Tíminn Sunnudagsblað - 18.07.1971, Blaðsíða 13
Ingibjörg Finnsdóttir á efri árum.
etaðar, að minnsta kosti ekki svona
annað veifið. Þó held ég að við í
Hrútafirði, höfum farið betur út
úr hafísvorinu 1887, en margir aðr-
ir. Þá var ísinn þó það gisinn á
firðinum, að það náðist til þess
að veiða hrognkelsi, og á því lifði
fólkið bókstaflega.
— Veiddist mikið af hrognkels-
um þetta vor?
— Það veiddist alveg ótrúlega
mikið, þegar þess er gætt, að ekki
var um annað að gera en veiða inn-
an um ísinn. Það var varla um að
ræða að hafa nema eitt net í hverj-
um stað, í stað þess að geta lagt
heilar netatrossur í auðan sjó. En
samt veiddist vel, og stund-
um ágætlega. Það var einn dag
þetta vor, að bóndi úr nágrenninu
kom til foreldra minna og leitað-
ist fyrir um það, hvort hægt væri
að láta sig hafa ofurlitla ögn af
kornvöru. Móðir mín fór þá til og
skipti jafnt á milli sín og hans,
því sem eftir var af mjölvöru á
bænum. En þegar vitjað var um
hrognkelsanetið okkar þennan
dag, voru í því þrjátíu fiskar, sem
var einsdæmi á þessu vori, svona
í eitt skipti. Sannaðist þar sem oft
endranær, að oft gefst þeim, sem
gefa. Og enginn held ég að skaðist
á því að gera náunga sínum greiða.
— Það hefur varla verið mikið
um samgöngur hjá ykkur, þegar
hafísinn lá uppi í fjöru, vikum og
mánuðum saman?
— Þetta ár, 1887, var engin
sigling á Hrútafjörð fyrr en í ágúst.
Safnaðist þá saman í Hrútafirði
mikill fjöldi Ameríkufara, og beið
þar skipsins alveg frá því um vor-
ið'. Faðir minn var þá hreppstjóri,
og varð hann í hálfgerðum vand-
ræðum með að koma öllu þessu
fólki fyrir. Það var varla sá bær
til í allri sveitinni, að ekki biði
þar einhver skips. Og sjálfsagt
hafa margir flotið á fyrirgreiðslu
vina og vandamanna, en þó var það
margt fólk, sem pabbi varð að
ráðstafa. Meðal annars biðu
heima hjá okkur tíu manns og
dvöldu lengi. Af þessum tíu mann-
eksjum voru hjón með sex börn,
þar af tvö frá fyrra hjónabandi
mannsins. Voru þau bæði komin
yfir fermingu. Við, heimakrakkarn
ir, lékum okkur mikið við þessi að-
komubörn, og man ég, að okkur
þótti það dálítið ævintýralegt að
vera að leika okkur við börn, sem
voru á leiðinni til Ameríku.
Yngsta barn þessara hjóna var á
fyrsta árinu. Það dó í hafi, eins og
mörg fleiri ungbörn Ameríkufara.
Ég held, að þessi mikli ungbarna-
dauði hjá Ameríkuförum hafi að
miklu leyti stafað af því, að börn-
in hafi ekki þolað niður-
soðnu mjólkina, sem fólkið’ varð
að leggja sér til munns á leiðinni
yfir hafið.
— Mér hefur oft fundizt sam-
hjáip og greiðasemi algengari í
strjálbyggðum og harðbýlum sveit-
um en víða annars staðar. Myndi
það ekki líka eiga við um Hrúta-
fjörðinn?
— Það var mikið til af góðu og
greiðugu fólki í Hrútafirði, og er
enn. Ég man það vel, að einu
sinni, þegar ég var barn á harð-
indaárunum á milli. 1880 og 1890,
komu til foreldra minna fá-
tæk hjón, sem bjuggu á fjallgbæ
og færðu keim tvo fulla poka af
þurrkuðmx fjallagrösum. Þetta
T í M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ
637