Tíminn Sunnudagsblað - 30.11.1969, Síða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 30.11.1969, Síða 19
I í útlegtS. Kona mín og dætur dáð- ust að honum. Hvað mig snerti, óskaði ég þess oft, að honum fynd- ist ekki ó'hugsandi að búa í Basel eða Ziirich. En auðvitiað hefðu Svisslendinigar eikki veitt honum hæli. Af því að vesalings Sigefried gat efcki farið ferða sinna, varð hann taugaóstyrkur. Hann ritaði bók um málarann Griinewald. Hann var vanur að lesa handritið upphátt fyrir dætur mínar. Við brenndum handritið seinna vegna þess, að við þorðum ekki að geyrna það. Auðvitað varð Sigfried ástfang- tnn af konunni minni og dætrum. Það var óhjákvæmilegt. En vitan- lega var hægt að treysta honutm. Hann var samvizkusamur maður. Eigi að síður var það mjög hættu- legt vegna þessara unglings- ftúlkna í húsinu, þar sem þjóðar- lögin voru gegn Gyðangum, eink- sm lögin um kynblöndun. En ég Iteld, að hættan, sem við vorum itödd í, hafi þegar verið orðin svo tnikil, að þetta hafi ekki valdið okkur áhyggjum. Ég gekk í flokkinn mánuði eft- ir að Siegfried settist að hjá okkur. Jafnvel Siegfried gat ekki fengið mig ofan af þvi. Ég hélt, að grun- ur myndi ekki falla á mig, ef ég væri i flokknum. Þá gæti óg veitt Siegfried hæli. Mig langaði líka til að halda embætti mínu. Svo gerði ég þetta að nokkru leyti vegna barnanna. Þegar stríðið hófst, urðum við enn áhyggjufyllri. Einu sinni kom húsvörðurinn til að skoða íbúðina vegna eldhættu í loftárasum. Bella faldi aumingja Sigfried í fötunum í búningsherberginu, sem var mn af svefnherberginu okkar. Það var lítið og gluggalaust, varla stærra en skápur. Vörðurinn tök ekki eft- ir neinu óvenjulegu. Sama kvöld spurði ég Siegfried, hvort hann vildi ekki reyna að flýja til Sviss. Hann bað miig tafarlaust um eitur. Það var daginn, sem Hitler gerði innrás í París. Það lá nærri, að við Siegfried lentuom í handalög- máli, en að rifrildinu loknu gát- um við varla varizt gráti. Allan þennan tíma komu vinir dætra okkar oft að beimsækja þær, bæði piltar og stúlkur. Her- bergi Siegfrieds var vitanlega allt- af læst. Eiiiu sihni vorum við hætt komin. Ungur maður, sem hafði barizt í Rússlandi og fengið hjarta- sjúfcdóm, las um þessar mundir listsögu við háskólann okkar. Hann biðlaði til alra systranna og bar upp bónorðið með því að biðja um hönd þeirra, eins og gert var í fyrri daga. Hann byrjaði á þeirri yngstu, en Gústa gerði honum fljótt skiljanlegt, að hún vildi gift- ast manni með heilbrigt hjarta. Vesalings stúlkurnar — nú eru varia til ungir menn í Þýzkalandi. Edit hryggbraut hann einnig að lokum. Þá fór hann til Maríönnu. Henni þótti eiginlega vænt um hann, en hún gat ekki tekið end- anlega ákvörðun. Kvöld nokkurt kom hann og sagðist hafa rekizt á efni til að skrifa um doktorsritgerð. Hann ætlaði að Skrifa um Altdorfer og hafði einkum í hyggju að rífa í tætlur bók um Altdorfer, sem rit- uð var af Gyðingi að nafni Sieg- fried Rosen. Við gegndum þessu auðvitað engu. Hann leit á okkur með einkennilegu augnaráði og spurði, hvort við könnuðumst við bókina eða höfundinn. Ég féfck hjartslátt, og Be'lla föln- aði. Stúlkurnar reyndu að breyta um umræðuefni. En hann fór aft- ur að tala um Altdorfer og Sieg- fried Rosen. Hann kvaðst ætla að þurrka manninn út — hann hat- aði bókina. „Kannizt þér alls ekki við þessa bók?