Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1970, Síða 10
mér fyrir inni í kórnum, fór ég að
útbúa kvöldverð. Bauð ég presti
að borða með mér, hvað hann
þáði af mikilli Ijúfmennsku. Hitt
fólkið hópa'öist allt inn í kirkjuna,
en settist eins og gefur að skilja
handan við gráturnar, hátíðlegt á
svip, og fylgdist þaðan með öllum
tilburðum mínum.
Klerkurinn og ég sátum hvoi
andspænis öðfum og mötuðumst
og skröfuðum.
„Ég finn áreiðanlega einhvern
sequens", (hann ætlaði að segja
guide, en ég tel hitt orðið réttara,
og mun því nota það) „en“, bætti
hann við, „þú getur ekki farið á
morgun“.
— „Það þætti mér miður, góða
veðrið er á förum, og ég á langa
leið fyrir höndum. Hvers vegna
.get ég ekki farið á morgun?"
— „í fyrsta lagi væri það eng-
in koma, og krakkarnir færu öll
að skæla, ef þú færir strax. í öðru
lagi ætla ég að gifta dóttur mína
á morgun, hún er sú fjórtánda í
röðinni og nærvera ókunnugs
manns hlýtur að vera gæfumerki,
svo að við sleppum þér ekki“.
(Þetta er skáldskapur, því að eng-
in gifting verður á Torfustöðum
um þessar mundir. Árið 1865 eru
tvenn hjón vígð þar, önnur 30.
júní, en hin 6. nóvember. Auk
þess átti séra Guðmundur einung-
is eina dóttur barna).
Þetta sló öll vopn úr hendi mér.
Ég lét undan klerki með þeim
mun meiri háttvísi, sem ég átti
ekki annars úrkosta.
Allir virtust hæst ánægðir yfir
þessum málalokum. Það var vissu
lega orðið mjög framorðið, svo að
ég lagðist endilangur á æðardúns-
sængur, er rnenn höfðu breitt fyr-
ir framan altarið. Út um litla
gluggann sá ég baldursbrár og
fífla vagga sér á leiðunum. Ég lauk
við vindilinn minn, klerkur bauð
góða nótt og gekk út úr kirkjunni
með allan hópinn á eftir sér. Ég
sofnaði á augabragði.
En sú kyrrð, en sá friður! Aldrei
hef ég notið hvíldarinnar jafninni
lega og í þessu hrörlega guðshúsi
við hliðina á friðsæla sveitabæn-
um, sem forlögin vísuðu mér á og
þar sem hin ótrúlegustu ævintýr
biðu mín.
Ég vaknaði ekki fyrr en löngu
eftir sólarupprás. Þegar ég leit út,
lá ég allt heimilisfólkið vera að
raka niðri á túni, og fannst mér
þette íkemmtileg bytjun á brúð-
kaupsdegi. Jafnskjótt og fólkið
varð mín vart, lagði það frá sér
hrífur og orf og kom til að bjóða
góðan dag. Það beið einungis eftir,
að ég vaknaði, svo að hátíðahöld-
in gætu hafizt.
Mér datt í hug, að nú væri tæki-
færi til að sýna einhvern höfðings-
skap. í dóti mínu geymdi ég ýmsa
smáhluti, sem ég ætlaði til gjafa:
brúður, klæddar eftir nýjustu
tízku, handa litlum stúlkum, arm
bönd úr glerperlum og skeggjaða
púka, sem skutust upp úr öskjum,
þegar stutt var á fjöður. Þeir voru
ætlaðir börnum, en fullorðna fólk-
ið þreif þá af þeim skellihlæjandi,
og fannst þetta greinilega var há-
mark tækninnar á þessari öld.
Hver þessara púka hafði aðeins
kostað um fimm skildinga á mark-
aði í París, — og þó held ég, að
þeir haf-i vakið mestan fögnuð af
öllu skraninu, sem ég var með.
Handa ungu stúlkunum keypti
ég kefli með mjóum, litfögrum
silkiböndum. Ég náði í nokkur og
gaf þau einum fimm heimsætum
á aldrinum sextán ára, til tvítugs
og hélt, að þær yrðu stórhrifnar.
