Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1970, Síða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1970, Síða 5
„í fyrndinni bjó einu sinni rík- y? bóndi í Síðumúla (í Hvítársíðu), fíann átti dóttur eina væna. Tll fcennar Ibiðluðu ýmsi'r og þar á Íieðal bóndinn á Sleggjulæk og óndasonurinn á Fróðastöðum. ór svo, að þóndasonur varð hlut- t:arpari og 'féfck hann konunnar. ar þá ákveðinn brúðkaupsdagur og fjölmenni hoðið til veizlunnar >ieggjulækj arhóndanum sveið íetta mjög og fékk hann mann til áð vega brúðgumann. Sá er nefnd- ur Jón, er til þess varð. Jón var maður hraustur og djarfur vel. Hann fór til boðsins og lét ekki á bera ætlan sinni. Leið svo að. kvöldi og stóðu menn upp frá borðum. Skuggsýnt var við stofu- dyrnar og stóð Jón þar og beið þess, að brúðguminn kæmi út, Leið það og ekki á löngu áður hann kæmi. Lagði þá Jón sveð.ju mikilli i gegnum hann og féll hann og fiaut í blóði sínu. Jón tók þegar á rás, og var honum veitt eftirför. Hann hljóp niður völlinn og ofan að Hvítá. Kom hann þar að, er hún fellur milli hamra tveggja. Þar stökk hann yfir, en engi þoröi að hlaupa á eftir. Milli hamra þess- ara eru sextán álnir danskar, og verður þar straumur mikill í þrengslinu og kalla menn það Kiáffoss. Hamrar þessir ganga fram hver á móti öðrum eins og veggir, og eru þeir svo sem rúm- ur faðmur á þykkt. Nyrðri hamar- inn er töluvert hærri en hinn syðri og hefur bað Iétt hlaupið. Nú er að segja frá boðsmönnurn að þeir treystust ei til að leita Jóns því myrkt var orðið. Komst hann svo undan og segir sagan, að hann hafi komizt á skip og farið utan. Eftir víg þetta var hann Jón murti kallaður. Það er af brúðgumanum að segja, að hann dó og var grafinn að Síðumúlakirkju. Hafa menn enn tll sýnis stein, sem á að hafa verið Iagður yfir leiði hans. Steinn þessi liggur fram undan kirkjudyrunum í Síðumúla. Hann er rúm tiálf þriðja alin dönsk á lengd, ávalur fyrir báða enda og íflatur að ofan. Einhver hðgg eru á þeirri hliðinni, sam upp snýr, og á það að vera mannsmynd ofan að brjóstum og sárið með blóðlækjunum. Ekkert letur er eða sýnist að hafa verlð á steini þessum. Það segja menn og, að þá er þatta varð, hafl verið hver vestur frá Síðumúla á mel þeim, er nú heitir Stgttimelur. Þar eru nú hvít- leitar heílur og el ósvipað hvera- grj’óti sem hverinn átti að vera. Segja menn, að klæði hins vegna manns hafi verið þvegin í hver þenna. En sú er trú alþýðu, að hverir hverfi þá og flytji sig burt, er saklauss manns blóð kemur í þá. Svo varð og í þetta sinn. Hver- inn hvarf og kom snöggvast upp. þar sem nú er laugin í Síðumúla. Þaðan hvarf liann aftur og kom upp fyrir sunnan Hvítá hjá Hurðar- baki, og er það hinn rneiri hver- inn“. 3. Þannig hljóðar sagan í Þjóðsög- um Jóns Árnasonar. — Um „leg- stein brúðgumans“ er vert að geta þess, að Jónas Hallgrímsson skáld athugaði hann í Síðumúla, er hann var á rannsóknarferð um þær slóðir sumarið 1841. Kveður Jónas svo að orði í dagbók sinni 21. júlí: „Síðumúli. — Her findes, for- uden mange nyere Llgstene, en særdeles gamrnel og forslidt af raat Arbejde. Den ser omtrent saadan ud: (Uppdráttur Jónasar). Det er ekki let at sige, hvad et saadant Arhejde skal forestille: den siges ellers i sin Tid at være lagt over en anselig Mand. som blev