Tíminn Sunnudagsblað - 24.05.1970, Side 19
Þegar við á efri byggðinni höfð-
um hreiðrað um okkur í pokum
okkar, liggjandi á gúmmídýnum,
er við fundum í stórum stafla í
öðru herberginu, sem við höfðum
lagt undir okkur, og hugðumst
gefa okkur á vald svefni og draumi,
hófst ókyrrð og hávaði mikill „í
neðra“, gleðskapur og hlátrasköll.
Skar sig einkum úr hlátur einnar
konunnar, hvellur og óþvingaður.
Þann hlátur áttum við oft eftir að
heyra í ferðinni, og kom hann okk-
ur jafnan í gott skap. Þetta kvöld
undum við honum illa. Gekk nú
svo alllanga hríð, að efcki hljóðn-
aði í dyngjunni, og horfði óvaen-
lega með svefn. Rak þá einn úr
hinni rosknu sveit uppi á loftinu
högg þung og mikil í gólfið og
heimtaði hljóð og næði fyrir
þreytta og svefnþurfa loftbúa.
Þessi röggsami maður reyndist
vera Þorsteinn Gnðmundsson frá
Reynivöllum í Suðursveit, ná-
frændi Þórbergs Þórðarsonar og
gamall og reyndur breppstjóri í
sinni sveit. Við hin þungu og valds
mannlegu högg Þorsteins hljóðn-
aði niðri í dyngjunni, en smá-
sprengingar urðu þar þó öðru
hverju meðan ég vissi til þessa
heims um kvöldið.
Á mótum svefns og vöku leit ég
yfir liðinn dag og atburði hans og
fannst þeir harla góðir. Hugurinn
hvarflaði heim til Húsavíkur til
konu og dóttur og litlu drengj-
anna, sem fylgdu mér út á flug-
völlinn í Reykjavík. Svo hvarf ég
frá góðum degi inn í djúpan og
draumlausan svefn.
Útsofin, kemd og þveg-
in göngum við til morgunverðar í
nýja skólahúsinu í Skodja. Með-
fram stígnum, sem liggur frá
gamla rauðmálaða húsinu að nýja
hvíta húsinu, er stendur nokkru
neðar og nær sjónum, er birki-
kjarr, svart og laufvana. Við undr-
umst þetta, en fáum þá skýringu,
að kjarrið hafi verið sprautað með
hormónalyfjum til að eyðileggja
það eins og hvert annað illgresi.
Þetta kemur obkur dálítið spánskt
fyrir sjónir, sem hrósum happi
yfir því að eiga einhvers staðar
kjarrigróna hlíð. En hér í Noregi
gilda auðsjáanlega önnur sjónar-
mið og annað gróðurmat. Skóla-
stjórinn, Ólafur Rönning, hár mað-
ur og grannur, bjartur yfirlitum
og hvass á brún, tekur á móti
okkur og vísar okkur til borðs í
matsal skólans. Eitthvað er þar af
gestum anna'ð en við, því að i skól-
anum er sumarveitingastaður. Við
morgunverðarhorðið gerði ég liðs-
könnun í flokki mínum — hafði
áður naumast vitað nöfn þeirra
ágætu kvenna og karla, sem hann
skipuðu. Flokkinn skipaði það lið,
er nú skal greina, og tel és að
sjálfsögðu fyrst kvennavalið'
Frú Agnes Björnsson frá Hóli í
Lundarreykjadal, norsk, en gift
borgfirzkum bónda, ungfrú Anna
Þráinsdóttir, kennari frá Siglu-
firði, frú Hanna Sigurðardóttir á
Oddsstöðum í Lundarreykjadal, sú
er átti hvella og glaða hláturinn í
gærkveldi, komin í flokkinn í skipt
um fyrir rangæska konu, ungfrú
Ingibjörg Jónsdóttir frá Geststöð-
um á Ströndum, ungfrú Krislbjörg
Jónsdóttir í Fjósatungu í Fnjóska-
dal og reyndist hún kunna bezi fil
gróðursetningarstarfa af þeim
sem í flokknum voru, enda haíði
hún starfað mörg sumur umhr
stjórn ísleifs Sumarliðasonar á
Vöglum, ungfrú Sigrún Magnús-
dóttir á Þambárvöllum á Strönd-
um, kom i fíokkinn í skiptum fyr-
ir Reykjavíkurfrú.
