Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1970, Page 8

Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1970, Page 8
M. NOÉL NOUGARET; Á ferð m sveitir íslands árið 1865 IV (NoU'garet skoðar sig um á Þing- völlum 1 þrjá daga, en heldur svo áfram yfir Lyngdalsheiði niður að Laugarvatni. Hann er stðrhrif- inn af landslaginu, fögru og hrika- legu, en steinhissa á því, hve bónd- inn á Laugairvatni og hraustlegur barnahópur, sem hann sér þar, skuli vera svo óhreinn, með allt þetta heiita vatn rétt við bæiar- dyrnar. „Hreinlæti er óþekktur munaður á Ísíandi". Þeir flýta nú för i áttina til Geysis yfir mikiar torfærur. Skammt frá Miðdal er birkiskóg- urinn svo þéttur, að erfitt er að ríða um hann. Á Brúará fara þeir yfir mjóa, 150 feta langa trébrú, þá einu á landinu. að því er höf. seg- ir. Ktekkan er þá tíu um kvöldið, og nú taka við seinfarnar mýrar, unz komið er að bæ, sem stendur uppi á hól. Þar er guðað á glugga. ög fenginn annar leiðsögumaður. Sá var klæddur aðskornu prjon- lesi frá hvirfli til ilja, og sýndist ótrúlega langur í rö'kkrinu. Hann snarast á bak, og höf. finnst hann imynd Don Quixotes, án brynju! Hann fylgir þeim yfir hverasvæð- ið niður að Geysi, „þar sem jörð- in sýður og vellur, megn fúleggja- lykt fyllir vit ferðamannsins og heitir gufumekkir þyrlast framan í hann“. Don Quixote skilur þá eftir í þessari „efnarannsóknaslofu kölska“, og þeir félagar slá tjöld- um milíi Geysis og Strokks. Nou- garet getur lítið sofið fyrir. drun- um og hvissi og er sífellt að stökkva út úr tjaldinu, hann segist hafa horft á fjórtán smágos, áður en svefninn sigraði hann. Hér er sleppt úr vísindalegum skýringum og lýsingu á Geysi og Strokk, sem höf. skemmtir sér við að erta með torfusneplum, og gýs hann þá í 70—80 feta hæð. En gamli Geysir lætur ekki að sér hæða. Þeir félagar dvelja þarna i fimm daga án þess að sjá gos. Nougaret sýður baunir sínar og kartöflur í hverunum og unir hag sínum vel, en fylgdarmaðnrinn er honum til skapraunar og ríður sína leið með tvo hesta. Frakkinn verður í fyrstu magnþrota af reiði. Hann treystir sér vel til að rata eftir kortinu, en örðugara sé að setja einn upp á hestana. Þegar hann situr þa-rna gráti nær, að því kominn að gefast upp við frekari ferð um sveitir þessa furðulega lands og snúa a-ftur til Reykjavík- ur, tekur jörðin alt í einu að titra og Geysir sendir frá sér tíu feta gusu, en gýs síðan allt upp í 1-0 fet. Nougaret horfir hugfanginn á volduga vatnssúlu -glitra í geistem kvöldsólarinnar, og honum finnst þetta dásamlega fyrirbæri vera sett á svið sér einum til hughreyst- ingar. Hann fyllist kjarki að nýju, setur upp á klárana og söðlar hest sinn. Klukkan er orðin átta að kvöldi og ekki um annað að gera en leita náttstaðar hjá presti, sem skilji latínu, og biðja ha-nn að út- vega sér fylgdarmann. Hann afræð ur að halda niður með Tungufljóti í áttina að Torfastöðum). V Ég reið fram með ánni fyrst i stað, en lenti í keldum, og neydd- ist til að snúa við. Til að forðast slíka fiarartálma ákvað ég að ríða eftir hæðardrögunum. Blessaðir hestarnir virtust skilja vandræði mín til fulls, og 1 stað þess að nota sér þau, komu þeir mér til hjálpar. Þega-r ég var biíinn að gefa þeim áttina nokkurn veginn, komu þeir í stað leiðsögumannsins, og sýndu meiri gáfur en hann hafði nokkru sinni gert. Þeir hlupu bara á undan mér, svo að ég þu-rfti ekki annað en að halda í humátt á eftir þeim, aldrel fó'ru þelr út af þessum ímyndaða vegi til þess að blta. Það var ekki fyrr GUDRÚN________ GUÐMUNDSDÓTTIR ÞÝDDI_________ OG BJÓ TIL PRENTUNAR en við komum til byggða, að þeir stönzuðu aif sjálfsdáðum og fóru að bíta, af því að þeir vita, að ís- lendingar koma við á hverjum bæ. Eftir hálfs annars tíma reið námu hestarnir því skyndilega staðar og fengu sér hressingu hinir róleg- ustu, eins og þeir vildu segja: „Farið að dæmi okkar“. Staðurinn virtist auður og yfirgefinn, en sveibabæirnir íslenzku eru oft um- luktir sandauðn, svo að ferðamenn komast hávaðalaust heim á hlað, ef einn eða fleiri hundar verða ekki til þess að boða komu þeirra með æðisgengnu gelti ofan af torí- þökunum. Án þess að fara af baki reið ég í bring um nokkra húskofa í leit að inmgangi. í sama bili birtist ung kona i dyragættinni, en fyrir inn- an hljóðaði barnungi af öllum lifs og sálarkröftum. Bóndinn var senniilega að heiman við sjéróðra á einhverjum firðinum. Vesalings konan virtist í fyrstu álíta ferða- langinn, sem vakti upp, vera landa sinn, hún starði á mig undrandi, ef til vill hef ég verið fyrsta sýn- ishorn annarlegs kynþáttar, sem hún hafði augum lit.ið. Engu að síður flýbti hún sér að inna af hendi gestrisnisskylduna, hún gekk til mím, breiddi út faðminn og heilsaði með kossi, sem ég end- urgalt af heilurn hug. Síðan bjóst hún til að tafca beizlið af hestin- um mínum í þeirri trú, að ég myndi ætla að biðjast gistimgar, sökurn þess hve áliðið var kvölds. Henni þótti auðsjáanlega miður, er ég gaf henni hið gag.istmða til kynna. Ég var þyrstur og sagði orðið melfc, sem ég hafði lært. Hún hvarf i-nn fyrir og kom aft- ur að vörmu spori með fullam ask af mjólfc. Fyrst dreypti hún á henni sjálf, og rétti mér síðan. Þeigar ég hafði fengíð nægju mína, tók hún við askinum og lauk úr honum. Á meðan dró ég nokkra £12 TÍUINN - SUNNUDAGSBLA®

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.