Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1968, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1968, Blaðsíða 4
^ f bæjarvinnunni á R-12 — Valdlmar Stefánsson er vlS stýrlð. Belnt fyrir affan hann er Jón Jóhannsson verkstjórl. „MÉR LÍDUR BEZT í BÍLNUM " Rætt við Valdimar Stefánsson, sem lengi ók fyrsta vörubíl Reykjavíkurbæjar og er enn þann dag í dag við stýrið myrkranna á milli. í þessari viku var hánn við uppskipun við Reykjavíkurhöfn og hafði engan tíma til að láta taka af sér nýja mynd. — Pabbi sálugi hafði jörð á Stokkseyri, Kumbpravog og nokkr ar skepnur. Þetta þrjár fjórar kýr, um f'imimtiu kindur. yfir tuttugu hross. Til Stokkseyrar komu engin vöruski.p nema um hásumarið, því þar var mjög brimasamt. Þegar fór að Mða á vetur, fór að vanta Vörur í verzlunina, kaffi, sykur, garn til að hnýta net Fólkið not- aði veturna, þegar lítið var um að vera, til að hnýta þorskanet og binda öngla á. Verzlunin hét Ing- ólfur og var í einkaeign, síðan kaupfélag. Á hennar vegum voru fengnir menn til að fara með vagna til Reykjavíkui ag flytja það sem þurfti. Palbbi tpk oft að sér sííkar ferð- ir, og ég var ekki hár í loftinu, þegar ég fór að fara með, á sext- ánda ári, pegar óp. fór að fara ein- samaU, Þetta voru tvi'hjóla eineyk- tevagnar og venjulega farið méð tvo i einu. Gott bótti að hafa sam- flot og vorum við oft tveir sam- an með fjóra hesta, fjóra vagna. Burðargjald var vrsst á kfló, líkt og í áætiunarbiiieiðum nú, en ekki var hagnaður -ííiikill. Vagnar til mannfiutninga þekktust líka, og voru ijórhjójaðir. Stefán í Stokkseyrarseli átti einn, sem rúm aði átta eða tíu manns og var tjaldað yilr. Þótt. mikill munaður að taka sér far með honum. Stund- um flutti hann sjúklinga, í miðj- um vagninum, en aðrir farþegar sátu sitt h.voru megin Það var farið aómu leið og nú, um SeMoss upp Kamba á Hellis- heiði, lagt af stað klukkan sex að mongni og keppzt við að komast niður að Lögbergi til gistingar. En væri ertthvað að færð, pýddi ekki að hugsa sér að ná lengra en niður á Kolviðarhó}. Það var mikið erfiði fyrir bles- aðar skepnurnar að draga þunga vagna upp Kamba eða standa við þá niður. Óvanir hestar eða iMa fóðraðir gátu það alls ekki. Véður voru misjöfn, Einu sinni man ég eftir því að við lentum í hríð og urðum að skilja eftir sex vagna uppi á Heliisfheiði. Það var á leið- Inni austur og við íórum með hest- ana lausa til Stokkseyrar. Tíð var þá svo slæm, að tvær vikur liðu án þees v.'ð gætum vitjað vagn- anna. Seinasta veturinn, sem ég bjó á Stokkseyri, 1918—1919 fór ég áitján slikar ferðir. Þá var mjö.g kalt, fros’ið mest þrjátíu og sex stiig á Hóinum. Hiarn var yfir öllu, svo hart, að hvergi markaði spor, og farið beint af augum. Eftir þennan vetur flutti ég til Reykja- víkur með konuna mína Við vor- um ung og allslau ;, en ég var svo heppinn, að Jósef heitinn Magnús- son, bróðir séra Óiafs í Arnarbæli, gat útvegað mér vinnu hjá Reykja- ví'kurbæ, par sem hann var áhalda vörður. Þá var .ítið hefðarsnið á Reykja- vík. Spítalarmir í Landakoti og Laugarnesi, svo og blessuð Skóla- varðan, risu hæsí. þegar horft var til bæjaríns. Glæsilegustu húsin voru kannski Höiði við Rauðarár- vík og slórhýsi Thor Jánsens ná- lægt tjörninni. Tcrfbæir voru að mestu horfnir nema vestur í bæn- um, en engin gaia var steinlögð ut- 628 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.