Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1970, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1970, Blaðsíða 7
Jón var ættaður úr Húnavatns- sýslu, en þa'ðan fluttist hann ásamt föður sínum, Grími Jónssyni, að Vatnshorni í Haukadal. Móðir Gríms hét Sesselja og var laun- dóttir Sumarliða Loftssonar. Á sín- um tima hafði Ari nokkur Andrés- son í Bæ tekið undir sig arf systur Sesselj-u, þótt Grímur væri dæmd- ur réttur erfingi hennar. Þegar hér var komið sögu, hóf Jón Gríms- son titkall til arfsins og fyrrverandi eigna Ara Andréssonar yfirleitt. Þeirra á meðal var Bær á Rauða- sandi, en þar bjó um þessar mund- ir Eggert Hannesson sem fyrr er sagt. — Þess er vert að geta, að á dögum Ögmundar biskups var Jón þessi Grírnsson eitt sinn á ferð ríðandi á Varmalækjarmelum og mætti þar séra Oddi Halldórssyni skáldi. Sló í brýnu með þeim, og þar kom, að Oddur þreif ístað sitt og var við öllu búinn. Jón brá þá sveðju sinni, en Oddur varðist með ístaðinu, svo lagið tók höndina og hana af. Mælti þá Oddur þeim orð- um, er uppi eru höfð síðan, við meðreiðarsvein sinn: „Það' er sitthvað: hofmenn höggva og hundar naga, og taktu upp höndina, strákur“. Eftir þetta var Oddur kallaður handi. Þegar þetta gerðist á Varma- lækjarmelum, var Jón maður á bezta aldri. En að mestu mun hof- maðurinn hafa aflagt högg og slög um það leyti, sem hann hóf upp hið gamla erfðamál, því þá mun hann hafa verið á sjötugsaldri. Er nú mál að hverfa til ársins 1570 í mjög gamla heimild, sem prent- uð hefur verið í Alþingisbókum, Annálum og víðar, og hljóðar svo: „Þegar Eggert var lögmaður og reið með sínum syni, Jóni, kölluð- um murta, til alþingis og átti jarðabrigðum nokkrum að mæta eður tiikalli upp á miklar eignir var þar helzt aðili þessa máls Jón Grímsson búandi í Norðtungu. Hafði Jón murti sagt í þingreiðinni: Betra væri að snara út einum manngiöldum heldur en sleppa af svo miklum eignum. Og sem þeir feðgar með sínum selskap riðu af þingi og um Borgarf jörð, sátu þeir með ölskap í Síðumúla. Sendu þeir Jóni bónda boð í Norðtungu að finna sig. Hann hafði verið sð bey- skap, fór svo fáklæddur og fanga- lítill suður til Síðumúla. Þeir feðg- ar tóku vel við honum og settu hann við drykkjuborð. Sat hann þá annar frá Jóni murta. Og sem þeir hlöfðu drukkið saman og talazt nokfcur orð við, seildist Jón murti yfir um annan mann, og stakk hann með daggarð fyrir brjóstið, sumir segja ofan hjá viðbeininu. Jón Grimsson brá við og brauzt um, vildi hrinda fram borðum, en þeir héldu honum fast, stakk Jón murti hann þá í annað sVan, og var mælt að Jón Grímsson hafi sagt: „Sé svona, það dugir, — það er nóg...“ Jón murti strauk, og lýsti víginu og sigldi svo með þýzkum í Ham- borg, því hann var dæmdur útlæg- ur, en Eggert skyldi taka til varð- veizlu fé Jóns murl.a, því hann var bæði konungsumboðsmaður og erf ingi. Þetta dæmt af Þórði Guð- mundssyni lögmanni og tólf dóms- mönnum á Hestabingseyrum Anno 1569“ (réttara 1570). Hinn myrti öldungur, Jón Grimsson, sem með erfðatilkalli sínu og aldurtila varð með tíman- um brúðgumi í Síðumúla, var faðir Gríms bónda í Síðumúla (d. um 1578, hefur búið i Síðumúla þegar faðir hans var myrtur þar), föður