Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1970, Page 15

Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1970, Page 15
 ÞÓRODDUR GUÐMUNDSSON: Bóndinn á Breiðavaði (Þórhallur Jónasson) Þú áttir sanna prúðmennsku, sem aldrei tignin brást né yfir nokkuð sást á tífsins miklu náðarstund í návist annars manns, þín sæmd var æ til sanns. Mér skildist, að þú flestum síður máttir vamm þitt vita, ég vissi, að þú fengir aldrei kastað geir né þvita að neinum, sízt af öllu úr hlaði heimaranns. Að búi þínu undirðu við gleðigjöfult starf, sem gaf þér dýrstan arf í minningu um grösin öll, er gróa lét þín hönd um Héraðs heimalönd, því gróður sá mun langar stundir ilmi sínum anda um Eiðaþinghá, minnast þín sem leystir hvers manns vanda, þá líkt og undir jarðarmeni tengdust tryggðabönd. Með gamanorð á vörunum þér allt að yndi varð og vítt þitt vonarskarð, sem hlátraveröld byggðirðu þér bak við fjöllin há, þar ekkert skyggði á. Að viðmælanda líkt og blómstur fyndniorð þín fuku með fjallaþeynum tiginborna, létt um vanga struku. Þau minntu helzt á geislablikið sjáifri sólu frá. Syo hýrt og birtugjöfult fannst mér gæfu þinnar Ijós, er glitaði hverja rós, sem fagurlegast ilmaði við burstabæinn þinn með yl og unað sinn. Og minning þína blessa jafnan Héraðs heillavættir. Til hinztu stundar dyggur varstu, jafnan manna sættir. Með þessum orðum kvaddur sértu, kr^' vsnur minn. 1970. Þóroddur Guðmundsson. T í M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ 519

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.