Tíminn Sunnudagsblað - 08.03.1970, Page 9
suridí Muri varla vera tll sá tum
í Kaupmannahöfn, að ég hafi ekki
einhvem tíma verið þar uppi.
Kaupmannahöfn hefur verið
fóstra æðimargra islenzkra náms-
manna öldum saman, og er svo
enn. Margir íslendingar hafa setzt
þar að og fjölmargir dveljast þar
nokkur ár til að sjá sig um og
stunda þá ýmsa vinnu sér til fram-
dráttar. Kaupmannahöfn hefur
jafnan verið mikil menningarborg.
Þangað hafa fljótt borizt menning-
arstraumar frá Frakklandi, Þýzka-
landi og fleiri löndum Evrópu.
Skáld og listamenn hafa oft
flykkzt þangað amnars staðar af
Norðurlöndum, sér til andlegrar
hressingar. Menningarstofnanirn-
ir eru margar — bókasöfn, lista-
söfn og svo framvegis.
Það er létt yfir borgarfólkinu,
skemmtistaðir mýmargir og marg-
víslegir. Það er margt að sjá í borg
hinna sægrænu turna við Sundið.
Borgarstæðið er flatt að mestu og
stýra oft ókunnir göngu sinni eftir
turnunum. Allt fram á okkar daga
hafa það verið geysileg viðbrigði
að koma úr fásinni á íslandi í ið-
andi borgarlífið og glauminn, enda
hefur ófáum orðið hált á því. Á
íyrri öldum mun og tæringin hafa
orðið mörgum að aldurtila. Hinir
voru þó fleiri, er sóttu þangað
menningu og manndóm og senni-
lega á tunga vor og þjóðhamingja
fáum stærri skuld að gjalda en ís-
lenzkum Hafnarstúdentum. íslend-
ingar hafa í um fjórar aldir sótt
til Hafnarháskóla og flutt heim til
íslands evrópska menningu. Bjarni
Jónsson frá Unnarholti hefur með
mikilli elju gert skrá yfir stúdenta
frá íslandi, er innritazt hafa í Hafn
arháskóla _frá upphafi og birt í
bókinni „íslenzkir Hafnarstúdent-
ar“, er út kom á Akureyn árið
1949. Nær skrá Bjarna yfir tíma-.
bilið 1592—1944 og telur 1252 is-
lenzka stúdenta alls. Allmargir
hafa bætzt við síðan, svo að talan
er senriiléga komin í fjórtán
hundruð eða meir. Svo mörgum
hefur Kaupmannahöfn verið
gluggi að menningu Evrópu.
Hafinarháskóli var vígður árið
1479, en heimildir um íslenzka
stúdenta munu litlar framan af.
Sumarið 1967 héldu Danír hátíð-
legt 800 ára afmæli Kaupmanna-
hafnar.
Undirritaður fór þangað til að
nema náttúrufræði við háskólann.
Ilófst námið með heimspekinni
eins og heíiriá á ístandl. Um þrjá
prófessora var að velja — Brand,
Kára og Jörund. Stúdentar sóttust
eftir að komast til Kára (Kuhr),
því námið þótti auðveldast og
skemmtilegast hjá honum. En
venjulega voru nemendaskrár hans
yfirfullar, þegar íslendingar komu
til Hafnar á haustin frá
sumarvinnu sinni. Svo var 1929.
Jörundur hafði þá einn pláss.
Hann var rauðhærður og greind-
arlegur, virtist allmjög stærðfræði-
lega sinnaður, talaði skipulega, en
því miður lágt og áherzlulaust.
Það var líkt og skilvinduhljóð. Ég
kom í tíma með doðrant hans mik-
inn undir hendinni settist framar-
lega, en skildi samt lítið fyrst 1
stað. Leit stundum að gamni sínu
í fyrirlestrasal Kára, en þar var
jafnan þröng á bekkjum. Kári ið-
aði af fjöri, kom með smellnar
samlíkingar og lét brandarana
fjúka. Hann sótti mikið „mjólkur-
póstabíóið“ á Vesturbrú og sat þar
oft bak við súlu. „Hvergi er betra
að sitja hugsunarlaus og hvíla sig“,
er haft eftir honum. Ekki var hætta
á, að kúrekamyndirnar kæmu róti
á hugann.
í eðlisfræði kenndi bráðmyndar-
legur maður, Hansen að nafni,
heljarmikla bók á þýzku, þræl-
þungri. Hann var prýðilegur kenn-
ari og vinsæll, þegar hann var
heilbrigður. En ef hann kenndi
kvefs eða annars lasleika, um-
hverfðist karl — hélt reglulegt
réttarhald og lét menn gata og
snargata.
í efnafræði þótti mér mest gam-
an að Petersen í verkfræðingaskól-
anum. Kennsla hans var ljós og
fjörleg og oft lauk tímanum með
óvæntum, geysilegum herbresti,
svo að alíir hrukku við. Vitanlega
★
Séð upp i glugga íbúða' Jóns
voru verklegar æfihgar auk fyrtr-
lestra og yfirheyrslu. Vorum við
íslendingar greinilega verr undir
það búnir en Danir — og varla
þekkti ég nokkurt tré eða runna,
þegar til Hafnar kom. Þetta var
fyrsta skólaárið. Einu sinni leit ég
inn í jarðfræðitíma hjá prófessor
Böggild þann vetur og hitti svo á,
að hann var að lesa skemmtilegan
kafla um eldgos og jarðskjálfta —
úr ritum Þorvalds Thoroddsens.
Seinna heyrði ég hann minnast
Helga Pjeturss lofsamlega.
Sumarið 1930 athugaði ég ofur-
lítið jurtaleifar í mólögum, gerði
þverskurðarriss og tók einnig
nokkur öskusýnishorn í Fljótshlíð
og víðar og færði Böggild. Ekki
vildi hann trúa því, að bæði tjóa
og dökk aska gæti verið í sama
öskulagi, upprunnin úr sama
gosi. Sýnishornin hlytu að hafa
blandazt hjá mér. En ég vis9i að
svo var ekki. Mun fyrirbærið eg
vel kunnugt nú.
Álimikið þurfti ég að mér að
leggja við námið, en get samt tedc-
ið undir með Skúla landfógeta:
Ljúft er hrós fyrir liðna stund,
lifði ég í Höfn með gleði.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
177