Tíminn Sunnudagsblað - 19.10.1969, Side 10
FAÐIRINN
— Indriði Þórkelsson
Það gegnir furðu, hve sum
u;m verður ævin verkadrjúg.
Stephan G. Step'hansson er
dæmi um slíkan mann. Annar
er Indriði Þórkelsson á Fjalli.
Hann bjó búi, er nægði til þess
að koma fjölda barna til manns,
hann var afbragðsskáld og orti
til muna, og hann sinnti þing-
eyskum fræðum í þeim mæli,
að hann léft eftir sig á milli
fimmtíu og sextíu bindi hand
rita og afskrifta.
Það hefur auðvitað ekki ver-
ið hrist fram úr erminni að
safna slikum efniviði um þing
eyska mannfræði og þingeyskt
mannlíf og vinna úr sumu að
nokkru leyti. En Indriði á
Fjalli var einbeittur maður og
stöðuglyndur. Hann hóf þetta
verk innan við tvítugt og hélt
því áfram til æviloka. Hann
komst nokkuð yfir sjötugt, svo
að riflega Mlfa öld hafði hann
þetta verk með höndum. Fjór
um sinnum tók hann sig upp
frá búsönn sinni og fór til
Reyikjavíkur til þess að komast
þar í söfn, í fyrsta skiptið fóí-
gangandi ala leið norðan úr
SONURINN
— Indriði Indriðas^"'
Aðaldal. Hann fórnaði hiklaust
hagsmunum sinum fyrir þetta
hugðarefni sitt, þegar heimilis
hagir leyfðu fjarvistir, og samt
mun hann því aðeins hafa kom-
ið svo miklu í verk sem raun
ber vitni, að hann lagði þar við
andvökunætur, líklega æðimarg
ar, líkt og Klettafjallaskáldið.
Indriði á Fjalli axlaði mikla
byrði og gerði með því hvort
tveggja í senn, fullnægði þrá,
sém honum var í brjóst lagin,
og gaf óbornum kynslóðum dýr
mætan arf. En hann gaf líka
þjóð sinni son, sem tók upp
merki, þegar hann fékk ekki
lengur valdið því sjálfur. Ind-
riði Indriðason fékk handrit föð
ur síns að honum látnum og
hóf fljótlega að auka við fræði
hans, fullkomna þau og skipa
þeim niður í kerfi, og mun bó
fyrr hafa verið farinn að búa sig
í stakk tii þess. Nú hefur hann
fórnað starfsorku sinni og hags
munum í tvo áratugi í þágu
þessa sama mólefnis. Ilefur þar
trúlega bæði komið til hin sama
hneigð, nær því köllun, sem
knúði Indriða Þórkelsso.n til
verka, og ræktarsemi hans við
föður sinn og hinn dýrmæta
arf, er hann lét eftir sig.
Ávöxturinn — kannski rétt
ara sagt einn ávaxtanna — er
ritsafn mikið um þingeyskar
ættir. Fynsta bindið kom út fyr-
ir fáum vikum, hálft fimmta
hundrað blaðsíður, en önnur
munu á eftir fara, eftir því sem
Indriði Indriðason fær næði til
starfa. Má öllum vera ljóst, að
á miklu ríður, að það starfsnæði
gefist, því að ekki er á annarra
færi en hans, að séð verður, að
leiða til lykta þetta verk, sem
verður grundvallarrit um alla
mannfræði í einu því héraði
landsins, sem hvað merkileg
ustu hlutverki gegndi í þjóðar
sögunni um eitt skeið.
Nú er ýmsum rithöfundum
lagt upp í hendur mikið fé, svo
að þeir hafi næði sem ákjósan-
legast til ritstarfa. Tveir feðgar
hafa í sjötíu ár fórnað tóm
stundum sínum að verulegu
leyti, og meira til á stundum, til
þess að leggja undirstöðu að
þessu mikla ritverki. Indriði
Þórke-lsson bar aldrei neitt úr
býtum fyrir starf sitt og til
kostnað ne-ma sta-rfsgleðina. Nú
hefur hann legið rúman aldar-
fjórðung í gröf sinni. Indriði
Indriðason hefur starfað upp a
söim-u býti og faðir hans fram
til þessa. Ritlaun, se-m honum
kunna að verða goldin, munu
aldrei verða nema örlítið brot
þess, sem hann hefði hæglega
getað hreppt, ef hann hefði var
ið starfsorku sinni á annan veg.
Það er auðvitað hlálegt rang-
læti, að aldrei skuli hlaupið svo
undir bagga með slíkum mönn
um að nefnandi sé. En þar á
ofan er það heimskulegt, ef
Indriða Indriðasyni verður ekki
fljótlega gefinn kost-ur á því að
helga sig fræði-mennsku sinni
að rnestu og þó helzt öllu leyti.
Það má ekki bíða þess, að hann
gerist aldurhniginn maður, og
veit enginn, hvað kann að glat
ast, ef enn ve-rður bið á því,
að honurn verði búinn starfs-
friður og viðhlítandi afko-ma,
svo að hann þurfi ekki að >óa
tíma og orku í skrifstofustörf,
sér og sínum til lífsfra-mfæris.
J.H.
Grundvallarrit um
þingeyska mannfræði
c.,
-4
826
T 1 M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