Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1971, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1971, Blaðsíða 7
þess að gerast Múhameðstrúarmað- ur, var að segja þessi orð: La Illáh elá Alláh Móhamed Ras- úl Alláh. Þó að það væri nú ekki auðvelt fyrir Vesturlandabúa að læ’-a að herma þessi orð, sem hljúma í okkar eyrum eins og töfraþula, þá var þó hægt að komast yfir þau, og þá var trúskiptingurinn færður í márísk föt, settur á hest- bak og leiddur um igötur borgar- innar með miklu fylgdarliði, að ógleymdri hljómlistinni. Sem Mú- hameðstrúarmaður mátti hann auðvitað ekki lengur heita kristi- legu nafni, og varð hann því að finna sér nýtt nafn. En þau hlunn- indi fylgdu nýja nafninu, að rene- gatinn mátti velja sér nýjan föð- ur, sem þaðan af átti að halda verndarhendi yfir hinum nýja músilmanni. Daginn eftir var trú- skiptingurinn eða renegatinn um- skorinn, nema Gyðingur væri, og þá var hann endanlega orðinn full- gildur Múhameðstrúarmaður. Ekki var hann þó að öllu leyti jafn rétthár og hinir innfæddu: Hann mátti ekki kvænast nema dóttur annars trúskiptings eða konu af negrakyni. Flestir trúskiptingar voru Spán- verjar, en einnig Frakkar, ítalir og Portúgalar, og jafnvel Þjóðverjar, Svisslendingar og Englendingar. Um Dani segir dönsk samtíðar- heimild: „Það er dönsku þjóðinni til heiðurs, að enginn Dani hefur nokkurn tíma orðið trúskipting- ur". Trúsíkiptingar gátu komizt til hæstu embætta. Símon de Danzer, sá sem lét smíða fyrstu karavell- una í S‘la 1616, en var hálshöggv- inn af súltaninum tíu árum seinna, hafði verið Hollendingur. Flotafor- ingjarnir voru svo til allir trú- skiptingur eða renegatar. Kheyr- ed-din var Grikki. Svo kom Kor- síkumaður. Occhiali, sá næsti, var frá Sardiníu. Eftirmenn hans voru frá Feneyjum, Ungverjalandi og Albaníu. Titill þeirra var rais eða reis. Þeir höfðu aðstoðar- og und- irforingja, sem einnig voru rene- gatar. Én pílótarnir, leiðsögu- mennirnir, sem þeir höfðu á skip- um sínum, voru víst þrælar, vald- ir til starfsins með tilliti til sér- þekkingar sinnar á staðháttum. Múrad-Rais. Um 1620 fer að bera á Múrad- Rais, einnig skrifa'ður Mórat-Reis, einum frægasta sjóforingja þeirra f S‘la. Frá 1622 vandi hann ferð- ir sínar til Hollands, og síðan var „alltaf kvikt af sjóræningjum á Ermarsundi". 1624 gerðist hann kastalastjóri (Le caid de la Cas- bah) í S‘la. Hann fór svo margar árásarferðir til Englands og rændi þar svo mörgum mönnum, að slökkva varð á vitanum á suðaust- urhorni Englands til að vísa hon- um ekki veginn. Það var hann, sem borgarstjórinn í Plymouth kvartaði yfir: Hann hefði á einu ári tekið eitt þúsund manna á Austur-Englandi. Árið 1626 herjaði hann á ströndum Wales. 1627 fór hann ránsferðina til íslands. 