Jóns í Kalmanstungu, föður séra Gríms að Húsafelli, föður séra Helga, er leitaði uppi Þórisdal, sem frægt varð. Allt, sem að framan er skráð um ætt Jón-s í Norðtungu, er sam- kvænrt athugunum Hannesar Þor- steinssonar, en áður en þær voru gerðar, var margt ruglað um það efni. 6. Eftir morðið í Síðumúla gekk margt á afturfótunum fyrir Eggert Hannessyni. Óvinir hans eignuðu honurn hlutdeild í morðinu og efldu mörg árásir í h?.ns garð. En það fylgir sögxmni, að Eggert hafi sent þúsund d-aii (wumir segja þrjú þúsund eða fi-mm þúsund dali) tii líamborgar, og hafi Jón murti tek ið það fé að sér, er þangað kom. Það, að Jóni var komið til Ham- borgar, er skiljanlegt, þar eð Egg- ert var þar kunnugur og hafði ver- ið þar að námi ungur. Árið 1571 fór Eggert utan sam- kvæmt boði konungs, en hélt sí'sluvöldum vestra sem fyrr, Um það leyti tók hann að hagræða auð.i sínum í Hamborg, og munu eignir hans þar um síðir hafa num- ið tvöföldu verði fasteigna hans á íslandi. Svo virðist sem óvild kon- ungs til Eggert-s hafi fjr.rað út. Lo&aþátturinn I ævi E-ggerA Hannössonar var sá, að hann fói alfarínn utan 1580. Hafði haiín þá gefíð Ragnheiði, dóttur sinni, eign- ir sínar hér, seytján hundraða, að talið er. Hún giftist þeim fræga manni Magnúsi prúða og fluttist hann að Bæ. — Eggert settist að i Hamborg. Siða-sta kona hans héi lendis, Steinunn Jónsdóttir, varð ef-tir vestra, þá skilin samvistum við hann. Sagt hefur verið að Egg- ert kvæntist í Hamtoorg ..vamalli konu, sem hét Amgert“. Segir svo frá láti hans: „Eggert varð bráðkvaddur, Hafði -honum verið kippt úr sæng- inni frá konu sinni, og lá þar dauð ur á gólfinu, og vissi enginn, hvei gert hafði. Áðrir segja ef-tir Guð- rúnu i Snóksdal (það er stjúpdóttii Eggerts), að Eggert hafi dáið af dryk-kjuskap 1583. Ha*in hafi and- azt í efstu vi-ku fyrir páska. um sjötugsaldur. Hans lík og Jóns murta Egger-tssonar voru greftruð í Katrínarkirkju í Hamborg“. Jón murti kvæntist einnig í Ham- borg og átti tvo sonu, Árna og Eggert. Sá Árni kvæntist í Ham- borg og jók kyn sitt þar. Af ævi- lokum Jóns murta -segja sumir, að hann hafi skotið si-g í hel, en önn- ur sögn telur, að ha-nn hafi dottið niður dauður, þar sem hann var að tel-ja fiska. Er sízt með ólík- indum, að það, sem síðast segir aí slikum feðgum, er tengt eigna- könnun. 7. Slíkar voru þá helztu staðreynd- ir um morðið í Siðumúla: Umsvif ofbeldismann-a og stórbokka, sem áttu eftir að verða að ástar- og af- brýðisævi-ntýri bónda og bóndason- ar á Sleggjulæk og Fróðastöðum. Má vera, að sumir kunni að sakna einhvers í frumgerð sögunnar. En það má einu gilda. Hún hefur aldrei fögur verið. Hið eina, sem gerir hana aðlaðandi, er hugmynd in um hverinn, sem kveinkar sér — ef hann nær snerlingu við sak- laust blóð, sem á hefur verið níðzt. (Heimildir: Héraðssaga Borg- arfjarðar II, Kristján Eldjárn: 100 ár í þjóðm:inja?ifni, Þjóð- sögur Jóns Árnasonar I—II, Al- þingisbækur íslands I, Sagna- þættir Þjóðólfs, Saga fslendin-ga IV, Annál3r 1400—1800, Dag- bækur Jónasar Hallgrímssonar (Rit III), sbr. og Sk-írni 1940). T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 511

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.