Tíminn Sunnudagsblað - 18.07.1971, Blaðsíða 10
Margur smalahundurinn ieggur sig fram sem mest hann má og veitir ómetanlega
hjálp.
Nú þurfti ekki að hvetja Trygg eða
segja honum fyrir verkum. Dræg
ist kind aftur úr eða tæki sig út
,ór rdcstrinum, var Tryggur þar
j&tminn, úrrandi grimmdarlega og
gíefsandi. Svo kom hann að göt-
unní og leit upp til Leifs, sperrtur
með hringaða rófu eins og hann
vildi segja: „Ekki reka þeir betur
en ég, þessir bannsettir áfloga-
•'hundár, sem allt ætla að drepa,
rífa og tæta. Það verður eftir af
þeim. Fá aldrei vitglóru á við
hvolp, en láta eins og úlfar. Svei
þeim“. Tryggur snippaði fyrirlit-
lega og lyfti fæti utan í þúfu.
Týra var liðlétt við reksturinn,
en þeim mun stimamýkri við
Trygg. Hún vingsaði gljáandi
skrokknum og dillaði róf-
unni, hverju sinni er fund-
, um þeirra bar saman, og vildi
sleikja blóðug eyru hans eins og
hún vildi segja, að hann mætti
ekki vera fúll við sig, ekki gæti
hún að því gert, þó að þessir
! ribbaldar létu eins og óðir væru.
I Leifur horfði á breitt bak Finn-
boga fyrir framan sig. Honum
sýndist hann vei ' of stór pg þung-
ur fyrir Brún, sem þó var mikill
hestur. Það var gott að eiga þennan
stóra mann að vini. Þægi-
leg þreytutilfinning seytlaði um
| taugar Leifs og svefn sótti á, en
hann reyndi eftir megni að halda
ser vakandi, reyndi að hafa augun
á rékstrinum, fylgjast með ferðum
Trjggs, horfa á svartan lambhrút,
sem þvældist fyrir fótum Brúns.
Reksturinn var þögull, nema
hvað eitt og eitt lamb jarmaði En
jármur réttarinnar söng enn í eyr-
um Leifs líkt og þungur niður.
Hann vafði löngum faxhárum
Grana þétt um vinstri hönd sína,
þótti það vissara, ef hann dottaði.
. Myndir voru á hvörfum í huga
hans, birtust og hurfu: andlit
| Þóru, rjótt og hvítt, bláu augun,
! ljósa hárið: andlit móður hans,
stór brún augu, dimm af sorg, síð-
an faðir hans dó, í sjö vikur, sjö
vikur í gær. Svo’sá hann gröfina,
dökka mold í grænum gárði. Hann
hafði alltaf iimdlð’sting'í^brjósti,
! þegar hánn^sa’. gröfina á í'ak við
, kirkjuna, en^nú fann hann engan
sting. Það jar’ gott. Hann vafði
j faxhárin fástar um höndina, Hon-
um ieið vel. Hol rödd Balda góms
hófst upp úr jarminum, en hann
heyrði ekki orðaskil, og honum var
sama. Hann var ekki maður enn
þá. Hann ætlaði að reyna að verða
maður, helzt eins og faðir hans,
sterkur og glaður, ráða fram úr
hverjum vanda eins og það væri
ekki vandi. Hann ætlaði að hætta
að vera sorgbitinn, ætlaði að vera
glaður og hughreysta móður sína.
Þá sá han föður sinn, og hann
brosti til hans kyrru, glettnu brosi,
sem hann mundi svo vel. Síðast
sá hann ljóst yfirskeggið, um leið
og myndin dofnaði og hvarf.
Leifur var allt í einu glaðvak-
andi, en hann lokaði augunum til
að reyna að halda í mynd föður
síns. Hún kom ekki aftur. Hann
rétti úr sér í hnakknum og fyllti
lungun af mildu kvöldlofti, fann
lífsþrótt seytla um æðar sínar,
vissi, að þessi langi dagur hafði
verið góður.
Hann reið fram með hliðinni á
Brún og sá, að Finnbogi reiddi
svarta lambhrútinn. Hann hlaut að
hafa gleymt sér góða stund, því
að hann hafði ekki orðið þess var,
að Finnbogi kippti lambinu upp á
hnakknefið.
„Hann hefur gefizt upp, sá
svarti,“ sagði hann.
„Já, hann var orðinn slæptur,
greyið“, svaraði Finnbogi. „Ég
held hann sé undan henni Grá-
kollu — ykkar. Hún er vön að
halda sig lengst norður í f jöllum.
Þeir voru komnir á Bæjarleitið
og sáu heim að 'Hólum. Þar var
ljós í glugga.
„Við höfum féð á Hólatúninu í
nótt eins og vant er,“ sagði Leifur.
Finnbogi leit við honum og svar-
aði eftir andartaks hik:
„Já, það verður fegið að grípa
þarniður, áður en það leggst“.
Leifur þóttist heyra nýjan hreim
í rödd Finnboga, þann sama og
þegar hann áður talaði við föður
hans.
A34
T í M I N N — S UNNUDAGSBLAÐ