Tíminn Sunnudagsblað - 07.07.1968, Blaðsíða 13
íslenzkt hreindýr, sem or8i8 er bandvant, ef svo má aS orSi komast.
un öræíahj a.rðarinnar, og íleiri til-
ÍÖgur mlnar fengu framgang á al-
þingi þegar um haustið 1939. Og
næsta s-umar var eftirlitsmað-
ur skipaður, valinkunnur ágætis-
maður, öræfafróður og drengur
góður. Varð hann samstarfsmaður
minn og vinur ævi sína á enda.
Tók þá við frændi hans, sömu kost
um búinn.
Þegar á næstu 2—3 árum sást,
að dýrunum hraðfjölgaði, enda
voru þetta glæsileg dýr og þroska-
mikil. En auðsjáanlega stóð þó
tarfafjöldinn hjörðinni fyrir þrif-
um á marga vegu. Enda var hann
margfaldlega of mikill.
Samkvæmt tillögu minni var
síðan lögboðin nauðsynleg, árleg
fækkun tarfa, og henni haldið á-
fram síðan, En aldrei hefur hún
þó verið nándarnærri nægileg sök-
um hraðfjólgunar hjarðarinnar.
III. Framtíðar-áætlunin:
Með friðun öræfahjarðarinnar,
öruggu eftirliti og nauðsynlegri
fækkun tarfa'og fileira, virtist mér
heldur en ekki taka að hilla und-
ir hugsjónatakmark mitt. og varð
ég glaðari en orð fá lýst yfir þess-
um árangri starfsemi minnar á
vettvangi Vesturöræfa. Tilgangur
minn frá óndverðu, og síðan um
25 ára skeið, var að bjarga öræfa-
hjörðinni frá bráðri glötun með
áeskilegri hjarðmennsku, og leggja
síðan ákveðinn stofn smölunar-
hæfrar hjarðar (,,taminnar“) í
hendur réttmætra eigenda, en það
eru frændur mínir og landar, bænd
ur Fljótsdaishéraðs.
Framtíðaráætlun min var í
stuttu máli þessi — og er enn:
Að hausti fyrsta árs: Stofnhjörð
2000 dýr fullorðin að meðtöldum
25—30 törfurn. (Hjarðsamar telja
einn duglegan tarf nægja 100 siml-
um. Lappar kalla sig Sama, simla
er hreinkýr!) Fyrstu 2—3 árin
slátrað nær öllum kálfum (1000—
1200 að minnsta kosti). Haustkálfa-
skinn eru verðmæt til margvís-
legs iðnaðar, og kjötið lostæti, ekki
sízt til margvíslegs dósaiðnaðar.
En verðmætastur siáturpeningur
teljast þrevetrir geldingar.
Sláturhús, kjötiðnaður, fjöl-
bneytt súíun og skinnklæðagerð
{feldar og ioðúlpur, svefnpokar og
fleira) sprytti upp í Egilsstaða-
þorpi („Laga,rvöllum“.) áður en
varði, enda eru þar óvenjugóð og
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ
fjölbreytt iðnaðarskilyrði. Hefur
þessu verið ítarlega lýst í fjölda
blaðagreina síðan 1941, en hvorki
verið sinnt af stjórnarvöldum né
hjarðeigendum sjálfum, — frænd-
um mínum á Fljótsdalshéraði.
Frumskilyrði hjarðmennsku og
framkvæmda á þessum vettvangi
eru auðvitað þau, að stofnhjörð sé
tamin, það er gerð smölunarhæf.
Uim annað er ekki að ræða. Og síð-
an í umsjá hjarðmanna. Yrði þar
auðvitað að fylgja dæmi Banda-
rík'jamanna í Alaska og Dana á
Grænlandi og fela lappneskum
hjarðmönnum starfið frá upphafi,
og þeir síðan kenna landsmönnum.
Þannig hafði ég ætiað að leggja
„öræfa-auðinn“ í hendur réttra eig
enda, frænda minna og landa á
Fljótsdalshéraði.
IV. Tamning öræfa-hjarðarinnar:
Öllu var þessu ráðstafað ræki-
lega fyrirfram, ef til kæmi. Meðal
annars með samningum við Suður-
Múlasýslu um hag'beit í harðinda-
vetrum, eftir árstíðum og veður-
fari. Myndu þá aldrei endurtaka
sig hrakfalla- og hörmungasögurn-
ar á Fljótsdalshéraði frá þessum
vetri og einnig 1957.
Árum saman hafði ég átt ræki-
leg og tíð bréfaskipti við bréfavin
minn Arne Pleym, Lappafógeta á
Finnmörk í Noregi. (Norskur em-
bættismaður með lögréttuvald í
öllu því, er snertir starf og rétt-
indi hjai'ð-Lappa á Finnmörku).
Um áratugi höfum við rökrætt ít-
anlega um íslenzku hreindýrin og
horfur og framtið hreinræktar-
mála íslands. Naut ég þar í fyllsta
5 J