Tíminn Sunnudagsblað - 19.10.1969, Síða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 19.10.1969, Síða 15
ÐáMtið hafði ég lœrt í málinu í Kaupmannahöfn, því að þar lásurn við Pilt og stúlku í sambandi við fyrirlestra dr. Valtýs. Ég man alltaf hver voru mín fyrstu orð. Það var fyrsta morg- uninn heima hjá Friðriki, að Sturla var að leika sér með beitt an hníf — þá fimm ára —, og það var alltaf verið að banna hon- um það, en hann hlýddi aldrei. Þá sagði ég við hann: „Láttu ekki svona, Sturla.“ Honum varð svo mikið um að heyra mig tala íslenzku, að hann henti frá sér hnífnum og hljóp fram og sagði við hvern, sem hann sá: „Hún kann að tala íslenzku." Svo sótti ég fyrirlestra hjá dr. Sigurði Nordal og dr. Alexander Jóhannessyni í háskólanum hérna. Þaðan á ég margar góðar minning ar. Þegar ég heyri talað um hafis, minnist ég alltaf kvæðis Matthías- ar, sem Sigurður Nordal las fyrir okkur: Systurnar stríða henni með því, að h Torfi og Hannibal kæmu til þeirra f ur í Fljótshlíð og vorum á Efra Hvoli hjá Björgvini sýslumanni í nokkra daga. Páll, sonur hans, fór með okkur inn á Þórsmörk og að Ertu kominn, landsins forni fjandi? Fyrstur varstu enn að sandi, fyrri en sigling, sól og bjargarráð. Silfurfloti, sendir oss að kvelja, situr ei í stafni kerling Helja, hungurdiskum hendandi yfir gráð? Svignar Ránar kaldi móðurkviður, knúinn dróma, hræðist voðastríð, stynur þungt svo engjast iður, eins og snót við nýja hríð. Hvar er hafið? Hvar er beltið bláa? bjarta, frjálsa, silfurgljáa? Ertu horfin svása svalalind? Þá er slitið brjóst úr munni barni, björn og refur snudda tveir á hjarni, gnaga soltnir sömu beinagrind. Þá er úti um frið og fagra daga, frama, dáð og vit og hreystiþrótt, þá er búin þjóð og saga, þá er dauði, reginnótt. Ég var líka í tímum í Kvenna skólanum. Um páskaleytið fór ég upp í Borgarfjörð og var í skól- anum á Hvítárbakka hjá Lúðvíki Guðmundssyni. í júnímánuði kom til íslands vinkona mín, dr. María Simon Thornas, sem skrifaði siðar mikla bók — doktorsritgerð — um fiskveiðar Hollendinga við ísland og viðskipti þjóðanna á seytjándu og átjándu öld. Við ferðuðumst miikið um sumarið. Við fórum aust Bergþórshvoli og Hlíðarenda. Það var skrítið að koma í lítinn og lágreistan sveitabæ, eins og Hlíðar- endi var árið 1928, Maður hafði alltaf verið að ímynda sér heimili söguhöfðingjanna svo stór og fjöl menn. — Þið hafið farið víðar? — Já. í júnímánuði var ég um tíma í sumarbústað Friðriks Jóns sonar í Norðurárdal, en þegar vin- kona mín kom hingað, fluttum ún yrSi fijót að koma á sættum, ef klaustrið. við okkur að Hreðavatni, og þaðan fórum við tvær saman um Dal ina á söguslóðir Laxdælu. Til Ak- ureyrar og í Mývatnssveit fórum við líka — það komumst við lengst. Þá urðum við samferða van Hamel prófessor, en hann hafði verið í Arnarholti hjá móður Torfa Hjart arsonar tollstjóra, sem var leið- sögumaður prófessorsins. — Gætir þú sagt okkur svolít ið frá þeirri ferð? — Við fórum ríðandi yfir Holta vörðuheiði, en fengum bíl til Blönduóss, þegar norður yfir kom. Svo fengum við bíl með okkur austur á bóginn, og hann komst lengra en nokkur bíll hafði kom izt áður- Þetta þótti tíðindum sæta. En í rúmið komumst við ekki fyrr en komið var langt fram yfir miðnætti. Daginn eftir feng um við svo sex góða hesta og fylgdarmann til Akureyrar. Veðr- ið var með afbrigðum gott, alltaf sólskin, og ferðin til Akureyrar og í kringum Mývatn var hin skemmti legasta. Ég á margar gleðiieg ar minningar frá þessu ári. — Svo kemur þú aftur til ís- lands 1931? — Já, þá komum við, ég og vin kona mín, dr. María Simon Thom as, aftur til íslands. Þá fórum við til ísafjarðar, því að ég var að þýða smásögu eftir Guðmund Hagalín, Neshólabræður, úr sögu- safni hans Veður öll válynd. Ég þurfti að tala svolítið við Hagalín um þýðinguna. Þá kynntist ég Hannibal Valdimarssyni. Það vildi Frar», Bld á 838. síðu. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 831

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.