Tíminn Sunnudagsblað - 19.10.1969, Page 22

Tíminn Sunnudagsblað - 19.10.1969, Page 22
KVEÐJA AÐ NORÐAN Framhald af 825, siíiu. eysku dalanna, gróðurilmur heið- anna, niður árinuar eílífu. er hníg ur svo hóglega millum blóm- skrýddra bakka fram með túnfæt- inurn á Halldórsstöðum —allt þetta hóf söngvana hennar Lissýj ar til himins. Hefurðu lesið ljóðin og sögurn- ar hennar Huldu, Unnar Benedikts dóttur frá Auðnum? Skyldi nokk- ur hafa kveðið mildari, ómþýðari lofsöng sínu heimalandi og æsku- slóðum en hún? Niður árinnar lék henni við huga, þótt spor hennar lœgju brott frá ilmgrösum heima landsins í Laxárdai. Svo gef ég upp rabbið að sinni, en sendi þér — hver sem þú ert •— kveðju mína, og enda spjallið með tveim visum úr kvæði Huidu — Gefðu mér jörð. Hefur nokkur flutt mildari bæn en skáld'konan frá Auðnum gerir hér? Gefðu mér lind og lítinn fugl, sem ljóðar um drottins frið, á meðan sólin á morgni rís við mjúklátan elfarnið. Kyrrlátan dal með reyr og runn, rætur og muid og sand. Sólheita steina, ber og barr, — blessað, ósnortið land. í KARMELKLAUSTRINU Framhald af 831. síöu. þannig til, að Hagalín ætlaði að ganga með okkur Maríu inn í Súðaví'k, en honum þótti veðrið heldur vont og fékk Hannibal, sem þá var kennari á ísafirði, til þess að fara með okkur. Einar gátum við tæpast farið, þvi að við vorum svo óvanar að ganga fjallvegi. Þeg ar verkföll eru hérna, þá stríða systurnar mér alltaf. Þær segja, að nú sé bezt að f'á þá Torfa og Hannibal til okkar, og svo geti ég séð um samningana, úr því að þeir eru báðir gamlir kunningjar mín- ir. Þegar ég kom heim til Hollands, gerðist ég skjalavörður og sögu fræðingur í Rotterdam. Árið 1953 ákvað ég svo að gerast kaþólsk. — Hvað olli þeirri ákvörðun þinni? — Það er erfitt að lýsa því í fá- um orðum. Ég héid, að þetta hafi verið eins konar köllun — köllun til klausturlífsins. Maður fæ>' ómót stæðilega þrá til þess. En ég get auðvitað nefnt nc-kkur ytri atvik, sem stuðluðu að þessu, til dæmis umgengni við kaþólska vísinda menn, sem ég bar mikla virðingu fyrir, aukna þekkingu á sögu kirkjunnar og helgisiðum og margt fleira. En fyrst og fremst var þetta köllun: Augun voru mér opnuð. Ég var þá ekki bundin neinni kirkju. Foreldrar mínir voru af kalvínskum ættum. En þau voru mjög frjálslynd og létu bórn sín velja sér kirkju sjálf. Ég hafði ekki verið skírð, fyrr en ég gerðist kaþólsk, orðin mðaldra. Samt sem áður hafði ég alltaf mikinn áhuga á trúmálum og fór oft í kirkju. Á meðan ég var í Reykjavík fór ég næstum á hverjum sunnudegi til messu í dómkirkjunni. Ég kynntist Jóni Helgasyni biskup og séra Bjarna Jónssyni og heim- sótti stundum fjölskyldur þeirra, sem voru mér flijög umhyggjusam- ar. Nú orðið er það mesta áhuga miál mitt, að allir kristnir menn sameinist og fólki verði leyft að vera til altaris, þar sem það vili. Við vonum innilega, að sameining armál kirknanna sé kornið á réttan rekspöl, og helgum því margar góðar fyrirbænir. ★ Samtalinu er lokið. Við þökkum þeim systrum Miriam, Josefu, Agnesi, Martínu, Katrínu, Máriu og Teresu og síðast en ekki sízt systur Ólöfu góðar móttökur. KRING UM TRÖLLATUNGU Framhald af 823. siSu. Það er og enn sagt, að hann væri í selslíki, alloft, og biti svo mjög fætur undain æðarfuglinum, að ná iega þyrri varpið með öllu. En er Einar Jónsson bjó á Kollafjarðar- nesi, er síðar varð dannebrogsmað- ur og var búhöldur hinn mesti og mikiihæfur, er sagt að tæki ráð það að senda eftir þeim manni, er Sveinn hét, Eiríksson, kallaður fjöl kunnugur. Bjó hann á Felli í Tré kylilisvík, var þar upp alinn og þá ungur að sagt var, en síðan bjó I Lausn 34. krossgátu hann á Eyjum. (Séra Jón Guðna- son, sem gðfið hefur út Stranda- mannasögu GíSla, með mjög mikl um leiðréttingum í aettfærslum og fleira, segir, að í Árnessókn sé engan Svein Eiríksson að finna um þessar mundir, og muni sögnin eiga við Svein Eiríksson á Felli í Kollafirði, fæddan 1772, dáinn 1851). En fy-rir því, að menn köl'luðu Bessa svo ramtega útbúinn, átti Sveinn allerfitt við hann að fást. Þó gat hann siævt hann svo nokk- uð, að aftur skánaði varpið, með dugnaði Einars bónda. Hafði Daði Níelsson frá Kleifum (Daði fróði) heyrt sögu þessa, er hann var vist- um í Strandasýslu. Það segja og Strendir, að Þórdís, kona Einars dannebrogsmanns, flengdi oft bæ- inn innan, alllan daginn, með hrak- yrðum við Bessa draug, og yrði þá aldrei vart við hann nóttina eftir“. Athugasemd Vegna mistaka við teikningu, sem leitazt var við að gera eftir gamalli lýsingu á Miklagarðskirkju 1 Eyjafirði og birt var í 34. tölu- blaði Sunnudagsblaðs Tímans, vil ég taka þetta fram: Lýsingin er í vísitasíubók frá 1851, og er kirkjan sögð með „torf- þaki“. En veggirnir voru ekki úr torfi, því að þetta var timburkirkja. Seinna fóru fram verulegar breyt- ingar á þessu guðshúsi. Sett var á það annað þak, gluggum breytt og fleira. Undir það, að Miklagarðs- kirkja var rifin, bar hún að litlu leyti sína upprunalegu mynd. S.G.S. R'OJt 'O L fl & ft li J? fl ONA M oi fí S S A K S K t> L U KfiR fi O S n I C li A ft L £ S T O fi T ’AK haukak fif fioe ir A u R fl n / /? 3 K UK p F S 2> 'fl -s fl O R s i , L fl U s r flK n AO'fl L ' E L u R fi P fl A L fiP A S £ r h N K 'fl £ L U K T Ý T7 9 fl K N K Y 7 I 0 e ’o S'fl N fi S K A L T N fl N KARSKI H'A l f l fi K A fi 'O I 7 $ o t n r l e i t Sfljifi G G fi n L I / L A * 838 T f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.