formedelst Jalousi myrdet Brudenatten af hans Rival. Denne styrtede slg efter fuldendt Gern- ing i Síðumúlahver, en kogende Springkilde, som derved forsvandt og opkom paa den anden Side af Hvitaaen, ved Gaarden Hurðarbak. — Denne Legende er for saa vidt ikke uden Interesse som man end- mu (kan) se tydelige Levninger af en udtörret, varm Kilde paa det angivne Sted, og det nu ved senere Iagttagelser er godtgjort, at saa- danne Kilder i Island meget hypp- igt har forandret Sted, og flytter dem i Tidens Længde maaske alle sammen". Af þessari mimnisgrein Jónasar má sjá, að þar f Hvítársíðunni lief- ur lionum verið sögð munnmæla- saga — áþekk ofanskráðri þjóð- sögu, sem færð’var í letur síðar en þetta var. Eitthvað hefur hún samt verið frábrugðin sögunni um Jón murta í þjóðsögunum, þar sem Jónas telur hverinn hafa flutt sig við það, að morðinglnn steyptist I hann, þótt samkvæmt alþýðu trú séu viðbrögð hversins í báðiun tllfellum reyndar sama eðlis: for- dæming á ódæðlnu. En hverfum nú frá því að kanna vitundarlíf og viðbWgð hvera, enda nóg af því sagt. Mð beyrir til þjóðtrúarþokunni — en hvað um steininn í Síðumúla? Árið 1921 var steinninn fluttur í þjóðminjasafnið í Reykjavík, og hefur Matthías Þórðarson skrifað um hann eftirfarandi í safnauka- skrá: „Hann er úr grófgerðu bas- alti, sem er algengt um Borgar- fjörð, allur urinn og ávalur, koll- ótlur fyrir enda. Hann er 168 sm. að lengd, 42 að breidd og um 24 að þykkt. Sennilega er hann eitt- hvað lagaður til, og á annarri hlið hans er greinileg mannsmynd, virð ist helzt af búningnum vera kven- mannsmynd, kona í kápu, sem gengur upp yfir höfuð, fellur vel að herðum og mjöðmum og nær niður um hnén, en er brugðið eða kiippt upp að framan, upp í mitt- ið, svo að fellingar koma fram þar fyrir neðan. Þessi yflrhöfn hylur ekki andlit, háls að framan né brjóst, og handleggirnir koma báð- ir fram undan henni. Konan hall- ar höfðinu lítið eitt til vinstri og snýr jafnvel andlitinu til þeirrar hliðarinnar. Hún kreppir vinstri arm sinn um olnbogann og heldur vinstri hendi undir kinn, en hægri höndin kemur fram undan yfír- höfninni um mittið og styður ttnd- ir vinstri olnhogann. Hægri ermin nær alveg fram að sjálfri hendinni, fingur sjást greinilega á henni, en eru ekki myndaðir eða orðnir ógreinilegir á hinni. Sömulelðis er andlit allt óskýrt, vottar þó fyrir augum og nefi. Hægri vangi er skýr og alleðlilegur. Nokkrar fell- ingar erti frantan við hægri öxl- ina. Dálítið ílöng hola á brjóstinu, eða nokkru neðar á ef til vill að merkja srnáop á kyrtlinum þar“. Kristján Eldjárn bætir við í bók sinni Hundrað ár í Þjóðmmjasafni: „Síðumúlasteinninn á að haía verið legsteinn . . . Þó verður þetta að teljast mjög vafasamt. Legsteinar voru oftast, ef ekki ævinlega, með áletrun, sem greindi nafn hins látna. Mannsmynd gat verið á leg- steini, en þá sem mynd á steini, ekki sjálfstæð mynd úr steini. Miklu Mklegra verður að telja, að hér sé um að ræða óháða högg- mynd, sem gegnt hefur sjálfstæðu hlutverkl 1 kirkjnnni á staðnum, og þá vltanlega mynd af helgum mannl, iLíklega er þetta myna af Marlu iguðsmóður. Stelllngar kon- unnar eru hlnar álþekktu sorgar- T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 509

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.