Tíminn Sunnudagsblað - 08.03.1970, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 08.03.1970, Blaðsíða 12
Ó, þið dalir! Ó, þú sær! Ó, þið fögru strendur! Allt finníf mér nú, byggð og bær, breiða út vina hendur. Boðar, eyjar, Skrúður, sker skemmta augum minum, enda flugin fagna hér faðmbúanum sínum. Þannig yrkir Páll Ólafsson um Fáskrúðsfjörð, en í Landnámu seg- ir, að Vémundur nokkur hafi num- ið hann allan og búið þar alla ævi. Fyrir mynni Fáskrúðsfjarðar er Skrúðurinn, hömrótt og grösug um það. Það var haustið 1902, en ég man ekki, hvort það var í októ- ber eða nóvember — líklega hef- ur það verið í nóvember, því að sláturtíð var lokið og það átti að fara að byrja tóvinnuna, þegar þetta gerðist. Pabbi var á sjó, ásamt bróður mínum og tveimur vinnumönnum. Allt í einu skall yfir blindþoka, en hún náði þó ekki alveg inn fjörðinn — bara rétt inn fyrir Vík. Veður var mjög stilit, alveg blæja- logn. Þokan skall skyndilega á, en vanalega eru ekki miklar þokur fyrir Austfjörðum að haustinu. Már ræðir við Ágústu Sigbjörnsdóttur frá Vík um skipstrand, franska skútukarla og hana Siggu, sem ekki vildi þýðast stýrimann, sem sigldi upp á sker við landsteina. létta, og þegar þeir eru að setja fram bátinn, sjá þeir grilla í siglu- toppa á Víkurskerinu. Þeir róa síð- an út að strönduðu skipinu, og sagði pabbi síðar, að skipverjarn- ir hefðu allir ætlað að fleygja sér ofan í bátinn, svo að hann varð að róa frá og segja þeim, að þeir skyldu vera rólegir — hér væri engin hætta. Þá stilltust þeir nú strax. .......... irniimmmviwmmmimimminum „Ertu þá dóttir hans Sigbjörns í Vík?“ spurði Færeyingurinn eyja. Stefán Einarsson prófessor telur í Árbók Ferðafélags íslands, að Fáskrúðsfjörður gjaldi Skrúðs- ins: Hafi ef til vill verið nefndur svo af landnámsmanni, sem kom í fjörðinn snémma vors eða um vetur, og þótt strendur hans föl- ar fáskrúðugar í samanburði við grösugan Skrúðinn. Við höfum þennan litla formála að spjalli, sem við áttum nýlega við frú Ágústu Sigbjörnsdóttur írá Vík í Fáskrúðsfirði á vistlegu heimili hennar og eiginmamns hennar, Stefáns Björnssonar, á sjö- undu hæð inni í Ljósheimum hér í Reykjavík. Hún ætlar að segja okkur frá skipstrandi í Fáskrúðs- firði í byrjun aldarinnar og frönsk um fiskimönnum á Austfjörðum. — Ég hef heyrt,. að þú kunnir að segja frá skipstrandi, sem varð 1 Fáskrúðsfirði i byrjun aldarinn- ar. — Já, og ég veit ekki til þess, að nokkurs staðar sé neitt til skráð Mest kveður að þeim á sumrin. Við litlu brakkarnir vorum að leika okkur kringum húsin heima, þegar þeir komu að, og þá sagði pabbi við mömmu: „Já, það var nú eiginlega gott, að það var þoka, því að annars hefðir þú kannski orðið hrædd. Við vorum ekki nema þrír undir árum, því að Nonni sagðist vera svo svangur, að hann gæti ekki róið“. Nonni var bróðir minn, um fermingu er þetta gerðist, en þannig stóð á, að þeir ætluðu ekki nema rétt út í fjörð- inn og höfðu því ekkert nesti með sér. Jæja, svo fara þeir inn til þess að borða, og þegar þeir eru að setjast að borðum heyrum við 1 eimpípu skips, og þá sagði pabbi: „Það hlýtur að vera strandað skip hér rétt hjá“. Rétt i því heyrist þessi voðalegi skarkali og læti, hróp og böll, svo að þeir stökkva upp frá matnum og hlaupa niður að sjónuon. Þokunni var nú aðeins tekið að Skipbrotsmennirnir voru sel- fluttir í iand á fjögurra manna fari föður mins. Með skipinu voru auk skipverja norskir nótamenn af fjörðunum fyrir norðan, aðallega þó frá Seyðisfirði. Skipið kom beint frá Seyðisfirði — norskt gufuskip frá Stafangri og hét Jað- ar. Þeir ætluðu inn að Búðurn til þess að fá sér vistir, því að þeir höfðu lítið meðferðis af mat. Þetta var allstórt skip á þeirra tíma mælikvarða, og mun hafa siglt á allmiklum hraða beint upp á sker- ið, því að fólk sagðist hafa fund- ið jörðina titra, líkt og í jarð- skjálfta, þegar það strandaði. Það hallaðist varla á skerinu, enda hafði því verið siglt svo vendi'lega upp á það, að grjótið stóð upp um káetugatið. — Var ekki mikið um að vera heima hjá þér í kringum þetta? — Jú, mikil ósköp. Það var strax sendur maður norður á Eski- fjörð eftir sýslumanninum, Axel 180 TlMlNfi - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.