Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1968, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1968, Blaðsíða 17
\ stjórna'ði henni til vorsins 1946, er Ihann sagði skilið við prentverkið. Árið 1940 gerðist hinn síungi öld- ungur ritstjóri Tímarits Þjóðrækn- isfélags íslendinga og situr enn í því virðingarsæti, nú síðari árin ásamt Haraldi Bessasyni prófessor, Segja má, að hann hafi verið trúr „prentsmiðjuloftinu,“ því enn í dag, 92 ára að aldri, skundar hann í prentsmiðjuna og heimtar sínar prófarkir refjalaust. Engin elli- mörk er að sjá eða finna á gamla imanninum, eins og sjá má á um- mælum hans í síðasta árgangi Tímaritsins. Hann segir m.a.: „ . Nei, háttatími er enn ekki kooninn. Aiíslenzkt rit getur hald- ið áfram enn um langan tíma, ef áhuginn ekki slokknar, og hann er enn vakandi ..“ Eigi má gleyma feðgunum frá Minneapolis í þessu „prentaratali“ — Gunnari B. E'örnsson og son- um hans þremur, Hjálmari, Valdi mar og Birni, er allir hafa gert garðinn frægan í Bandarikjunum. Þeir voru ekki einungis prentarar, heldur stundúðu jafnframt háskóla nám, og liurfu síðan til ábyrgðar- meiri starfa í þágu fósturlandsins. Valdimar, fjármálaráðherra, er enn drjúgur liðsmaður í menn- ingarbaráttu íslendinga í Vestur- heimi, og er einn af fáum Banda- ríkjamönnum, sem stöðugt skrifar í Lögberg-Heimskringlu. Hann er dáður ræðumaður meðal Winni- peg-íslendingá; og mætir þar oft á þjóðræknisþingum. Flytur hann ræður sínar á kjárngóðri íslenzku og er hinn áheýrilegasti. Ti undantekninga hlýtur að telj ast, að fimm bræður gangi í þjón- ustu sömu starfsgreinar. Jón Jóns- son Vopni, er um skeið var ráðs- maður Lögberg.', síðar prent- smiðjueigandi og einn af stofnend um Columbia Press, eignáðist fimm syni, er alÞr urðu prentarar, John A. Vopni. f. 1896, Magnús Björgvin, f. 1900. t.dward, f. 1902, ilfred Ha'ldór, . 1906, Richard, f. 1913 Fleiri íslenzkra prentara mætti geta, en þáð bíður betri tíma. íslenzkar bókaverzlanir gleðja ekki lengur augu vegfarenda í Winnipeg eða vekja mönnum for vitni með íslenzkum bókatit.um. En víða í miðborginni — og ef laust viðar — má sjá myndarlegar bókabúðir og almenningsbókasöfn, er mikið virðast sótt. Mesti sægur tímarita, bandarískra og kanad- ískra, er á boðstóluim í búðunum, en bókaútgáfa á mæiikvarða Reyk- víkinga þekkist ekki, enda mun slíkt fyrirbrigði vart finnast neins staðar á byggðu bóli. íslendingar eiga myndarlegt bókasafn I Winnipeg. Er það til húsa i Jóns Bjarnasonar skóla, en svo nefnist húsið enn í daglegu tali, þótt skólinn sé hættur störf- um fyrir nokkrum árum. Að- sókn er sæmileg tvisvar í mánuði, en mest ber þar á öldruðum ís- lendinigum. Ég er því miður ekki nógu fróð- ur til að geta gert íslenzkum bók- sölum tæmandi skn. Örfárra má þó geta, sem ég hef haft spurnir af, er stunduðu þá atvinnugrein. Ólafur S. Thorgeirsson prentari rak um langt árabil bókaverzlun í Winnipeg. Mun bókabúð hans hafa verið einna stærst í sniðum, eins og að líkum lætur, því að tímarit hans og bækur höfðu mikla útbreiðslu. Finnur Johnson, um skeið að- stoðarritstjóri Lögbergs, hafði á hendi bókasölu í sömu húsakynn- um og Davíð Björnssön rak bóka- verzlun síðar um tuttugu ára bil. (Sjá meðfylgjandi mynd). Halldór Bardal, bróðir Arin- bjarnar Bardal útfararstjóra í Winnipeg, átti eitthvað við bóka- sölu, ásamt öðrum nauðsynjum, sem frekar urðu í askana látnar.. Fleiri rnenn fengust við sölu bóka og tímarita, sem að heiman bárust. Meðal annarra Hjálmar Gíslason, bróðir Þorsteins Gíslasonar, skálds og ritstjóra, föð- ur þeirra bræðra, Gylfa Þ. Gísla- sonar menntamílaráðberra og Vilhjálms Þ. Gíslasonar, fyrrv. út- varpsstjóra Ennfremur var Magn- ús Pétursson prentari i Norwood viðriðinn bókasölu í Winnipeg á tímabili. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 641

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.