Tíminn Sunnudagsblað - 08.03.1970, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 08.03.1970, Blaðsíða 7
mfn foöm mæti góðu útl i veröld- inni“, sagði frúin. Séinnia bjuggum við saman þrír félagar í tveim. herbergjum í ísíyröri Vatnsgötu 13. Gestur Ólaís- son, bekfcjanbróðir minn, ias nátt- drufræði, en binn sambýlismaður- ínn, Guðjón Sigurðsson, nam bak- araiðn. Oft var gestkvæmt og glað- vœrt. Það er nxjög vorfagurt við vötnin, þegar sýrenur, guHregn og hestakastaníutré standa í hlóma. í Holbergsgötu 4, rétt við kon- unglega Ieikhúsið naut ég fríbúðar- vistar Dansk-íslenzka félagsins vet- urinn 1933, er fjögurra ára styrk- urinn var útrunninn. Þarna bjuggu löngum tveir íslenzkir stúdentar samtímis í tveim samlægum herbergjum á fjórðu hæð. Féiagar mínir urðu iþrír hver á fætur öðr- um þennan vetur, en hurfu smám saman heim til starfa. Hinn fyrsti, Albert Sigurðsson, fjölfróður Borg firðingur, las þá grísfcu að mig minnir. Annar, Gústaf A. Ágústs- son úr Hrísey, lagði stund á stærð- fræði og var auk þess skákmaður góður. Sá síðasti, Kristinn Péturs- son úr Dýrafirði, myndhöggvari og málari, var þá að Ieggja síðustu hönd á íslenzkar þjóðsagnamynd- ir, sem ég var hrifinn af. Næstu vetur bjó ég einn, fyrst í Vindagötu 18, rétt hjá grasagarð- inum mikla og grasasafninu, og var stutt að bregða sér í Kongens Have og gömlu vfggrafagarðana. Næst varð Reyrhólmsgata 18 fyrir valinu, rétt við vötnin. Þar bjó ég í bláa herberginu fyrir 35 krónur á mánuði. Það var fegursta og dýrasta herbergið mitt í Höfn og hið eina, þar sem bóndinn virtist ráða rikjum. í Schackgötu 5, rétt við Örsteds- garðinn, bjó ég um skeið. Þar var húseigandi glaðlynd, roskin kona — sú langfyrirferðarmesta, sem ég hef séð. Rúmið var i sama stíl, ærið stért og bæði undirsæng og yfirsæng afarþykkar, þungar og heitar. Maður var lengi að síga dýpra og dýpra I undirdýnuna á kvöldin. Síðasta Hafnarvorið bjó ég í Ryesgötu 14, handan vatnanna. Bergþóra systir mín og maður hennar, Þorgeir Sveinbjarnarson, dvöldust þá í Höfn og voru í sama húsi. Einn sumartíma átti ég heima I búnaðarskóla úti í Lyngby og naut þá fræðslu í plöntusjúkd óm atil- raunastöð danska ríkisins. Ekki vildi skólastjórinn taka við neinni húsaleigu, og fæði fékk ég gegn vægu gjaldi. Oft varð mér reikað um Prinsessustíginn og fram með Lyngbyvatni, er Þar fagurt og mik- ill gróður og fuglalíf — og er þó meira við Furesöen, eins og ráða má af kvæðinu Svíf þú fugl, (Flyv, fugl, flyv over Furesöens vove.). Margir Hafinarbúar leggja leið sína að vötnunum um helgar og út í skógana — Gilsskóg, Héraskóg og Tí'gulskóg, Konungslundinn og fleiri skóga. Kristinn Pétursson og Siguríiur Þórar- Insson í Fælledparken 1932. Eitt sumarið tók ég þátt í haf- liffræðilegu námskeiði norður f Friðrikshöfn. Þar íengum við fisk líkan þeim íslenzka að gæðum. Viðurkenndi hinn skemmtilega skrifandi Lieberkind það fúslega, en þótti samt skelfiskur meira lostæti. Það var glatt á hjalla á leiðangursbátnum og við fjöru- skrapið. Einn kom þangað í aflóga sjakketbúningi og með harðan kúluhatt. Margt er sér til gamans 'gert. Hinir foi'mlegu veitingastaðir, Himnaríki og Helvíti iétt hjá Garði, voru ekki lengur í tízku, og Hroðinn lifði aðeins í hugskotl elztu mianna. Ég leit þó inn f Himnaríki fyrir forvitnis sakir. Heyrði „Pétur“ óðar hvaðan ég var og kom föðurlega brosandi með bjór og íslenzk blöð. Stú* dentar dreifðust nú á ýmsa veit* ingastaði úti um alla borg, og fóru á sumrin ank þess til dæmU út í Klampenborg og Dyrehaven, þar sem hjartardýr reikuðu um sléttuna, og þangað, sem Dýragarðs bakkinn nú dregur til sín gesti. Trumbuslagurinn var fremur ódýr glaumstaður, Valencia tvíræð, dýrt en 'glæsilegt í Soala, Vífill handa höfðingjunum. Ánægjulegast þótti mér í Lorry úti á Friðriks- bergi, þar sem Ustafólk kom oft fram, hljómsveitarstjórinn stökk í loft upp í ákveðnu lagi og týrólsk- ir hljóöfæraleikarar á stuttbuxum báru með sér hressandi blæ úr dölum Alpaf jalla. Knæpur voru og eru vitanlega á hverju strái og bjórinn fremur ódýr. En lítið varð úr tímanum, T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 173

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.