Tíminn Sunnudagsblað - 07.07.1968, Blaðsíða 11
Þau fá alltaf liti og blöð til áð
mála með mér, nema ég sé alveg
sundurtætt af þreytu. Á kvöldin
bý ég um Veru litlu, hún er sex
ára og yngst, á gömlum plussófa
úti í horni, þar sem hún getur
horft á mig vinna. Hún fær uppí-
sting og myndabók, og liggur hljóð
og róleg, þangað til svefninn sigr-
ar hana.
Ég tala við börnin um mynd-
irnar þeirra og þau tala við mig
um myndirnar mínar, segja mér
Jhvað þeim finnst um þær og hvað
þau sjá í þeim. Og mér finnst þetta
fyrirkomu'ag mjög notalegt.“
íbúðin er full af myndum eftir
þau öil. Og þótt eflaust megi deila
um, hvort börn séu til trafala fyr-
ir listmálara eða ekki, þá er auð-
sjáanlega glæðandi fyrir ímynd-
unarafl barnanna að alast upp á
milli málriingarkrúsa. Það sést á
handaverkum þeir.ra í garðinum.
Garðurinn er agnarlítill, enn
minni en húsið, og ailur bakdyra-
rnegin. Á einn veg takmark-
ast hann af himinháu, ryðguðu
bárujárni, á annan af svörtum
tjörupappaskúr. Forsmán þessa
eru börnin að ummynda með olíu-
litum. Þau ætla að mála skóg á
veggi garðsins, svo það megi hugsa
sér, að hann sé endalaus. í skóg-
inum verður dýrafjöld með ýms-
um litum. Húsið kemur skiljanlega
til með að standa í skógarjaðrin-
um, og til þess að það verði ekki
yfirtak norðurhjaralegt er ætlunin
að hengja á það pelagóníur í pott-
um. Svo á að rækta salat í reit á
lengd við trefil, hlaða hlóðir og
smíða bíl úr tveimur kössum og
grind af ónýtri kerru.
Þau hafa líka sjálf málað innan-
stokksmuni í herbergjunum sín.um
uppi á Jofti. Drengirnir skipta her-
bergi milli sín með skáp úr fcré-
kössum, sem er hinn glæsilegasti
eftir að hafa verið lakkaður kónga-
blár. Platan á vinnuborðinu þeirra
er með sama lit. Neðan á henni er
mál'verk, eftir mömmu.
„Ég hef málað töluvert á tré,“
segir hún, „bæði vegna þess að ég
hef átt það, þegar mig hefur skort
fé til að kaupa striga, og eins
vegna þess, að mér finnst skemmti-
legt að vinna með alls konar efni.“
Við skoðum myndabækur barn-
anna, sem flestar eru erlendar, og
ræðum niðurlægingarástand ís-
lenzkrar barnabókaútgáfu. Sigríð-
ur segir frá vinkonu sinni, Guð-
rúnu Holte, sem rekur vandaða
leikfangaverzlun í Osló. Hún kom
hingað til lands fyrir skömniu,
hélt fyrirlestur um barnabækur
og bauð til útgefendum. Það kom
einn! (Hvaða bókmenntir skyldu
annars þessir blessaðir menn, sem
enn þumbast við að felila niður
tolla á bókapappír, hafa tileinkað
sér sem börn? Karlinn undir
klöppunum?)
„Börnin fá að leika sér hér eins
og þau vilja, en einu sinni í viku
verða þau að laga til. Sama dag
og ég! Hálfsmánaðarlega kemur til
mín kona, sem þvær gólfin, elda-
vélina og ísskiápinn.11
„Er þetta ekki samt ansi strangt
hjá þér?
Nei, það finnst henni ekki. „Að
vásu fyndist mér dásamlegt að
geta sofið lengur á morgnana. Það
er þjáning að rífa sig upp klukk-
an sjö.“
Til þess að vera viss um að
morgunverðurinn fari efcki í
handaskolum vegna syfju hefur
hún vanið sig á að taka allt til
og leggja á borð kvöldið áður, svo
ekkert sé eftir nema tafca mjólk-
ina út úr ísskápnum og hita te.
Annað húsráð, sem hefur afstýrt
neyðarástandi margan rnorgun, er
að hvert barn hafi sérstakt hólf
fyrir vettlinga, húfur og trefla.
Hún er komin upp á barnadeiid
blukkan átta og þar er keppzt við
til hádegis. Síðan Wu það heimilis-
störfin. Hún reynir að standast
freistinguna að sofa eftir hádegið,
grípur heldur til slökunaræfinga.
Eftir hálfniu reynir hún alltaf að
eiga næði til áð niála.
„Eru sunnudagarnir kannski
drýgstir?“ Nei, þá reynir hún að
gera eitthvað fyrir börnin. Þegar
hún hefur sofið út, að segja. Það
eru laugardagskvöldin, sem fná
gamalli fcíð hafa reynzt henni bezt.
Þá á hún til að mála frarn á rauða
nófct, jafnvel þangað til gránar af
degi. Inga.
Kisa fær sér blund undir méiverki hús
móður sinnar.
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
515