Tíminn Sunnudagsblað - 08.03.1970, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 08.03.1970, Blaðsíða 17
Sifelldar ógnir, ótti, SUltllT og seyra. Því stríði skal nú Ijúka. Liðþjálfiun Calley og kærleikurinn eru komnir á staðinn. Lt. Calley trúir. Lt. Caliey myrðir. Með köldu blóði. Af hugsjón og í stefnu að háleitu marki? Hafið þið ekki lesið síðustu ræðu forsetans? Hann myrðir. Hve marga? Fleiri og fleiri konur og börn. Varnarlausar konur .. og saklaus börn. Það eru sumir bornir til æðri verka en hinir. Og sumar þjóðir eiga sér háleitari markmið en aðrar. Og víst er það fró að vinna að fr.iöi. • ■ Um kvöldið þvær forseti Bandaríkjanna hendur sínar áður en hann biður Guð sinn um styrk til að halda áfram hugsjónaverkunum: Ó, góði Guð. Lát mönnum mínum verða vel ágengt í Vietnam. Amen. f bölverkum stendur barnslegur, blóðugur maður og brosir. Morguninn eltir syngur herpresturinn niessu í rjóðxúnu. í kærleika og Kristi. Styrk þú forseta vom. Anien. My Lai: Ungbörn og konur í kös í næsta rjóðri. Kona með börn sitt á hvorum arnxi myndar kross á sviðinn, og blóðugan svörðinn. Ó, Drottinn. Vegir þínir eru órannsakanlegir. í Víetnam stendur vei’kfæri þitt . - j • og forsetans, ' brosir og bregður blóðugri hönd fyrk auga. Silfurlitar þotur ■ .. á sólbjörtum himni bera bensínhlaup til barnanna. Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni. Ó, Drottinn. Ég veit, að þú eins og forsetinn vilt, að hver maður geri skyldu sína. My Lai. Styrk þú einnig Breta, sem eru að bjarga börnunum í Bíafra rneð skriðdrekum. Hin guðhrædda Mr«. Calley biður Drottinn um v fyrir soninn og «aumar flík á fátækling til aö selja á basar kirkjunnar í þorpinu, þar sem liðþjálfi íriðarins fæddist. Á jólum 1969. Hann biður hinn pinda og krossfesta að gefa iiðþjálfum f'riðarins fögnuð í sál sína og aukinn styi’k til að framkvæma ætlunarverkið TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 185

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.