Tíminn Sunnudagsblað - 18.07.1971, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 18.07.1971, Blaðsíða 20
Enn er víða myndarlegur hornabúskapur hjá börnum í sveit, eins og þessl mynd sýnlr. — En flelrl léku sér að hornum en börn. Bóndi nokkur í uppsveitum Árnessýslu átti fallega sauði á áratugunum eftir aldamótin, og hann safnaði jafnan horn- um þeirra, er hann felldi þá. Sagt er, að hann hafi átt nokkur hundruð sauðahorna, þegar sauðaeign tókst af í landinu um 1940. Hann hafði það sér til yndis á efri árum að handleika sauðahornln og minntist þá sauðslns, er hornin hafðl borið. — Sum- Ir bændur voru svo glöggir, að þeir þekktu hverja kind sína áhornunum og gátu dregið féð sundur I myrkrl. Laxá í ÁLn mín sem augans tár þú streymir um okkar dal frá fjallsins helgu ró. Þig fögur sveit i faðmi sínum geymir unz fellur himinblá í grænan sjó. Við fæddumst inn { fossa þinna sönginn og flúðir þínar sáum langan veg. Við vissum hversu veiðisæl var stöngin og varptíðin við hólmann dásamleg. Gefist oss lán þinn glæsileik að verja og gýgju þinnar hljóma una við. Frá innsta dal til yztu strandar- skerja var einhver himne.sk dýrð í nánd við þig. H. J. Þessi rádýrskálfur fæddist í Svíþjóð fyrir allmörgum vikum. Þá var kuldarigning eins og stundum er um sauðburðinn á íslandi. Kálfurinn var að því kominn að krókna. Konan hér á myndinni fylgd ist með honum í sjónauka. Hún sá, að hann var hættur að geta hrölt á fætur. Þá tók hún til sinna ráða Kálfurinn var að 'dauða kominn, er hún koni á vettvang. En hún hafði verið á námskeiði, þar sem kennd var lífgun úr dauðadái, og nú beitti hún kunnáttu sinni. Hún blés í bókstaflegri merkingu lífs- anda í rádýrskálfinn. Og nú er hann heimalningur hjá henni og drekkur mjólk úr pela, rétt eins og tíðkast um undanvillinga hérlendis. 644 T 1 Jtt 1 N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.