Tíminn Sunnudagsblað - 19.10.1969, Page 17

Tíminn Sunnudagsblað - 19.10.1969, Page 17
Nýleg dys skammt utan við þorpið t Kúlúsúk. frdíar slitrótfar. Heimurinn er þeirra, og ég horfi út um giugg ann á grá skýin og þokuna, sem umlykur flugvélina. Þetta minnir helzt á tilbreytingarlaust málverk eftir einhvern abstraktmálara, sem hefur gleymt rómantíkinni heima hjá sér. Efcki sér til sólar, þótt Við séum komin í fjórtán þúsund feta hæð — ekkerf nema látlaus rigning og endalaus ský. Kannski það rigni nú líka í Kúiúsúk? En skyndilega fljúgum við út úr þessu þykkni. Fyrir neðan okk ur virðist þó samfelld skýja breiða, og á víð og dreif rísa bólstrar, sem taka á sig furðu- iegustu myndir. En nú sér til sól- ar. Þegar við höfum flogið rúm lega háifa aðra klukkustund, greiðist skýjabreiða skyndilega sundur, og fram undan biasir við hrikaleg strönd fyrirheitna iands- ins. Við ná'lgumst ströndina, vél in lækkar flugið og lætur illa. Það er hvasst og öldurót á sjón um fyrir neðan okkur, og nú sjá- um við líka hafís. Myndavélar eru á lofti, og allir virða fyrir sér snarbrött fjöllin og mikilfenglega ströndina. Menn velta því fyrir sér og spyrja hvern annan, hvort ísinn, sem þarna er, eigi ef til vill eftir að hrella okkur með ná vist sinni í vetur, Því getur eng- inn svarað. Ublendingarnir, sem í hópum eru, virðast yfir sig hrifnir af því, sem fyrir augun ber. Og nú eru farþegar beðnir að spenna á sig beltin, og brátt rennir flugvéliii sér niður á flugvöllinn í Kúlúsúk. Stjórn Viktors Aðalsteinssonar er örugg- Við erum komin til fyrir heitna landsins og höfum skilið rokið og rigninguna eftir í Reykjavík. Það virðist þykja miklum cíð- indum sæta meðal Eskimóanna, þegar flugvélin lendir. Þeir flykkj ast að, en fjölmennust er þó yngsta kynslóðin. Eftirvænting þeirra, þegar þeir taká á móti þessum risafugli og fólkinu, sem hann flytur, er ekki minni en okkar, sem komum til þess að horfa á land þeirra í nokkrar klukkustundir. Börnin þjappa sér saman við stigann með alls kyns heimatilbúinn varning, sem þau vilja endilega selja okkur. Margt af því er mjög smekklegí, en betra er að fara varlega í kaupin svona fyrst í stað. Verðið virðist í fljótu bragði vera nokkuð hátt. Land er þarna býsna hrjóstr ugt og alls ekki sumarlegt um að litast. Gróður er l'ítill, snjór í fjöllum og ís á firðinum. Hitinn var aðeins þrjú stig, en logn var og fallegt veður. í rauninni er furðulegt, að fólk skuli geta búið á þessari hrjóstrugu ey. En ekki verður annað séð en það uni hag sínum hið bezta. Þó mætti ætla, að lífsbarátta þess væri hörð. Þegar allir eru komnir út úr flugvélinni, hefst gangan til þorpsins — gangan inn í fortið- jna. Þetta er klukkustundar ganga. Það er allmyndarlegur hópur, sem leggur af stað, og for- ystu hefur Björn sagnfræðingur Þorsteinsson, sem þarna er öll um hnútum kunnugur, þvj að hann er margbúinn að fara þeíta með ferðaimannahópa. Bráðlega tognar úr lestinni, því að þejía er allerfið ganga. Margir dragast aft ur úr. Um vegleysu er að fara, yfir holt og hæðir, og sums stað- ar verður að stikla mýrar og len og jafnvel klifra kletta. Þetta er þó í sjálfu sér ágæt heilsubótar ganga hraustum mönnum. En gömlu fólki er þetta ekki neinn hægðarleikur. En menn hafa mik- inn hug á að komast þetta, og enginn snýr aftur. Þegar við erum um það bil hálfnuð til- þorpsins, sjáum við undarlega sjón: Það eru tveir krossar, og Björn Þorsteinsson stöðvar hópinn og segir okkur, Pegar nær kom. þorpinu , fjölgaði hvítu krossunum. T t M I N N SUNNUDAGSBLAÐ &33

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.