Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1968, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1968, Blaðsíða 20
Þýtt °g endursagt: LEIKIÐ A GESTAPO - OG DAUÐANN 5. \cSSS Signe Jansen, yfirhjúkrunarkona á Bisbebjcrg-sjúkrahúsinu, sem skaut skjól- húsi um stundarsakir yfir tvö þúsund flóttamenn. Hvernig kjarnorkufræðingur, bókaverzlun og Bisbebjerg- sjúkrahúsið höfðu úrslitaþýð- ingu. II. Sænska stjórnin féllst ekki strax á óskir Bohrs. Þýzka stjórn- in hafði engu svarað, þegar þeir, að áeggjan Duckvrtz, buðu að taka við dönskum Gyðingum Þá spurðu Svíar, hvorf þeir mættu fá dönsk Gyðingabörn Þjóðverjar neituðu með sígildri afsökun: „Oss felíur eigi. að Sviþjóð taki ótvíræða afstöðu með bolsjevisma, meðan vér úthellum blóði okkar til að vernda Evrópu, og þar með Norðurlönd fyrir kommúnista- hættunni. . . Að gefnu tilefni gæti afstaða yðar neytt oss tii að svara á þann háít, sem eigi verður mis- skilinn.“ En Bohr harðneitaði að halda áfram ferðmni nema Svíar skeytfcu hótunum engu, og lýstu þvi yfir, bæði í biöðum og útvarpi, að danskir Gyðingar ættu þar í landi vísan grifiastað. Fylgdarmennirn- ir, sem átfcu að flytja hann til kjarnorkurannsókna,- urðu áð bíða eftir honum í nokkra daga, þang- að til hann gat séð með eigin aug- um, að sænsk ' jölmiðlunartæki flutfcu hina úrslitaríku fregn. Þá loks flaug hann með brezkri her- flugvél til London Ný lífsvon Kviknaði hjá dönsk- um Gyðingum. A.uk Bohrs vildu margir liðsinna þeim Lútherskir biskupar í Danmörku létu biðja fyrir þeim í öllum kirkjum Kóng- urinn neitaði að láta gera grein- armun á þeim og öðrum þegnum. En hvernig átt'i þeir að komast fram hjá Gestapó og yfir til Sví- þjóðar? Það va,-ð danska and- spyrnuhrevfingin. sem skipulagði það með slikum ágætum. að lang- flestir þeírra sluppu., Gegnt Dagmarhúsi, höfuðstöðv um Gestapó í Kaupmannahöfn, rak Mogeiis Staffeldt bókaverzlun. Hann sjáifur, yngri bróðir hans, og tveir vinir, lögfræðingurinn Sven Trueisen og Jens Lillelund, tóku virkan þátt í andspyrnuhreyf ingunni. Þeir hittust þar, skömmu eftir að Gyðingar voru hlaupnir í felur, til að finna einhverjar leið- ir til að hjálpa þeim út úr land- inu. Tii að skensa Gestapo, ákváðu þeir að hafa flóttamannamiðstöð- ina við nefið á þeim, í bókabúð- inni. Sjúkrahús voru ákveðin sem beztu felustaðirrúr. Þaðan gat flóttafólkið fadð með sjúkra- eða leigubifreiðum til sjávarþorpanna Helsingjaeyrar eða Snekkersten, þar sem margir sjómenn voru reiðubúnir að leggja líf sitt í hættu til að sigla með þá yfir sundið. Það fréttist fljótt, að Gyðingum væri hollt að kom .1 í verzlun Staff- eldts. Væru ljóð Ka.i Munks í glugganum. var þeim óhætt að koma inn og bera upp erindið. Sæjust ljóðiri ekki, var hætta á ferðum. Jens Lil.elund nafði verið and- snúinn Þjóðverjum frá því 1940, þegar hann hræka framan í f.vrsta þýzka hermanninn sem marséraði inn í Kanpmannanöfn Þeir þýzku gripu har.n á stunclinni, og fleygðu honum í danskt fangelsi. Eftir nokkra kiukkutíma vai hann kall- aður fyrir danskan varðstjóra, sem sagði: „Ég ætla að láta þig kom- ast undan í petta skipti Það verð- ur enginn vörður við bakdyrnar. En vita skaltu. að mer finnst þú hafa hegðað þér fjarska heimsku- lega.“ Lillelund gat ekki annað en samsinnt Hann >ór þess dýran eið, að næst þegar hann yrði hand tekinn, skvldi það vera fyrir meira en einn hráka fJm nætur gekk hann eftiv götunum og skar rif- ur í hjólbarða þýzkra bila Seinna tók hann þátt í að sprengja upp verksmiðjur, sem t'ramleiddu fyr- ir innrásarmennica. Og nú var hann komrnn í Gyðingahjálpina. Einhverja fyrstu nóttina í nýja leynistaríinu, sótti hann um tuttugu Gyðinga, helminginn börn, í kjallara vinar uns, og fór með þau í bókaverzlumna, þar sem þau áttu að bíða nokkra klukkutíma eftir ferð á skiDsGöl. Fólkið var mjög hrætf og skömmu eftir mið nætti fór eitt barnið að gráta. Það var óhuggandi og hin börnin tóku undir, eitt af öðru. „Hann er mjcg taugaveiklað- ur“, sagði móðir barnsins, sem byrjað hafði. ,,Of‘ gefum við hon- 644 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.