Fyrst botnuðu þær ekkert í, hvað
þetta gat verið. Sú skarpskyggn-
asta tók loks eftir títuprjóninum,
sem endinn var nældur niður með,
tók hann úr og byrjaði að rekja
ofan af snúðnum. Hinar héldu, að
hún hefði ráðið gátuna, og fóru
að dæmi hennar. Þegar þær höfðu
rakið upp allan silkiborðann,
fleygðu þær honum burt eins og
hverju öðru rusli og tóku svo til
við pappírinn, sem var utan um
spóluna. Auðvitað fundu þær ekk-
ert nema trésnúð, sem þær sýndu
hver annarri vonsviknar.
Sjálfur var ég sárgramur yfir
viðtökunum, sem silkiböndin mín
fengu, og ekki sizt yfir því, að
vesalings stúlkurnar skvldu halda,
að ég væri að kera gys að þeim. Mér
skildist, að ég yrði að sýna þeim
til hvers ætti að nota gjöfina. Ég
tíndi saman keflin oCT beim
burt, síðan lét ég þær dást að
mýkt silkiborðans. Þegar þær
fóru að átta sig, gekk ég til einnar.
sem hafði mjög fallegt hár, —
hárið er það, sem prýðir þær mest,
og bær hirða bezt — og gaf ann-
arri merki um að færa mér greiðu.
Hún kom undir eins með ein
hvers konar kindarkjálka. sðm fisk
dálkuT var festijr í. Þetta frum-
stæða áhald var gljáfægt af sliti,
og koparbólur, greyptar hér og
hvar í greiðuna, vitnuðu um list-
rænt handbragð. Ég fléttaði nú hár
heimasætunnar í flýti, og hnýtti
stóra slaufu um endana, svo að
allir dáðust að. Endirinn var sá,
að ég greiddi þeim öllum fimm á
sama hátt, Mér fannst ég vera á
grímuballi, en stúlkurnar lærðu
að minnsta kosti að nota hárbönd.
Síðan hef ég haft slæma samvizku
út af því, að kenna konum þessar-
ar fátæku þjóðar að nota glysvarn-
ing.
Á meðan þessu fór fram. reyndi
ég að geta mér til, hver úr hópi
kvennanna væri tilvonandi brúður,
svo að ég gæti skrýtt hana á við
eigandi hátt. Ég innti prest nokkr-
um sinnum eftir henni, en hann
svaraði alltaf: Þú sérð hana bráð-
um (mox videbis).
Nú var smalað saman fjölda
hesta, karlar og konur fundu hver
sinn reiðskjóta, unglingarnir, sem
ekkert áttu reiðverið, riðu berbakt
og valhoppuðu í einum fleng. Ég
var hættur að spyrja, og reið áfram
annars hugar, unz fylkinsin nam
staðar i mýrlendi nokkru, eftir svo
sem klukkustundar reið. Þar uppi
á hæð óx dálítill skógur, og út úr
honum kom ungur maður um þrí
tugt og stúlka, á að gizka tuttugu
og fimm ára: þetta voru hiónaefn-
in.
Þegar ungt fólk á fslandi fellir
hugi saman, játa þau hvort öðru
ást sína, trúlofa sig í viðurvist
fjölskyldunnar og búa saman upp
frá því á bæ, sem þeim er hjálpað
að reisa. Þau eru lögleg hjón
frammi fyrir guði og mönnum.
Blessun kirkjunnar hljóta þau ekki
,fyrr en von er á erfingja, svo að
hann megi verða skilgetinn: Stund-
um kemur vanræksla í veg fyrir
að þessum formsatriðum sé hlýtt í
tæka tíð og verða þá prestarnir
að hagræða dagsetningum kirkju-
bókanna eftir því sem henta þyk-
ir.
Ég þurfti ekki annað en líta sem
snöggvast á brúðina til að sjá, að
hér þurfti að hafa hraðann á. Henni
var lyft í söðulinn með viðeigandi
háttvísi, og við snerum aftur til
Torfastaða, en höguðum nú ferð-
inni í samræmi við hið interessanta
ástand konunnar.
Hjónavígslan hófst undir eins,
samkvæmt lútherskum sið, og ég
man, að þrátt fyrir virðuleikann,
sem svaramannshlutverk mitt
krafðist, þá stóð ég með kross-
lagða arma á kirkjugólfinu og tott-
514
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