Tíminn Sunnudagsblað - 07.07.1968, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 07.07.1968, Blaðsíða 21
hötfðu e<kki matjurtagarða eða skepnur, utan tveir menn með ndkkrar kindur og svo þau í Yzta- húsinu, sem voru með tvær til þrjár kindur í skúr, er var áfast- ur við húsið. Höfðu þau þessar kindur til þess að fá úr þeirn mjóikurdropann á sumrin, því ad þá var siður að færa frá og fáir eða engir keyptu mjólk hjá hænd- unum. Ég held, að sú miólk, sem þeir notuðu ekki sjálfir, hafi að mestu verið send til ísafjarðar. Þegar börnin uxu upp, stækk- aði Sigurður skúrinn og gerði úr honum stofu. Það er margs að minnast í sam- bandi við Yztahúsið, sem þó er bundið persónulegum minningum og þess vegna verður ekki sagt eða skráð hér. En einn er þó sá atburður, sem ekki má gleymast, því að hann lýsir húsráðendunum, þessum svo vel samstæðu mann- eskjum. í Hnífsdal bjó einsetukona í litl- um torfkofa innj á bökkunum, hinum megin í þoi-pinu miðað við Yztahúsið. Ég held, að kofinn hafi ekki verið manngengur og ekki meiri að innanmáli en rúm væri fyrir borð og smákamínu, sem hún hlýtur að hafa haft. Annars man ég ekki eftir því, hvort. rör var upp úr þekjunni, og ég kom aldrei þangað inn. Þessi gamla kona hét Guðrún Þórarinsdóttir og var í daglegu tali kiölluð Gunna Þóa. Hún var sérkennileg í háttum og útliti, og ég held, að flestum hafi þess vegna íkiomið vel, að hún bjó svona ein, án þess að gera samborguurnum átroðning eða ónæði. Nú bar það við í ársbyrjun 1919, að hún veiktist, og það var talið óumflýjanlegt að flytja hana úr kofanum og veita henni hjúkr- un. Skipuðust málin þanndg, að hún var flutt út í Yztahús. Þar voru tiu manns í heimili í tveim- ur litlum vistarverum og von á fjölgun á næstu mánuðum, því að á þeim árunum fæddust börnin hvert árið eftir annað. Þó að fólk þá hafi ekki búið við jafn rúm og góð húsakynni eins og nú, tel ég víst, að einhvers staðar hafi verið hærra til lofts og víðara til veggja en í Yztahúsinu. Það sann- aðist þar, sem oft hefur verið sagt, að þar er nóg rúm sem hjarta- Týmið er nóg. Á þeim árunum voru engin elli- eða hjúkrunar- heimili til fyrir vestan. aðeins lít Vegurinn um Óshlíð til Bolungarvíkur. Myndin tekin rétt utan við Hnífsdal. Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson. ið sjúkraskýli á ísafirði, sem kaup- staðurinn átti. Guðrún dó nokkrum vikum seinna. Mér er það minnisstætt, er við vöknuðum einn morgun, að faðir minn kom, — en hann fór til sjóverka um nóttina, en annað- hvort var ekki róið eða hann varð eítir sem landmaður, ásamt Sigga í Dal, sem var oftast landformað- ur — og sagði, að nú væri Gunna Þóa dáin og hann hefði verið áð hjálpa Sigga að leggja hana til frammi í skúrnum. Þegar Hermann Árnason flyzt í Yztahúsið 1948, er vegurinn til Bolungavíkur korninn noikkuð á- leiðis út á hlíðina og ferðamenn farnir að nota hann fyrir bíla og stytta með því gönguleiðina að og frá Bolungavík, eftir því sem teygð ist úr veginum. Um Leið var hlut- veiM Yztahússins lokið sem áning- aráraðar. En hinn nýi húsbóndi í Yztahúsinu átti þó eftir að greiða til drjúgra muna ferð þeirra, sem um Óshlíð þurfa að fara í nútíð og framtíð og taka stein úr götu þeirra í orðsins fyllstu merkingu, því að í sex sumur vann hann að vegagerð á Óshlíð, ásamt fleiri, við hin erfiðu og hættulegu skil- yrði, sem þar var við að etja, yfir- vofandi skriðuföll eða steinkast á hverju augnabliki, sem orsakað gátu stórslys. Vekur það undrun okkar, sem þekkjum Óshlíð, að ekki skyldu verða meiri slys við vegagerðina en raun varð á, og í umferðinni síðan. Hefur þar vafa laust verið haganlega unnið og vel stjórnað. Það kastar ekki skugga á neinn, þó að maður trúi því, að þar hafi verið og sé hulin vernd- arhönd tiil hjálpar og hlifðar. Hinn TÍMINN - StJNNUDAGSBLAÐ 525

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.