1631 gerði hann samskonar árás á írlandi. Um þá land- göngu er sagt, að Múrad-Rais hafi lent að kvöldi til og látið um tvö hundruð sjóræningja, sem reynd- ar voru kallaðir hermenn eins og í stríði væri, fara í skipsbátana og taka kotbæinn Bátinor (Baltimore). Komu þeir fiskimönnunum, sem bjuggu á þessari eyju, algerlega á óvart og tóku 237 fanga, karla, konur og börn, allt að vöggubörn- um. Fóru þeir með þetta fólk til „Algírs“, þar sem það var sett til sölu. (Sennilegra er þó, að þeir hafi farið með það til S‘la). Seg- ir í enskri bók: „Og það var hörmuleg sjón að sjá eiginmenn skilda við konur sínar og börn við foreldrana". Englendingar máttu sín lítils gagnvart sjóræningjum þessum. En verzlun sinni til verndar drógu þeir saman lið í Portsmouth. Átti að taka og eyðileggja ÖU frönsk og spönsk skip, hvar sem þau næðust, til að halda uppi enskum forráðum á sjó meðfram frönsku ströndinni. Leiðangurinn sneri til baka til Englands „með ekki litlum óheiðri fyrir þjóð okk- ar, óhóflegum kostnaði fyrir sjóð- inn okkar og miklu mannfalli í röðum okkar", eins og ensk sam- tíðarheimild segir. Jarlinn af Warrick fór árið 1627 árásarferð á öll spönsk ríki í Evr- ópu, Afríku og Ameríku, en sú ferð bar engan árangur heldur. Og tilgangslaus var einnig sá hálf- partinn sióræningjalegi leiðangur, sem Sir Kennelm Digby fór til Miðiarðarhafsins. Um tultugu ára skeið var Mú- rad-Rais foringi þeirra í S‘la. Að lokum tókst riddurunum á Möltu að taka hann fanginn. 1640 var hann þó aftur orðinn frjáls mað- ur, en hann sneri ekki til baka til S‘la, heldur gerðist hann nú kast- alastjóri í Oualídia, sem einnig var meðal fremstu borga Andalúsa. Þar hlýtur liann að hafa borið beinin, en það er þó aðeins ágizk- un mín, af því að ég hef ekki frekar rekizt á hann á þeim til-' tölulega stutta tíma, sem mér stóð til boða og í þeim fáu heimildum, sem ég komst yfir. Tyrkjaránið á fslandi. Árið 1627 lagði Múrad-Rais leið sína til íslands. Ekki er vitað, af hverju honum datt slíkur leiðang- ur í hug. Það er þó ætlan mín, að hann hafi haft fréttir af ráns- ferðinni, sem Englendingar fóru undir forystu Jóns gentilmanns til íslands 1614. Auk þess hafði Mú- rad-Rais í þjónustu sinni danskan þræl, sem sagðist hafa komið til íslands. Hafa ævintýraþrá og metnaðargirni sennilega átt sinn drjúga þátt í því, að hann skyldi leggja í svo langa og hættulega ferð á ókunnar slóðir. Fór hann af stað með þrjú skip. Þau voru minni en 150 lestir, 22 til 25 metra löng og hér um bil átta metr- ar á breidd, með þrjú möstur, auk bugspjóts, og með ferhyrnd segl að framan. Átta til tíu fallbyssur voru á hverjum báti og að jafn- aði 20 til 25 steytlar. Um 150 menn er sagt, að hafi verið á hverj- um báti. Múrad-Rais hafði þrjá enska þræla sem pílóta, sem áttu að vísa veginn til Englands, en dansk’ þrællinn, sá sem komið hafði til íslands áður, átti að vera yfirpíl- óti og leiðbeina skipunum til ís- lands. Sagan um Pál danska er því engin þjóðsaga, þó að heimild- irnar nefni hann ekki með nafni — ekki frekar en hina ensku þræla. Ferðin til íslands var alls stað- ar álitin mesta sjómannsafrek sinnar tíðar og hápunktur í hetju- ferli þess, sem fyrir henni stóð, enda von, að slík ferð langt út fyrir hinn þekkta heim Evrópu- Iandanna vekti geysiathygli. En heimildimar eru einnig sammála um það, að árangurinn af þessari ferð hafi ekki orðið í samræmi við afrekið og áhættuna. Þótt íslenzk- T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 679

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.