Tíminn Sunnudagsblað - 30.11.1969, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 30.11.1969, Blaðsíða 4
SéS inn Ðreiðdal. Liósmynd: Þorsteinn Jósepsson. Mtin gæta túnsins þar til Muk'kan fimm að morgni. Þá mátti ég fara að sofa og vitanlega að vera þá nýbúin að reka allar skepnur ræki- lega frá. Nótt þá, sem kemur hér við sögu, var sérstaklega milt og gott veður, en skuggsamt um lág- lendið. Ég var búin að vera úti mestalla nóttina og stugga skepn unum rækilega frá. Fór ég þá inn í stofu, sem var vinstra megin við innganginn. Þar áttum við a'ð halda til á nóttum, þvi að þar var lát- inn matur á borð fyrir okkur að kvöidi. Þetta hressti mann og bægði frá svefni, að minnsta kosti meðan á máltíðinni stóð. Tók mig nú samt að syfja, þegar ég hafði borðað nægju mína. Fór ég þá út til þess að sópa hlaðið. Hafði til þess stóran hrísvönd, sem notað ur var til þeirra hluta, því þá voru engir strákústar komnir. Brátt fór af mér aliur svefn og hugðist ég ljúka þessu verki áður en ég færi að sofa. Vildi hafa hilaðið fínt, þegar fólkið kæmi á fætur. Kálgarður var fyrir miðju hlað- inu og fjóshlaðan öðrum megin við hann, en þó var mjótt sund á mil’i. Mig fór að verkja í bakið, rétti mig upp og fór að skima í kring um mig. Sé ég þá að stelpa á reki Elísabet Stefánsdóttir Kemp: Kynnimín af Tóarsels-Skottu, Þor geirsbo/a og Miklabæjar-Solveigu Undirrituð fæddist í Jórvík í Breiðdal eystra 19. nóv. 1888 og Ólst þar upp. Foreldrar mínir voru Stefán Jóhannesson, bóndi þar og um tima Austurlandspóstur, og fyrri kona hans, Mensaldrína Þor steinsdóttir. Faðir minn var af hinni svo kölluðu Tóarselsætt í Breiðdal. Ætt þeirri átti að fylgja stelpu- væfia, sem ataennt var kölluð Tóarsels-Skotta. Þess skal getið, að ég var yngst af' börnum föður míns. Var ég látin váka yfir tún inu aðra hverja nótt, þegar ég var j átta ára. Þá vf>ru engar girðingar og var þetta þvi óuimflýjanlegt. Þetta mun hafa verið sveitasiður um land allt. Þá bjó í Tóarseli móðurbróðir föður míns, Jón Guðmundsson söðlasmiður. Elzta dóttir hans hét Anna. Iíún var harðdugleg og þá orðin fuMorðin. Var hún því oft þarna á bæjunum í sveitinni tíma og tíma við ýms störf, þegar vant- aði fóik. Næsti bær vestan við Jór vtítk eru Höskuldsstaðir. Þar var Anna oft í vinnu. Faðir minn vildi, að allt heim ilisfóikið væri komið til náða klukkan eUefu að kvöldi, en ég var við mig kemur hlaupandi meðfram bálgarðsveggnum og stefnir á hlöð una og síðan áfram samsíða hlöðuveggnum. Um leið og hún skauzt fyrir hlöðuhornið, veifaði hún til min með hendinni, jafn framt því sem hún snaraðist inn í hlöðuna, sem var þó lokuð. Stelpa þessi var á mólitum kjól með hvítleita svuntu, en með ljós- leita skýlu yfir höfðinu. Mér verður nú ekki um sel. Þótt ist vita, að þetta væri Tóarsels- Sikotta, því að svona hafði ég heyrt henni lýst. Fleygði ég nú frá mér vendinum og hljóp inn að rúmi TllillNN SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.