Þá eru það karlmennirnir: Gylfi
Haraldsson frá Stykkishólmi,
Guðjón Jóhannsson frá Stvbkis-
hólmi, jnúrari að iðn. Guð-
mundur Þórarinsson, kennari úr
Hafnarfirði, kom í flokMnn í Ála-
sundi á heimleið úr Danmerkur-
ferð. Haraldur Hróbjartsson frá
Hamri í Hegranesi, múrari að iðn,
Hjörieifur ingólfsson á Vöglum $
Vatnsdal, íþróttamaður, Jón Hauk-
ur Jónsson, verzlunarmaður frá
Húsavík, Magnús Gunnarsson,
menntaskólanemi úr Neskaupstað,
Þórsfceinn Guðimundsson hrepp-
stjóri á Reynivöllum í Suðursveit,
og að síðustu sá, er þessar línur
ritar.
Þetta var allsundurieituv hópur
að aldri og atvinnu, og búsett vor-
um við sitt á hverju landshomi.
En samt sem áður átti þetta fólk
fyrir höndu-m að hristast svo sam-
an, að ■ óður kunningsskapur tókst
með ’v í þá tólf daga, sem við
dvöldu -t í Noregi.
AÍ5 u 'ðingi loknum vorum við
flutt í y'írum bíl til bóndabæjar
í nágreii inu. Sá bær hét Engsete-
dal, en bándinn Ekroll. Hjá hon-
um unnum við að dreifsetningu á
rauf greni fram til hádegis. Var
okk' r tjáð, að margir bændur þar
um úóðir keyptu trjáplöntur úr
sánjsgarstöðvum, þegar þær væru
orðna-r hæfar til dreiisetningar,
dreifsettu þær i reiium heima við
bæi sína og seldu jfðan, er þær
væru búnar að stanóia i reitunum
tvö eða þrjú ár, og hefðu af þessu
allgóðar tekjur. Milli plönturaða í
dreifsetningarreitnum, voru lagðar
plastlengjur og því varnað, að þær
fykju, með því að moka sandi á
þær. Var þetta gert til þess að
varna því, að illgresi næði að þríf-
ast milli raðanna.
Stafalogn var þennan dag og
glaðasólskin, komst hitinn upp I
tuttugu stig. Spratt mönnum þvi
mjög sviti á enni, og raunar um
allan líkamann, við vinnuna. Fækk
uðu menn fötum og unnu naktir
að beltisstað. Þorstlátt -gerðist lið-
ið og mikil þröng varð vlð vatns-
slönguna, sem Ekroll bóndi leiddi
til okkar út í tún sitt til að svala
þorsta okkar .Vorið hafðl verið
kalt og votviðrasamt vestan fjalls
i Noregi, og sögðu Norðm-enn, a'8
brugðið hefði til hins betra dag-
imn. sem við komu-m til Noregs,
væri því augljóst, að við hefðum
haft góða veðrið með í farangri
okkar.
Fagurt þótti okkur u-m-hverfið i
Engsetedal, skógi vaxnar hlíðar
hið næsta allt til brúna, en engin
yfi-rþyrmandi fjöl-l í nálægð. All--
Ían-gt I fjarska blasti við há, skógi-
vaxin lilíð, en nokkurra kílómetra
breitt belti I -henni virtist alveg
skóglaust frá fjallsrótu-m og uop á
brún. Á þessu svæði höfðu Þjóð-
verjar verið að verki, er þeir her-
sátu Noreg, og rutt þennan kafla í
lilíðinni svo ekki stóð eftir eitt
einasta tré. Timbrið notuðu þeir
til styrialdarreksturs síns. Nú var
búið að planta í hlíðima tii að
græða isárið.
Nokkru eftir hádegi var okkur
boðið í bílferð til Vafcne og Bratt,-
vaag, tveggia smábæja í nágrenn-
inu. f Va-tne var okkur sýnd klæða
gerð allstór. Gengum við þar um
vinnusali og birgðaherbergi. Gaf
þar að líta álitlegan fatnað og eigi
dýran á okkar mælikvarða. Var sá
fatnaður falur þeim, sem gialdeyri
hefði haft til kaupa, en sá gjald-
eyrir, sem okkur hafði verið
skam-mtaður og við greitt áður en
við fórum frá Reykjavík, var enn 6-
kominn í vasa okkar, enda svo
naumur, þótt handbær hefði verið,
að ekki hefði næst til fatakaum.
Ein umfrú i hónrm .i var bó s o
vel að Ííeiman búin. að hún pat
kevut barna kárm f- 'k”nnnr"3,<j a
T f M I N \ — srWVnAÍÍSBI.Ar
403