Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1971, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1971, Blaðsíða 17
A5 enduðum níu áratugum { 28. tölublaði Sunnudagsblaðsins birtist fyrri hluti viðtals, sem Magnús H. Gíslason á Frostastöðum átti við Sigurð Þórðarson, fyrrum bónda á Egg í Skagafirði. \ar þar komið sögu, að Sigurður hafði verið við nám á Hólum í Hjaltadal og snúlð siðan aftur heim í Svarfaðardal að Ytra Hvarfi, þar sem mágur hans, Gísli, siðar á Hofi, bjó um þaer mundir. . Verður nú þar til tekið, er frá var horfið. Upp úr þessu hóf ég svo kennslu. Ekki var nú ætlun niín að leggja fyrir mig það starf, en óstæðan var sú, að ég hafði ekk- ert sérstakt að gera, þegar ég kom aftur norður til Gísla og Ingibjarg- ar. Jóhann Páll hafði stundað kennslu þarna í dalnum, en um þessar mundir.var verið að stofna nautgriparæktarfélag. Jóhann Páll var mikill hvatamaður að því og þurfti nú að heiman til þess að kynna sér þau mál. Af þessum sökum gat hann ekki sinnt þeirri kennslu, sem hann var búinn að taka að sér. Kom hann nú til mín og bað mig að leysa sig af hólmi. Það aftók ég. Jóhann Páll var um þetta leyti að kenna hjá Vilhjálmi á Ölduhrygg. Hélt hann þó áfram að ámálga þetta, en ég íyvaraði því til, að enginn tæki mig í hans stað. — Ja, viltu slá til, ef skiptin verða samþykkt af þeim, sem kenna á hjá? Jú, mér fannst ég þá illa geta neitað og svaraði, að ef Vilhjálm- ur samþykkti skiptin fúslega, skyldi ég taka að mér kennsluna — annars ekki. Ég þekkti Vil- hjálm vel. Við vorum góðir kunn- ingjar. Hann var harðneskjukarl, en lireinskilinn og einlægur. Hann kvað skiptin veikomin. Tók ég svo að kenna hjá honum, og var því ekki lokið, er Jóhann Páll kom aftur. En þá vildi Vilhjálmur ekki kennaraskipti á ný. Sigurður verð- ur áfram hjá mér, sagði hann, og þá varð svo að vera. Úr þessu varð svo kennsla í fjóra vetur. Kenndi aðallega í Svarfaðardal, en einnig í Hegranesi, og í Málmey hjá Friðriki gamla Stefánssyni tvo vetrarparta. Hafði heyrt sitt af hverju um Friðrik og kveið satt að segja hálfvegis 'f\ ir því að vera j hjá honum. En það reyndist alveg afbragö. Verst þótti mér, þegar hann k&rn til mín, þegar ég var &3 kenna, og tók að þylja yfir mér | ættariölur og fornsögur. Friðrik var mjög skemratilegur karl. — Hvernig féllu þér svo kennslustörfin? — Mér þótti kennslan skemmti- leg og var alls ekki eins óþolin- móður við krakkana og ætla mætti. Einum sti'ák í Svarfaðardal man ég eftir, sem var ákaflega erfiður. Hann var á seytjánda ári pg enn ófenndur. Þegar hlýða átti honum yfir, þá steinþagði hann. Svaraði ekki einu einasta orði. Þannig gekk það í marga daga. Ég vildi losna við strákinn. því að hann stór tafði fyrir kennslunni, en ég fékk það ekki. Ég reyndi að vera honum svo góður sem ég gat, en allt kom fyrir ekki. Seinast varð ég öskureiður og tuktaði hann duglega til. Þá lét strákur sig og fór að sýna tilburði til að læra. Og þá kom i ljós, að hann gat það vei. Og fermdur var hann um vorið. En stráksi þótti nú samt alltaf heldur baldinn. og þeg- ar hann svo trúlofaðist sagði fað- ir hans: „Já, hún á bágt, sú aum- ingja manneskja". Honum ieizt víst ekki á hlutskipti konuefnis- ins. Vorið eftir að óg byrjaði kennsluna, var ég við jarðabóta- vinnu í Svarfaðardal, einn til tvo daga á bæ, aðallega við að rista ofan af. Man ég alltaf, livað ég kvaldist af strengjum fyrstu dag- ana. Hélt. að þetta ætlaði að stein- drepa mig. Um þetta leyti bjó á Grund systursonur pabba. Hann var skipstjóri. Var með hákarla- skip frá útmánuðum og fram á sumar, en síðan fiskiskip. Hann þurfti því mann yfir sláttinn. Hann bað mig að vera hjá sér sumarið eftir Hóladvölina. Ég var tregur. En hann leitaði fast eftir þessu, bauð mér fimmtán krónur á viku. Þrem krónum meira en almennt var borgað. Þá var kaup- ið tvær krónur á dag um sláttinn, en ein króna vor og haust. Var úr, að ég réð mig þarna. En það varð nokkuð söguleg vist. Annar kaupamaður var ráðinn. Þorleifur á Syðra- Hvarfi, auk kaupakonu að hálfu, vinnukonu og dóttur hennar um fermingu. Þetta var heyskaparlið- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 689

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.