Tíminn Sunnudagsblað - 07.07.1968, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 07.07.1968, Blaðsíða 18
Sigurður Guðmundsson frá Unaðsdai, húsbóndinn i Yztahúsinu. fyrir það var töluverð umferð eft- ir Óshlíð, því að Bolungavík var fjölmennt þorp á þeim tíma og ekiki alltaf unnt að fara sjóleiðina, en samgöngur nauðsynlegar við ísafjörð. Þar sat sýslumaður, prest ur og _ læknir þeirra Bolvíkinga, enda ísafjörður höfuðkaupstaður Vestfirðinga. Það kom sér þvi vel, að i Yzta- húsinu bjó fólk, sem hafði vak- andi auga á ferðamönnum, tilhú- ið að veita beina, hvenær sem var, þreyttum ferðamanni og jafnvel næturgistingu í sínum þröngu húsa kynnum, enda er aldrei þröngt, þar sem hjartarúmið er nóg. Yzta húsið var alltaf „opið hús“, og þangað komu háir sem lágir, er leið áttu um Óshlfð. Litli lækur- inn í brekkunnj heilsaði líka öll- um, sem um veginn fóru, hjalandi og bjóðandi þyrstum svaladrykk. Eru ótaldir þeir kaffibollar, sem ihann lagði til vatnið í á þeim ár- um. Ömmu minni þótti góður kaffi sopin eins og fleiri, og hún hefði kunnað þvi illa eins og hin líka, ef ekki hefði verið til í könnu þegar gest bar að garði. Eins og að líkum lætur sköpuðust þessu fólki verðskuldaðar vinsældir, bæði fyrir gestrisni sína, alúð, hjálpfýsi og áðra eðlisþætti. Þau voru öll, þessi þrjú, samtaka og samhuga í öllu. Elísabet húsfreyja var sívökul og ástúðleg, umhyggjusöm og nær færin, tilbúin að bæta úr hvers manns raun, og minnist sá, er þetta ritar, að hún fylgdi honum á leið og hughreysti, þegar hann var sendur einn, þá ellefu ára að aldri, út að Ósi í Bolungavík til þess að sækja lömb. Það var kom- ið undir kvöld, að visu að sumri til, og ég hafði oft farið þessa leið með öðrum og ekki villugjarnt. En þar sem mikill hluti leiðarinn ar var eftir fjöru, þar sem marg- ir voveiflegir atburðir höfðu gerzt og margar sögur voru sagðar um. fes* kona, sem kjarnl var (, eln dætra bæði af draugum og skiímslum, og ótti við að finna sjórekið lík, var það engin tilhlökkun fyrir pasturslátill, myrkfælinn og hjá- trúarfullan dreng að eiga slíka ferð fyrir höndum. Hún fulivissaði mig um handleiðslu guðs og skildi ekki við mig fyrr en allur kvíði var horfinn og gerði mér með því ferð ina hugljúfa og eftirminnilega. Það kom fyrir smalann á Ósi, Helga Vilheimsson, að hann fann lik af enskum sjómanni þremur árum seinna þarna á hlíðinni. Sjö árum síðar, árið 1928, fórst hann, ásamt fleira fólki, í snjóflóði á Ós- hláð, tuttugu og tveggja ára að aldri. Helgi Vilhelmsson var falleg ur, skynsamur og stilltur dreng- ur. Við vorum saman fyrsta vet- ur okkar í barnaskóla, 1916—1917, í Bolungavík. Þar var raðað eftir kunnáttu, og var hann alltaf efst- iir af sextán, og er mér sérstak- lega minnisstætt, hvað hann skrif- aði vel. Elísabet Jónsdóttir fæddist að Kollsá í Grunnavíkuhhreppi 15. marz 1881. Hún dó 1. maí 1930, þá komin aðeins yfdr miðjan ald- ur, frá níu börnum, öllum í föður- húsum, hið yngsta sjö ára gam- alt. Hún hvarf frá hálfnuðu dags- verki, ástríkum eiginmanni og barnabópi, og hennar var sárt 522 T í M I \ N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.