Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1971, Blaðsíða 22
--------—-----------
V/Ð GLUGGANN
Flækingshundar eru nú orðn-
ir hin mesta plága í sumum
borgum Bandaríkjanna. í Balti-
móru einni eru þeir taldir vera
áttatíu til hundrað þúsund, og
í fleiri bandarískum borgum er
líkt ástatt.
Þessu veldur einkum, að
fjöldi Bandaríkjamanna hefur
hin síðari ár fengið sér varð-
hunda vegna glæpaöldu þeirra,
sem sífellt rís hærra og hærra
í bandarískum bæjum og borg-
um. Mjög margir þeirra, sem
fengið hafa sér þessa hunda,
hafa ekki kunnað með þá að
fara. Hirðingu, gæzlu og aðbúð
hefur verið mjög ábótavant hjá
hinum nýju eigendum mörgum
hverjum, og hundarnir hafa
hlaupizt frá þeim og farið á
flæking. Ráfa þeir síðan um
í leit að æti, ýmist einir í kring-
um sorptunnur í húsagörðum,
eða þeir hópa sig saman við
sorphauga og í almenningsgörð-
um. Flækingsdýr þessi eru sí-
soltin eins og gefur að skilja,
en auka þó kyn sitt óðfluga.
Þau eru hrakin og ofsótt og
fyllast við það grimmd, og er
nú svo komið, að margir eru
dauðhræddir við þessa hunda,
einkum ef þeir fara margir sam-
an.
★
Menn hafa ævinlega þótzt
þess fullvissir, að geitfé og
sauðfé geti ekki tímgazt saman:
Geit gæti ekki fengið með hrúti
né ær með hafri. Þetta er þó
ekki með öllu rétt.
í tilraunastöðvum dýralækna
í Englandi hefur sem sé kom-
ið á daginn, að hrútur getur
auðveldlega frjóvgað geit, þótt
hafur geti ekki frjóvgað á. Hitt
er rétt og satt, að geit hefur
aldrei alið kið, sem á hrút að
föður. Því er svo varið, að fóstr-
ið hættir að þroskast eðlilega
eftir sex vikur, því að þá tek-
ur líkami geitarinnar að bregð-
ast við því sem aðskotahlut.
Nú er talið að koma megi í
veg fyrir þetta, ef notuð eru
rétt meðöl, og hafa dýralækn-
arnir ensku látið uppi, að mikl-
ar líkur séu til þess að senn
megi takast að fá kynblendinga,
sem ekki hafa þebkzt hingað
til. Það kann að þýða, að með
tímanum fáist nýr búfjárstofn,
er sameinar kosti geitfjár og
sauðíjár.
★
Svíar hafa búið til olíu, sem
hefur það eðli, að hún lamar
lyktarskyn mýflugna, svo að
þær gleyma að stinga. Sá galli
er þó á, að áhrif olíunnar dofna
fljótt, ef svo er heitt í veðri, að
fólk svitni til mikilla muna.
Olía þessi er í hylkjum með út-
búnaði til úðunar, og hún
skemmir ekki flíkur úr gervi-
efnum.
Til eru einnig eins bonar
reykelsiskerti, sem mýflugur
fælast. Það er lyktin, sem held-
ur flugunum burt, þótt mönn-
um finnist hún ekki óþægileg.
Þessi „kerti“ eyðast á fimm
klukkustundum.
P
A ýmsum nótum
Framhald af blaðsíðu 674.
þeirra, sem sífellt eru að valda
tjóni, og þeirra, sem gera það
sjaldan eða aldrei, verður að
breikka, og tryggingargjöldin
verða að fara síhækkandi eftir
því, hversu títt bifreiðarstjórar
brjóta af þessu.
Mörg fleiri atriði kæmu hér
að sjálfsögðu til greina. En um
fram allt verðui að viðhafa
strangt eftirlit, sem ekki er
neitt skyndiupphlaup, heldur er
jafnt og öruggt árlangt. Fanga
klefana á fremur að nota til
þess að geyma þar óábyrga
menn, sem æ ofan í æ stofna
samborgurum sínum í háska
með því að stela bílum í
drykkjuæði, heldur en ekki
geigvænlegri manneskjum en
Birnu og Rósku. Allra ráða verð
ur að leita til þess að draga til
verulegra muna úr slysunum á
þjóðvegum landsins og borgar
strætum, og hvaða árangri
hægt er að ná, ef einbeittlega
er unnið, sannast af því, hversu
tekizt hefur með árvekni, áróðri
og eftirliti að koma í veg fyrir
stórfelld umferðarslys á mestu
Lausn
28. krossgátu
umferðarhelgi ársins nú að und-
anförnu.
J.H.
3$
Opi H'ó
H AT
S NtiJlflþ
TfiSfi t
i AfTA
b 4 A P m
HAH S’A
t&UNA
ftATtI 0
N fif/NB
Hfífttt•*.
& S$4
fítMSH#
A UfíÓfí
Q x A9é
f* NfíiF
i UL JtS
l HfítíM t
flg SfAZJi
‘6 A flóflé
i S NTCflfi S
LSKh &ri
k'A K’flF 8
X'* XI F
KANflfl ‘£ 4
ÝX *NA ffl
fí tffl ÓU ST]
n tifltiXAtt
MjBLZUAM fldk
694
T I M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