Tíminn Sunnudagsblað - 08.03.1970, Blaðsíða 19
aB Guömundur liafi þegar við' fæö-
ingu verið veiklulegur og ekki lfk-
legur til langrar ævi. Má meðal
annars marka það af þvi, að ljós-
móðirin, Guðrún Jónsdóttir á Ey-
steinseyri í Tálknafirði, skírir hann
skemmri skírn. Sú skirn er svo
litlu síðar staðfest af séra Einari
Gíslasyni, sem þá þjónaði Stóra-
Laugardalssókn í Tálknafirði frá
Selárdal í Arnarfirði. Þá var Stóra-
Laugardalssókn annexía frá Selár-
dal. Var skírnin staðfest snemma
á árinu 1842.
Guðmundur ólst upp í Tálkna-
firði. Hann var seinn til líkamlegs
þroska og var alltaf lágur vexti.
Fyrir þeirra hluta sakir var hann
manna á meðai oft kallaður Guð-
mundur píslin eða jafnvel aðeins
píslin. En andlegur þroski hans
varð snemma í góðu meðallagi.
En andlega hæfileika sína gafst
honum ekki verulegt tóm né tæki-
færi til að þroska til nokkurra
muna. Námsferill hans var litlu
meiri en það, sem nægði honum
til þess að ná fermingu.
Snemma fór að bera á þvi, að
Guðmundur væri hagorður. En frá
þeirn tíma hefur mér ekki tekizt
að eignast nokkra vísu, aðeins þau
ummæli, að „hann hafi byrjað á
þvi að koma saman vísu sem strák-
ur“. Skáldskaparhæfileikann virð-
ist hann þó ekki fara að þroska
neitt að ráði, fyrr en hann er kom-
inn á fullorðinsár.
Þegar hann er um þrítugt, er
hann i Reykjarfirði í Arnarfirði.
Árið 1873, þegar hann er 32 ára,
flyzt hann frá Reykjarfirði i Selár-
dal. Síðan er hann um langt ára-
bil í Ketildölum. Þegar hann yrk-
ir sveitarvísurnar, er hann til heim
ilis á Bakka í Ketildalahreppi. Það-
an flyzt hann að Kvígindisfelli í
fæðingarsveit sinm. Þarna er hann
árin 1887 og 1890. Kvígindisfell
var þá í tölu stórbýla á Vestfjörð-
um og húsbændurnir þar Árni
Bjarnason og kona hans, Guðrún
Þorsteinsdóttir. Bæði voru þau
dugnaðarmanneskjur, en ætluðust
jafnframt til mikillar vinnu hjá
vinnuhjúum sínum. Húsbóndinn
hafði til dæmis þann sið að láta
uni sláttinn vinnumenn sína slá
hvern út af fyrir sig, og á þann
hátt taldi hann, að afköst þeirra
yrðu meiri, þar sem hver einstak-
ur teldi sér það metnaðarmál að
hafa sem stærstan blett sleginn eft
ir daginn. Eitt sinn, er hann leit
á teig Guðmundar, þótti honum
ekki sem bezt unniö og segir þar
„toppaslátt og ristu“. Ekki var
Guðmundur frá því, að eitthvað
væri hæft í þessum ummælum.
Mun hann bæði í gamni og alvöru
hafa um þetta leyti ort vísu, sem
margir lærðu, en hún er svona:
„ólekjugutl og kássu kalda
á Kvigindisfelli bragnar íá,
áfir, sem svefni einatt valda,
einnig „hallæri" sést þar hjá.
Svo gengur hver i sína átt
sífellt í „ristu og toppaslátt".
„Hallæri“ voru flatkökur kallað-
ar, sem voru steiktar á glóð
Guðmundur er á Kvígindisfelli
árið 1890, þegar þangað kemur 24
ára gömul stúlka, Magdalena Jóns-
dóttir. Flyzt. liún þangað af Barða-
strönd, en þar var þá faðir hennar
búandi. Hann hafði flutzt af Snæ-
fellsnesi og kallaði sig Jón frá Bár.
