Tíminn Sunnudagsblað - 30.11.1969, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 30.11.1969, Blaðsíða 13
s-eptömber 1910. Því má bæta við, að þetta er raunverulega fyrsta almenna sjúkrahúsið, sem íslend- ingar eiga sjálfir, því að St. Jósefs- spítalinn og frönsku sjúkrahúsin voru auðvitað í eigu útlendinga. Og þetta bar vott um óvenjumik- inn stórhug eins og allt var í pott- inn búið á þeim árum. — Hverjir voru helztu for- göngumenn þessa mikla fyrirtæk- is? — Helztu hvatamenn að þess- ari framkvæmd voru Klemens Jónsson Iandritari, Björn Jónsson ritstjóri og síðar ráðherra. Sighvat ur Bjarnason bankastjóri og svo síðast en ekki sízt Guðmundur Björnsson landlæknir, en hann mun hafa verið fremstur í flokki í þessu þjóðþrifamáli, svo sem í mörgum öðrum. — Og svo hefur ríkið strax tek- ið að sér reksturinn, eftir að búið var að korna húsinu upp? — Nei. Ekki var það nú. Það er þrettánda nóvember árið 1906, sem stofnað er í Reykjavík Heilsu- hælisfélagið, og það er það, sem kemur húsinu upp og rekui hæl- ið fyrstu árin — til ársins 1916, að ríkið tekur við. — Og byggingarkostnaðurinn? — Húsið fullbúið, með husgögn um og áhöldum, koslaði rétt um þrjú hundruð þúsund krónur. Ekki myndi það þykja mikil upp- hæð nú, en vera má þó, að við séum ekki mjög vel dómbærir á peningagildi á þessum árum — Nú. Þá vitum við í stórum dráttum byggingarsögu Vífilsstaða hælis, en getur þú sagt méi, hve margir sjúklingar eru búnir að liggja hér frá fyrstu tíð til þessa dags? — Þeir eru einhvers staðar á milii sjö og átta þúsund. — Og dánartalan var há, eink- um framan af, var það ekki? — O-jú. Þvi miður. Og það var sárast af öllu, að það var fyrst og fremst yngsta og efnilegasta fólk- ið, sem dó. Flestir þetta frá tvítugu til þrítugs. En sem betur fer hefur þetta tafl nú snúizt gersamlega við, því að nú eru berklar ekki fram- ar þjóðfélagslegt vandamál. Það er meira að segja orðið mjög svo sjaldgæft, að menn deyi úr berkl- um. Nú hafa íundizt lyf gegn berkl um, og þau eru svo örugg, að næstum allir, sem þau eru notuð við, læknast. — Hvenær fundust þessi undra- lyf? — Fyrsta lyfið, sem notað var, var tekið í notkun í marzmánuði 1944. Það heitir P.A.S. og upp- hafsmaður þess var Jörgen Leh- mann, yfirlæknir á rannsóknar- stofu Sahlgrenska sjúkrahússins í Gautaborg. Hann lifir enn og vinn- ur af fullum krafti að rannsóknar- störfum í Gautaborg. Og hann væri alveg áreiðanlega búinn að fá Nó- belsverðlaunin fyrir uppgötvun sína, ef hann hefði verið búsettur í Stokkhólmi. Síðan hafa komið mörg önnur ágæt lyf, jafnvel nú hin allra síðustu ár. — Það er sem sagt bjart fram undan á þessu sviði læknisfræð- innar? — Já, já. Ef sjúklingur er ekki dauðvona, þegar hann kemur und- ir læknishendur, og ef hann tekur lyfin og þolir þau, þá læknast hann. — Við vorum að tala um Svía. Þú dvaldist lengi með þeim, var það ekki? — Jú. Ég var þar í tíu ár. — Og hvar í Svíþjóð varst þú? — Ég var á ýmsum stöðum, en lengst í Gautaborg. — Og hvernig eru Sviar? Er það satt, að þeir séu svona afskap- lega þurrir á manninn. eins og margir segja? — Nei. Þei-r eru bara kurteisir. — Og kurteisi þeirra liggur kannski ekki hvað sízt í afskipta- leysi? — Já. Þeir eru mjög háttvisir og lausir við að grennslast fyrir um hag náungans. Af því hafa þeir líklega fengið á sig þetta þurr- leikaorð. — Fannst þér erfitt að kynnast þeim? — Já, að vísu. Þeir eru yfirleitt seinteknir og nokkuð formfastir í umgengni, en þeir eru mikiir vin- ir vina sinna. — Er þá ékki mikil reglusemi í daglegum háttum hjá þeim? — Jú. Afarmikil. Þeir fara snemma i rúmið og snemma úr því, og þeir vinna geysilega mikið — Mér sýnist, að við hérna heima gætum ýmislegt af þessu lært. En hver finnst þér annars mestur munur á fslendinigum og Svíum, svona yfirleitt? — Ja, það er nú margt. Annars eru Sviar bæði líkir ofekur og ólik- ir. HRAFNKELL HELGASON yfirlæknir á VífHsstöðum. — Hvað finnst þér þeir helzt hafa fram yfir okkur? — Þar vil ég fyrst til nefna þeirra miklu reglu, þvi nær á öllum sviðum, og svo þmn stranga aga, sem mótar allt þjóðlíf þeirra. Hugsaðu þér til dæmis, að þú vær- ir á ferðalagi í bil þar í landi, og að þér yrði það á í gáleysi að kasta bréfsnuddu út um bílgluggann. Þú mátt eiga það vist, að næsti bíll á eftir þér skrifar upp bilnúmerið þitt og kærir þig fyrir tiltækið. — Þetta held ég, að muni gleðja mennina hérna, sem bjuggu til slagorðið: Hreint land — fagurt land! — Já. En ósköp er ég nú hrædd- ur um, að þetta yrði erfitt í fram- kvæmd hér á landi. — Hvers vegna þá það? Er skap gerð þjóðanna svona ólík? — Ekki held ég það. Ætii það sé ekki heldur herþjónustan. sem hefur lamið inn í þá agann. — Þarna fórstu illa með mig. Ég hef aldrei getað skilið, að her- mennska gæti haft nokkurn ein- asta kost í för með sér. — Já. Það skil ég mætave), og mér finnst manndráp ekki nauð- synleg íþrótt, en hitt er þó engum efa bundið, að margir mannast í herþjónustu. — En svo að við vikjum frá her- mennsku og heraga: Hvernig er að vera íslendingur í Sviþjóð? — Það er alveg ágætt. ávíar r I M I N N SUNMUDAGSBLAÐ 973

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.