Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1968, Blaðsíða 2
Þíjtur í
Við viljum sjálfsagt flest búa
við frið. En við viljum, að frið-
urinn byggist á réttlæti, sem
ekki er einungis fólgið i því,
að við séum öll jöfn fyrir lög-
unum, heldur höfum einnig sem
jafnasta aðstöðu í sjálfu iifinu
innan þeirra marka, sem hæfi-
leikar okkar setja. Við kjósum
einnig frelsi einstaklinganna,
sem þó verður að vera háð
þeim takmörkunum, að þe:r
níðist ekki stórlega á þvi, sem
þeim er trúað fyrir, og skaði
ekki með því samféiagið og sam
borgarana og belzt ekki sjálfa
sig heldur til þeirra muna, að
til mikils vanza eða háska sé
þjóðfélaginu. Því getuT borið
við, að við rjúfum friðinn á
einn eða annan hátt, er okkur
finnst hann vera hbfiskjöldur
þess, sem er af hinu iiia, að
okkar dómi. En mat okkar á
því, hvenær friður sé of dýru
verði keyþtur, frelsið skert um
skör fram eða farið með þjð
út í öfgar og réttiætinu svo
laklega fullnægt, að ekki megi
iengur halda að sér hönduro,
getur oltið á ýmsu: Skapgerð
okkar og áunnum Mfsviðhorf-
um, stöðu okkar i þjóðfélaginu,
aldaranda og fordæmi annarra
og ldkum til þess, að einhverju
verði áorkað með hófiegum
fórnum. En þó að slikt mat
margra manna kunni að vera
svipað, getur þeim sýnzt sitt
hverjum um það, hversu við
skuli bregðast og hvaða vopn-
um eigi að beita. Tíðast er orðs-
ins brandi brugðið á taft í ein-
hverri mynd. En stundum getur
til annars dregið, einnig hér á
landi okkar.
Við, hér á Vesturiöndum, er-
um hreyknir af þjóðféiagshátt-
um okkar — lýðræðinu, vel-
meguninni, tækninni, menning-
unni, Og kannski sjálfumglað-
ir um of. Nú bregður að
minnsta kosti svo við, að ein-
mitt lýðræðislöndin mörg loga
í óeirðum. í Bandarikjunum er
það sérstaklegs eðlis, að þar
er blóðugt kynþáttastríð háð
með litlum hvíldum i mörgum
skjönum
borgum. En þar hafa iika borg-
arar, sem eru harkalega á önd-
verðum meiði við valdsmenn
lands síns, þótt þeir beri hör-
undslit guðanna, og stúdentar,
sem eru í ósátt við samféiag
sitt, átt í höggi við lögreglu.
Uppþot af svipuðum toga,
sprottin af andúð á miskunnar-
lausri styrjöld og ólgu meðal
stúdenta hafa orðið viða í Norð-
uráifu. í Þýzkalandi hafa stúd-
entar beint geiri sínum að
þeirri égnun við skoðanamynd-
un í landinu, er þeir telja stafa
af uppgangi ískyggilegs blaða
kóngs. Mest hafa tíðindi orðíð
að sinni í Frakklandi, þar sem
á að gizka hálf þjóðin sagði
ríkisstjórninni hálfgildis strið
á hendur á þeirri stundu, er
hinn aldni kappi, Dögól, brá
sér með flunkurnýtt höfuðfat
á toppnum austur í Rúmeníu.
til fárra nátta gistingar.
Orsakir þess, að slíkir atburð-
ir gerast, eru vafalaust marg-
ar og sundurleitar. Á yfirborðs-
kenndan hátt mun mega segja,
að þetta sé uppreisn mannfé-
lagshópa og skoðanahópa, sem
ýmist telja sér misboðið og mis-
munað og ónóg tillit tekið til
lífsaðstöðu sinnar, þarfa og
skoðana, eða finnst sem siða-
boð í mannlegum samskiptum
séu freklega brotin.
Slikir atburðir vekja geig,
þegar þeir birtast í viðh'ka
mynd og orðið hefur í Frakk-
landi, því að enginn veit, hvaða
atburðarás kann af þeim að
hljótast. Færri gefa því gaum,
að þvilíkar róstur í okkar lof-
legu lýðræðislöndum eru vitnis-
burður um alvarlega veilu, sera
ekki þjáir aðeins franskt stjórn-
arfar, heldur gætir miklu við-
ar í lýðræðislöndum. Þeim, sem
komizt haía tii valda, vissuieg.i
á löglegan hátt, þótt stundum
styðjist þeir við ísjárverða hag-
ræðingu kosningalaga, eða náð
þeirri þjóðfélagsaðstöðu ann-
arri, sem gerir þá voidugri
samiborgurum sínum, hættir til
þess að hundsa mannfélags-
hópa, sem þeim geðjast ekki
að vegna skoðana þeirra eða
annarra blæbrigða, og niðast
á öðrum vegna eigin hagsmuna.
Þeir, sem hafa nokkurra at-
kvæða meirihluta á þingi eða
atvinnutækin og yfirráðin í fjár
málaheiminum í sínum hönd-
um, eru oft of minnugir valds
síns og of gleymnir á það, að
tiIMtssemi þarf að vera eitt af
einkennum lýðræðisins, sem
hrósar sér af skoðanafrelsi.
Skoðanahópar í minnihluta eiga
líka sinn rétt. En með vald-
níðsiu, þótt ósaknæm sé að lög-
um, er andsvarinu boðið heim:
Utangarðsmennirnir, hinir
hundsuðu skoðanahópar, leit
ast við að láta kenna aflsmun-
ar á móti þann eina hátt. sem
þeim er tiltækur. Þetta er einn
helzti aflvaki upphlaupa meðal
lýðræðisþjóða.
Þetta er ekki ný bóla, held-
ur gömul hefð, sem illa geng-
ur að breyta. Á þennan hátt
hefur löngum verið kvatt til
þings á götunni. Forfeður þess
fólks, sem nú er uppi á Vestur-
löndum, sóttu mannréttindi í
greipar konunga og alls konar
pótintáta með. samblæstri,
kröfugöngum, óeirðum, spell-
virkjum og beinni uppreisn. þeg
ar bænarskrár og orðræður
brugðust. Á sama hátt récti
verkalýðurinn hlut sinn. Sja'dn
ast var neitt látið laust, tyrr
en aflsmunum hafði verið be:tt.
Hverri kynslóðinni af anna-ri
hefur beinlínis verið kennt að
fara þessa leið, þegar langlund-
argeð þraut. Með þessum hætti
gat fólkið oft knúið fram vilja
sinn, er hann fékkst ekki með
öðru móti.
Nú er það auðvitað fjarri
lagi, að nokkur ríkisstjórn í
nokkru landi geti gert ölhim
til geðs eða eigi að leitast við
að gera það. En skjaldborg
valdsins hefur oft kallað vá-
lega atburði yfir sig og aðra
með því að stríða gegn straumi
íímans fram í rauðan dauðann.
Valdníðsla og ögranir draga
lika tíðum á eftir sér slóða, auk
þess sem það er skaðsemdar-
verk og brot á anda og eðli
lýðræðisins að hefnast á ein
staklingum og hópum manns
söku m skoðana þeirra. óbeft
skoðanafrelsi er einn af hyrn-
Framhaid á 454. síSu.
434
T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