Magdalena fæddist í Ingjaldshóls-
sókn á Snæfellsnesi árið 1866 Þó
að aldursmumxr væri talsvert mik-
ill á Guðmundi og Magdalenu, virt
ist fljótlega fara vel á með þeim.
En þeim kemur saman um, að ekki
sé vænlegt fyrir þau að staðnæm-
ast til langdvalar á Kvígindisfelli,
eftir að þau hafa fellt hugi sam-
an. Verður það að samkomulagi
hjá þeim, að þau fari að Otrardal
í Arnarfirði. Þangað eru þá flutt
hjónin séra Jón Árnason og Jó-
hanna Pálsdóttir, hin mætustu
hjón. Þegar Guðmundur og Magda-
lena eru fyrir stuttu komin að
Otrardal, láta þau lýsa með sér í
Otrardslskirkju. Fór fyrsta lýsing
fram 12. júní. En 24. júli 1892 eru
þau gefin saman í hjónaband af
séra Jóni, húsbónda sínum. Segir
i kirkjubókinni, að þetta sé fyrsta
hjónaband þeirra beggja. Svara-
mennimir eru báðir úr Tálkna-
firði, en þeir voru Guðmundur
Jónsson, bóndi í Stóra-Laugardal,
og Sturla Ólafssori á Hólum.
Siðar á árinu fæðist þeim Guð-
rnundi og Magdalenu dóttir, sem
hlaut nafnið Jónína Sigríður.
Á árinu 1902 dvelst Guðmundur
á Horni í Mosdal i Arnarfirði, en
þá eru þau hjónin og Jónína, dótt-
ir þeirra, öll skrifuð á manntal i
Otrardal. Þá er ævi Guðmundar
farið að halla, því að 24. febrúar
1905 andaðist hann. Og 3. marz
var hann svo jarðsettur í Otrar-
dalskirkjugarði.
Hér hefur aðeins verið getið
fárra atriða úr ævisögu Guðmund-
ar, en þeir, sem betur vita, munu
vonandi bæta við hana vitneskju
sinni.
Það mun vera talsvert til af
ljóðum eftir Guðmund, svo sem
tækifæriskvæði, eins og til dæmis
brúðkaupsljóð. En nú mun bezt að
snúa sér að sveitarvtsunum og leit-
ast jafnframt við að koma með
nokkrar skýringar Þess má geta,
að ýmsai upplýsingarnar eru tekn-
ar úr manntali, sem gert var t
október 1882. Það er sameieinlegt
fyrir allar vísurnar.
1.
Vakni ómavalur minn,
ef vildi nokkur heyra
og raddarnljóminn ráma sinn
reyni í tómi málhreifinn.
2.
En háð sKai mér að hugsa það
hef ég lítil efni,
fávís er um hyggjuniað
heimsku ber í hverium stað.
3
Eg þó oiðj) Iðunni
aðstoð méi að veita,
leggur gyðjan liðsinm
lítið við því glottandi.
4.
Segist naida, heimskum mér
hæfi betur þegja
en hróðrarskvaldn meyta hér
og hugsa aldrei am lið f'rá sér.
5.
Basla einn skai bragi við.
þó betra væri að beg'a
furðuseinn með fræðaklið,
fyrst ei neinn vill -enda lið
6.
Mig hefur beðið óaugagná
bændur í Dölum 'elja
hraðast gleði hlýt ég þá.
hennar geði ef þóknast má.
7.
Máski rétti mjúkan *oss
mér af nettum vörum
Fáfnis stétta fögiu hnoss
fullvel þetta lyndir oss
8.
Kynni ég laga ljóðaspil.
í lagi svo að færi,
móðu daga mörk t vil
mjög vel haga skyldi til.
9.
Upp skal herða hugann þvl
og hróðrarrímur laga,
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
187