Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1971, Blaðsíða 3
Storkurinn stendur höllum fæti í viðsjálll veröld. Sums
staðar er hann með öllu horfinn. Hann er fátíður orðinn
í Danmörku. og I Svíþjóð verpti síðasta parið á skánskum
bóndabæ árið 1954. Storkurlnn er fugl, sem víða er sárt
saknað.
Um gervalla Vestur-Evrópu hefur storkum hríðfækkað síð-
ustu hundrað árin. Margt getur valdið: Breyting á veður.
fari, stórfelld uppþurrkun lands, aukin notkun skotvopna
í vetrarheimkynnum storkanna, símalínur og rafmagnsiínur
og sjálfsagt fleira.
í Suður-Evrópu gerlr storkurinn sér
hreiður i trjám, en í Norður-Evrópu
oftast I símastólpum og ofan á reyk-
háfum. Hreiður storka geta verið
nær þrír metrar á hæð og veglð
eina smálest, þótt minnl séu að jafn.
aðl.
Húsbóndinn á storkaheimilinu er
karl I krapinu og ver hreiður sitt af
mikilli hörku. En heima fyrir eru
hjónin hvort öðru næsta ástúðleg.
Þau heilsast með hneigingum og láta
skella vinalega í neflnu á sér.
Á mikium vætusumrum er ekkl fá-
títt, að ungar storka I Vestur-Evrópu
fái lungnabólgu. Þá er þeim dauðinn
vís. Fæðu afla storkar sér I mýrlendl,
og þess vegna hefur uppþurrkun
lands verið tllræði við þá.
Langt nefið er hið mesta þarfaþing.
Með þvf veitist fuglinum auðvelt að
grípa froska, eðlur og skorkvikindi,
og á grynningunum veiða storkar
Flsk og krabba. Storkur getur gleypt
48 froska I elnni lotu.
Ekki verður storkum skotaskuld úr
því að vinna á höggormi. Þeir gleypa
síðan höggormana og eru fljótir að
melta þá. í Þýzkalandi eru storkar
drýgstir við að eyða krabba einum,
er þar telst meindýr.
Ungarnir eru mjög hraðvaxta. Storka
hjón bera daglega heim sex til átta
pund af mat, og er það býsna margt
og sundurleitt, sem í búið er lagt.
Af þessu þrífast ungarnir vel sem
dæmin ótvirætt sanna.
T f M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ
67