Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1968, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1968, Blaðsíða 10
Alexander Nejmírok: LANDFLÓTTA Dag eftir dag — aðeins halda í sér líftórunni, gleyma aldri sínum, súpa á tebolla, skattyrða vini sina ástæðulaust, beygður af oki lóslitins frelsis. Tala aftur og fram um Lamartine, Proust, kyssa hæversklega á hendur. Dreyma svo öldugjálp og ungmeyjabros við reykinn af ódýrum vindlingi. Syrgja ættaróðulin, misst fyrir fullt og allt, hlusta eftir löngu þögnuðu sporaglamri, merkja krossi annarra tyllidaga: brúðkaup, barnaskírn, jarðarför .... Lifa — í dauðu Ijósi blekkinga, í skugga ósættanlegra hugarfóstra, hlaupa við fót með blóm síðan í gær til kvöldverðar hjá sinni fölnuðu þokkadís. Troðast í þröng og gljáandi kvöldföt í molluhita síðdegis, skrifa Ijóð stórskálda í vísnabókina, látast ástfanginn og fara snemma heim. Útskúfaður eins og rusl á háalofti; tilgangslaust gervilíf. Og dauðinn kemur. Eins og flækingsköttur mjálmar hann með loppuna á hurðinni. .Halldóra B. Björnsson, íslenzkaði. hana meir. Orsökin var sú, að stýr- ið var hægra megin Sá var háttur konungs að sitja frammi í á öku- ferðum, en hefði hann gert pað í þessari bifreið, he'ði hann orðið að sitja vinstra megin við bílstjór- ann. Og það var óþpiandi niður- læging. Höfðingjarnir austur þar myndu sem sagt hreint ekki reka upp stór augu, þótt athygli þeirra væ -i vakin á því. hve glögg- lega sæti Krists á himnum er á- kvarðað í trúarjátningu kristinnar kirkju. Siðir, af þessu tagi tíðkast líka enn meðal Norðurálfuþjóða, svo að þeir ætíu B.lir að tala háðs- lega um tiktúrur austurlenzkra fursita. Hannes Hafstein lét Friðrik VIII ganga sér við hægri hlið upp bryiggjuna, pegar hann kom hing- að til lancls árið 1907 og ríða sér við hægri hlið á íerðinni um Suð- urland. Sama hátc hafði Hermann Jónasson á, er í*£nn tók á móti Friðriki ríkiserfingja, svo að nokk- uð sé nefnt. Báðir fylgdu réttum eglum við móttöiru konungborins ólks. Á myndum sést líka að fyr- irmenn Breta hér á landi stóðu við vinstri hlið Churehills sjálfs, er hann kom hingað til Reykjavíkur í heimfistyrjöMinni síðari. Fá eru þau tungumól Norður- landalþjóðd, þar sem lýsingarorð það, er haft er um eiginleika örv- hentra, hefur ekki einnig niðrandi merkingu Gjarnast bendir það jafnframt til klaufaskapar, óvissu eða linku. Má þa: minnast dönsku orðanna „kejtet“ og „kejthánde.“ og enska orðsius „left-handed“. Þau enu hreint ekki hlutlausrar meikingar. Þó að það hafi nú oft- ast betri hljóm f eyrum almenn- ings í nágrannaiöndum okkar, þegar talað er um vinstrimenn í stjórnmáLum heldur en hægri- menn, þar eð hinir fyrrnefndu teljast Jýðræðissinnaðri, félags- hneigðari og alþýðlegri, þá hefur sú nafngift vafa^aust í öndverðu ekki verið neitt lofsyrði. Þessi nafngit á xætur að rekja til frönsku byltingarinnar — hinir róttæku nýjungamenn, viðbjóður öllum kmunghoHum mönnum, sem kusu röð og reglu í mannfé- laginu, höðu sæti vinstra megin í þingsalnu n. Meðai engilsaxneskra þjóða sitja stjórnarandstæðing- ar einfaldiega ætíð í þeim hluta þingsalanna, sem er vinstra megin við þimgfoT-setann. Orsökin er auð- vitað sú, að frá öndverðu hafa þeir, sem höfðu töglin og hagld- irnar, valið sér hið góða hlutskipt- ið — þau sætin, sem virðulegri voru. — Samband korunga og annarra pótintáta, sem stóðu ofar lögum og siðaregium, er aðrir áttu að Mta, við frillur sínar var nefnt gifting til vinstri handar. Slíkt var eki hrósvert, hversu háir herrar, sem áttu í hlut, og mátti einungis hafa það í hvíslingum, Annars var mönnum hegnt eins og óorðvarir menn af Skaganum fengu að reyna hér fyrr á öldum í þjóðtrú fjölmargra landa eru ósjálfráðar hreyfingar með vinstri hendi taldar boða itlt, þótt sams konar hreyíingar með hægri hendi boðuðu gott. Sums staðar va-r það jafnvel feigðarboð'. ef menn klæj- aði ákaft á stóru tá á vinstra fæti. Útbreidd var líka sú trú að svein- börn fæddust af sæði úr hægra eista, en telpur, stm voru óvirðu- legra afkvæmi. úr hinu vinstra. Hér á lanöi var því trúað, að sveinbörn kæmu undir, ef konan hallaði sér á hægrl hlið eftir getn- aðinn, en meybrrn, þegar hún hallaði sér á vi.i.^lri nlið. Þá var betra að hafa góða gát á athöfn- um sínum, ef fólk vildi ekki láta hendingu ráða. J Englandi var mörgum iiia við að vera í verki með örvhentum mönnum, þar eð þeir töldust óheillakrákur, sem við búið var, að leiddu eitthvað illt yf- ir vinnufélaga sína IV Kunnara er en frá þurfi að segja, að til skumms tíma hefur verið lagt ofurkapp á að venja örv- hent börn og unglinga af því að beita vinstri hendinni Þessa gætti ekki hvað sízt við skriftarkennslu, o.g mun margur snarpur löðrung- 634 : T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.