Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1970, Page 3

Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1970, Page 3
'Hérlendis sækja snjótittlingar heim að húsum og bæjum, þegar vetur er kominn, tH þess að tína mor [ sarplnn. í Svíþjóð sitja dómpápar með rauða bringu í kornbund- inum, sem hugulsamir bændur stinga niður i snjóinn. Þeir lifa ekki af næturkuldann, ef þeir fá ekki hæfilega margar hitaelningar. Orrinn situr oft uppl á birkigreinum á vetrum og kroppar kvistinn eins og fé í jarðbönnum. Þegar kvöldar, flýgur orrinn niður. Hann grefur sig niður í skafl, því að honum finnst kalt að sofa á bersvæði. En kyngl niður snjó, getur orðið fyrirhafnarsamt að komast aftur undir bert loft. Rjúpan er fugl með loðinn fót og sterkar klær. Hún grefur sér bæli i snjóinn og lætur oft skefla yfir sig, >f þannig viðrar. Flotmeisan leitar næturskjóls i hol- um trjám. Oft verpir fuglinn seinna k sömu holuna og var næturfylgsni hans um veturinn. Mávar fljúga oft með lafandi fætur. í miklu frosti verður þeim þó hálf- kalt. Um svefntímann hiýja þelr sér á fótum í fiðrinu. Endur sofa oft standandi á grynn- ingum meðan ekki er þeim mun kaldara. Þegar frost herðir verða þær að leita upp á ísinn, þar sem þær sofa liggjandi. Kattuglan flýr í afdrep, þar sem skjól er fyrir veðri og vindum. Hún á sér til dæmis náttstað i turni eða reykháfi, ef einhvers slíks er kostur. I . Margar meisur þrengja sér saman, þegar þær fara að sofa. Þannig halda þær á sér hita. En illt er að vera yzt — það vili engin meisa, sem ein- hvers má sín. IÍM1NN — SUNNUDAGSBLAÐ 507

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.