Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1968, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1968, Blaðsíða 6
jum ungum náðum við Þeir voru Isettir í kassa og fluttir suður í |slökkvistöðina gömlu. Ég held, að jþessi Arnarbælis.-tofn sé enn á tjöminni. Ofaníbarður í goturnar var sótí ur vestur á Mela, síðan inn að Hó- logalandi, ioks inn fyrir Elliðaár. 'Smátt og smátt var farið að bika göturnar. Tnni við Kennaraskólann gamla var mulningsvél, þar sem grjót úr SkólavórðuriOltinu var mulið allan veturinn Þessu var síðan hrært saman við tjöru úr gassföðinni með sróflu. Fyrst var bikaður Miðbærinn, síðan Lauga- vegur og Hverfisgata Svo var farið að leggja skolp- leiðslur og vatmleiðslur. Ég á minn þátt í þessu öllu. því ég hélt áfram að aka vörubíl hjá bænum til 1942, þegar ég eignaðist eigin bíl og ók í áratugi hjá fyrirtæki, sem annaðist Hitaveituna Ég hef að metnu komizt hjá ó- höppum í umferðinni. Ég var einu 'sinni settur út af i Elliðaárbrekk- unni. Þá var ég að koma með verkamenn ofan frá Reykjum í skýli á vörupaliinu.m Kemur ekki drukkinn maðnf á sex hjóla „trukk“ á eftir mér og ýtir mér af veginum. Mér tókst að forða bílnum frá veltu, en hann rakst svo illa á moldarbarð, að hacn stórskemmd- ist. Skýlið lafði á, en mennirnir köstuðust harkalega til. Allir meiddust eitthvað. tveir illa, en enginn lífshættulega Tvisvai sinnum hef óg misst hjólið undan. í fyrra skiptið var ég með failan bíl af fólki og sak- aði engan. Ég var að koma ofan úr vatnsveitu og var í Ártúms- brekkunni, rétt fyrir neðan Árbæ. Veit ég þá ekki fvrr en framhjólið fer með öllu saman Bíllinn leit- aði auðvitað út af veginum, þar sem hjólið vantaði, en ég righélf við stýrið, þangað til mér tókst að stanza. í hitt skiptið, það var á Suðurlandsbraut fyrir löngu síðan, sá ég allt í einu, hvar hjólið dansaði á veginum undan bílnum. Það var framhjó.ið líka. Hafði spindillinn broínað Árum saman fór ég oft á dag, allan ársins hring, upp að Reykj- um í Mosfellssveit. þar sem hita- veitan var í undi;búningi Þá var á vetrum við stórhríð að glíma. Stundum var langt liðið á nótt, þegar við náðum í bæinn. Ýmist mokað eða mjakast áfram. Farið út að ýta. Lengst held ég hafi ver- ið eina sex tima mörgum sínnum lengur en eðlilegi c-r Þá var blind- bylui’ og rok. EkkL sást nema af og til hvar vegurinn var, en ég hafðl farið þessa leið svo oft, að nærrí lá, að bíllinn rataði sjálfur. Svona nefur ævin liðið. í fjöru- tíu og níu ár hef ég oftast setio undir stýn, eða þá verið að gera eitthvað við vélina Mér líður bezt, þegar ég er kominn i bílinn. En ég er orðinn ósköp þreyttur. Sumir bílscjórar fá í bakið, en ég fékk í handleggina. Stundum hef ég verið ?vo slæmur, að ég hef varla getað klætt mig hjálparlaust. Titringurinn í bílnum hefur eyði- lagt allar taugar Maður á að vera hættur. á þessum aldri 72ja. En þá ætlar skatturinn mann lifandi að drepa. Mér fannst miklu skemmtilegra að vinna áður. Kannski er eg orð- inn of gamall og þreyttur Ég held að þá hafi verið meiri vinnugleði, minni vinnusvik Vissulega var rekið á eftir. Það var ekki eins og núna, þegar verka mennirni,- íara beint niður í Dags- brún og Kvarta ef verkstjórinn segir eitthvað. og hann á þá á hættu að vera sjálfur rekinn. Mað- ur svaf ekki yfir sig á morgnana. Einn vet ir var ég á mulningsvél- inni við Kenn iraskólann. Þetta Framhald á 646. síðu. Póstvagnar að leggja upp frá Reykjavík. Myndin er tekin um líkt leytl og Valdimar kom þangað fyrst drengur með föður sínum. / TfMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.