Tíminn Sunnudagsblað - 18.07.1971, Blaðsíða 19
lygndi með morgunsárinu. Sigur-
finnur sagði að veðrið myndi
verða sæmilegt. Ég vaknaði hress
og ánægður, glaður yfir því að
þeir gætu róið og sagði við Sig-
urjón að við skyldum klæða okkur
og fara austur á Skans og sjá,
þegar bátarnir færu út Leiðina.
Svona gersamlega var mér úr
minni liðið hugarstríðið, sem ég
átti í kvöldið áður.
Bátarnir streyma út, hver af
öðrum, og nú kemur Njállinn. En
þegar hann kemur út á Klettsvík-
ina, stöðvast hann. Brátt kem-
ur Haffrúin, hún hægir hjá Njáln-
um, þeir talast við, Haffrúin tekur
sveig og allt er tilbúið á Njálnum,
Magnús er tilbúinn með kastlín-
una, Haffrúin kemur upp að, þá
fer Njállinn aðeins í gang, en ekki
nema andartak, en nóg til þess,
að Magnús hættir við að kasta lín-
unni og Haffrúin rennir framhjá
og beint inn á Botn. Formaðurinn
á Haffrúnni varð þá var vélarbil-
uar hjá sér og treystist ekki að
gera aðra tilraun. Nú hefur golan
slegið Njálnum flötum, þannig að
framstefnið vissi beint upp í Urð-
irnar. Enn hygg ég, að engum
sem á horfði, hafi dottið í hug,
að þarna yrði slys. En nú gera
þeir á Njálnum það, sem ekki
mátti gera. Þeir hala upp flokk-
úna, en fyrst hefði þurft að setja
út alíkeri aftur af bátnum til þess
að fá hann í rétt horf inn Leiðina.
Báturinn sker nú áfram upp í vind-
inn, lætur ekki að stjórn, er kom-
inn að svokölluðu Hringskeri. Þeir
taka niður fokkuna, en of seint.
Forlögin eru ráðin. Nú fær ekkert
bjargað. Og þó. Báturinn fór í róð-
ur með línu og því fullt af lcða-
belgjum og baujum á dekkinu,
með margföldu flotafli hania
þeim. Ekkert var hreyft við þessu.
Báturinn heldur áfram að síga
upp að skerinu, þar til brotið tek-
ur hann og kastar honum upp á
skerið. Andartak vóg hann þar salt,
svo* að ég var farinn að vona að
hann hrykki inn af, því að þar var
lygna og því hægt að bjarga, en
það varð nú ekki. Hann féll út
af 1 miskunnarlaust brimlöðrið.
Að þessum sorgarleik loknum
man ég lofes eftir því, sem kom
i huga niinn kvöldið áður, með
ekki minni þunga en þá. Hví þurfti
þetta að fara svona? Hvers vegna
gat ég ekki munað eftir þessu um
morguninn, þegar Sigurfinnur
kom að kalla og svo ekki fyrr en
allt er um garð gengið? Þetta var
allt svo ömurlegt. Meðan við
stön ’ im þarna enn að horfa á
þetta dapurlega sjónarspil brotn-
ar stór fleki úr byrðingi bátsins.
Hann íckur strax fyrir aðfallinu
og n'’?'ankaldanum, sem leið ligg-
ur inn Víkina og Leiðina og inn
í Bo n. Því held ég, að ef fokkan
hefði aldrei verið höluð upp, að
ekk'. væri útilokað, að bátinn hefði
luca rekið heilu og höldni? inn á
E tn. En við skulum ekki vera að
vdta þessu frekar fyrir okkur. Við
getum séð ýmislegt eftir á, en finn-
u'q oftast jafn/ramt, hvað við ork-
um ákaflega litlu.
Rétt áður en flekinn losnaði,
kom loksins bátur, sem var að
fara í róður. Hann sér hvað orðið
er, kemur þegar á slysstaðinn,
rennir nær því upp að skerinu og
nær þegar í einn mann á floti,
Magnús Runólfsson og héidur þeg-
ar með hann í land, þar sem reynt
var að lífga hann, en án árangurs.
Þarna var maður, sem sýnilega
kunni að halda um stýri. Það var
Sigurjón Sigurðsson frá Brekku-
húsi í Vestmannaeyjum, og bátur-
inn, sem hann var á, minnir mig
að væri Atlantis.
Við verðum svo oft að st ida
Ffimhald á bls. í>46.
TÍHINN — SUNNUDAGSBLAÐ
643