreint sækti
að mér þar um sumarljósa vor-
nóttina. Fyigdi hann mér síðan til
sængur í svefnhýsinu.
Komið var nær miðnætti, og fór
ég að afklæðast, þegar Bjarni var
genginn út. Ég sat nærri afklædd-
ur, þegar drepið var ákveðið á dyr
og inn gekk hin unga dóttir Bjarna
sem bezt hafði satt okkar matar-
hungur. Hún var með tímarit í
hendi og sagði, að sér hefði dottið
í hug, að ég vildi líta í eitthvað
skemmtilegt lesmál undir svefn-
inn í einverunni. Ég þakkaði þess-
ari góðu stúlku hugulsemina. og
staðnæmdist hún og byrjaði að
fletta rituaum, sagðist skyldi finna
fyrir mig það, sem skemmtilegast
var, svo að ég þyrfti ekki að eyða
tíma í það sjálfur. Én misskiln-
ingurinn hefur löngum orðið
versti skilningurinn, og svo
fór hér. Með því ég hélt, að stúlk-
an, sem hafði eflaust verið á þön-
um og stjái allan daginn, þyrfti
að fara að hvílast og sofa, sagði
ég heldur fálega, að ég gæti fund-
ið mér 'estrarefni sjálfur. Gekk
hún þá skjótast út og bauð góða
nótt.
Nú er þessi þróttlega stúlka fyr-
ir löngu orðin fin frú á Akureyri,
og er enn fríð sem forðum.
Við fórum frá Húsavík daginn
eftir, vel sofin og mett, og fylgdi
gestgjafinn okkur út að bilnum að
íslenzkum þjóðarsið. Jónas bíl-
stjóri lét gamminn spretta úr
spori og vildi ekki verða á vél-
knúnu farartæki eftirbátur Sigur
jóns bónda á Laxamýri, er hann
reið að heiman ineð þrjá tii reiðar
og koinst til Akureyrar á þrem
tímum. En ekki er eitt og hið
sama hófaöld og vélaöld, en flestir
vilja hafa hraðan á.
Þegar við nálguðumst Akureyri,
var allri bílgleði stillt í hóf. Við
vorum einu of mörg í bílnurn, og
þótti því vissara að aka hægt og
hljé‘l og hátíðlega inn í höfuð-
stað Norðurlands. Bíllinn okkar
nam staðar við Hótel Gullfoss, og
náðum við þangað klukkan
að ganga eitt. Gestgjafinn, Sveinn
Þórðarson frá Höfða og Nesi í
Höfðahverfi, kom sjálfur til dyra,
stór og þungstígur með ættarein-
kenni þeirra Höfðamanna. Kvað
hann mat okkur til reiðu, þegar i
stað. Fylgdi hann okkur i matsal
veitingahússins, en þar var setinn
Svarfaðardalur. Stofan var þéttset-
in gestum, sem voru í þann veginn
að Ijúka snæðingi. Sveinn lét koma
með borð og stóla og bað gesti að
rýma fyrir okkur sem við værum
honum sérlegir aufúsugestir. Við
vorum nýsetzt að snæðingi, er vel-
búinn piítur á tvítugsaldri stóð
upp frá borðum, gekk að útvarps-
tækinu, skrúfaði frá og mælti um
leið:
„Við skulum hlusta á lag. sem
getur lyft huganum í Ijóði og
söng.“
Hann virtist hitta á óskastund,
því að nú hljómaði um salinn:
„Á vængjum söngsins" eftir Mend-
elssohn. Er> máski hefur þessum
pilti sýnzt við austanfólkið fremur
þungbúið á svip, svo að okkur veitti
ekki af huglyftingu á þessum
þokudiimma júlídegi. Gleðigjafi
okkar, séra Sigurjón, var ekki
þarna með Hann hafði farið tafar
laust til mágs síns Þormóðs
Sveinssonar á Akureyri. Við drukk
um síðan ástir og vín söngsins með
ódýrd og ágætri máltíð og stóð
um upp frá borðum með söng og
saðningu í sál og maga. Oti á götu
mættum við nokkrum góðborgur
um Akureyrar, sem fregnað höfðu
um ferð okkar og vildu heilsa upp
á kunningjana að austan. Þýzki
konsúllinn, Karl Nikulásson,
þekkti séra Jakob, ritstjóri Ðags
þekkti Níels og hjónin í Húsey,
forstjóri Gefjunar fagnaði Bírni á
Surtsstöðum, og margir þekktu
séra Sigurjón. Ég hafði ekki komið
til Akureyrar í sjö ár, ekki síðan
óg var þar í skóla, og svo fyrn-
ast ástir sem fundir. Engir minna
skólaféiaga sáust hér á ferii og
systurnar innan dyra að hugsa
um born og bú. Ég var eins og
stakur hrafn á götuþingi íerðafé-
laganna, þótt ég færi hér um
fyrrum kunnar slóðir.
Flest var óbreytt nema hvað
meira fjör og frjálsræði var orðið
í umgengni fóiks á götum úti en
fyrrum, meðan sól var enn i há-
degisstað. Kvöidatlot fyrri tíða
voru flutt vfi-r á albjartan dagir n.
Til dæmis sá ég kunnan bókaþýð-
anda og sólsömgvara faðma inm-
lega eina þekktustu frú bæjarins,
sem kunni að meta góðvild manna,
og skömmu seinna rakst ég inn í
búð eina, og þá var sami maður
þar að faðma búðarstúlkuna. En
kannski var þetta í verkahring
mannsins, því að hann var blaða-
gagnrýnandi á sönglistir 02 aðra
fagurfræði.
Að stutidu liðinni vorum við -ift-
ur saman söfnuð til burtferðar í
sömu svifum bar þar að einn skóla
bróður minn. Spurði hann þegar
á hvers slags ferðalagi ég væri,
sveitamaðurinn um hábjargræðið.
Sagðist ég vera orðinn hálfheilag-
ur og sendur af minni sókn sem
fulltrúi á kirkjufund Hnus.,aði þá
fyriditlega í honum:
„Það er þá þarflegt ferðahig eða
hitt þó heldur.“
Var hann orðinn harðsoðinn
kommúnisti og búinn áð farga
sinni barna- og skólatrú að mestu.
En mörgtim árum seinna, er hann
missti son sinn af slysförum, ung-
an atgervismann, gaf hanr aftur
guði dýrðina og bað þelm öllum
blessunar drottins, sem sýndu hlut
tekningu v'ð sonarmissinn
Ekki þot'ðum við að fara einu
of mörg inn i bílinn á aSaftorgi
bæjarins, rg fór ég inn á hilastöð,
sagði þar sem var, og bað itr.i, að
mér yrði skutlað inn í Hörgárdal
inn, samflota við okkar bíl. Ti;
ferðarinnar réðst ungur Skagtirð-
ingur, sem „keyrði“ í þann mund.
Skáldmæltur var þessi ungi mað-
ur og viðmótsglaður. Kvaðst vona,
að ég kærði sig ekki fyrir að
446
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