“ spurði hann mig lræðnis- lega. Eg muldraði, að ég þekkti hana ekki, en Altdorfer væri mikill mál- ari. Þá gekk ungi maðurinn að bóka- skápnum og tók fram bók. Við urðum öll skelkuð, þegar við sá- um, að það var bókin eftir Rosen. Hann hafði gefið mér hana árið 1939 með þessari áletrum: „Til hins kæra vinar míns, Arthurs Pflaums“. Ungi maðurinn lagði bókina frá sér, eins og hann væri annars hug- ar, bað okkur afsökunar og gekk út úr herberginu. Við héldum, að hann æfclaði inn í snyrtiherbergið. Konan mín spurði: „Maríanna, neitaðirðu honum?“ „Já, núna í dag“, svaraði hún. „En hann sagði, að það væri ekki lokasvar. Ég yrði að hugsa mig um í þrjá daga. Ég samþykkti það að lokum til þess að gera hon- um þetta auðveldara“. „Jæja, við höfum þá þriggja daga frest?“ sagði konan mín. Þá heyrðum við utan úr forstof- unni, að barið var á einar dyrnar og kallað: „Opnið. Opnið undir eins! Opnið eða við skjótum“. Við hlupum öll fram. Þar stóð ungi maðurinn fyrir framan læsta herbergið, barði með hnefunum á hurðina og hrópaði. Við þutum til hans og drógum hann frá hurðinni. Hann var ekki sterkur. Þetta var veikbyggður, ljóshærður piltur með stór horn- spangagleraugu og örlítið yfir- skegg. „Hvað gengur að yður?“ spurði ég. „Það er einhver í herberginu", hrópaði hann. „Það hnerraði mað- ur þar inni“. „Ég hnerraði í borðstofunni“, sagði óg. „Þjáist þú af ofheyrn- um?“ Maríanna og Gústa tóku hvor undir sinn arm hans og leidrlu hann inn i borðstofuna, rólegar en ákveðnar. „Hvers vegna er þetta herbergi alltaf læst?“ spurði ungi maður- inn konuna mína. En áður en henni gafst ráðrúm til þess að svara, spurði hann, hvort ég gæti lánað honum bók Rosens nm Alt dorfer. Þér vitið, kæri herra Laufer, að ég er háttsettur dómari, en á þess- ari stundu braut ég samt heilann um, hvemig ég gæti losnað við þennan unga mann — án þess að verksummerki sæjust. Til allrar hamingju var ég ekki með vopn á mér, og ég gat enn gert mér ljóst, að erfitt mundi verða að flytja burt lík úr íbúðinni. Ég hélt, að ungi maðurinn ætlaði að fá bók ina eftir Siegfried til þess að kæra mig fyrir að hafa geymt í bóka safni mínu bók eftir Gyðing með áritun höfundarins. En ég skeytti ekki um það. Ég áleit, að hann vissi, hver var í læsta herberginu. í sama bili hringdi dyrabjallan. Við stukkum öll á fætur. Gústa hrópaði: „Opnið ekki dyrnar!“ „Á ég að fara til dyra?“ spurði ungi maðurinn. Hef ég nefnt nafn hans? Hann hét Fritz Strachow. „Ég skal gera það“, sagði ég. Fyrir utan voru þrír vinir dætra minna, nemandi í tæknlskólanum, varaliðsforingi og ungur skurð. læknir í borgarsjúkrahúsinu. Gústa hafði boðið þehn heim, en alveg gleymt því. Ég bjó til púns, og við áttum T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 979

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.