Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1971, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1971, Blaðsíða 19
við hefðum teikið allt stykkið fyr- ir í einu eins og hann vildi. Varð nokkurt orðaskak út af þessu, og urðum við báðir vondir. Stundar- korni seisna kallaði hann á mig heim og segir: „Komdu nú heim og taktu með mér staup og vindil. Það Iá illa á mér í morgun, og ég lét það bitna á þér. Ég hélt, að þú værir færastur um að bera það“. Uppgjörið við Brynjólf gekk ágætlega. Bar okkur ekkert á milli. Sátum við þar svo í veizlu til kvölds. Og þá var karl í ess- inu sínu. Aldrei sá ég hann kátari en þegar hann hafði sem flestum að veita. Brynjólfur var stórbrot- inn höfðingi. Um kvöldið fórinn við niður í Bólstaðarhlíð, og þar var setið við gleðskap hjá Sigfúsi lengi nætur. Minnti ég hann þá á spádóm hans um viðskipti okkar Brynjólfs. En það er reynsla mín, að ef spáð er illa fyrir mér, þá fer allt vel — annas öfugt. Þetta hefur alltaf verið svona. Það hef- ur ekki brugðizt, seir Sigurður, og slær á kné sér, því til áherzlu. Hvernig er það, við höfum lítið minnzt á Kristinn á Skriðulandi. Það er þó góður maður, sem mér er skylt að minnast. Ekki get ég hugsað mér betra heimili við fjall- veg en Skriðuland var. Og eins var það með Atlastaði, hinum megin við Heljardalsheiðina. Þegar pabbi heitinn dó, en það var um vetur- nætur, bjóst Kristinn auðvitað við, að ég færi að jarðarförinni, en vissi hins vegar, að ég var lasinn. Þegar ég svo kom upp á hálsinn gegnt Skriðulandi, tók ég eftir, að hestur var þar á beit á túninu. Er til mín sást, var hesturinn sótt ur og lagt á hann. Þegar við Krist inn höfðum heilsast sagði hann: „Sigurður minn, ég var búinn að heyra, að þú værir Iasinn, svo að ég ætla að biðja hann Kolbein minn að fylgja þér hérna upp að Stóruvörðu, svo að þú sért ekki einn alla leiðina". Morguninn eftir jarðarförina var rok og rigning. Vildu þá allir, að ég færi hvergi. En ég var vel útbúinn, í regnheldum fötum, en þó ekki vaðstígvélum. Ég hefði gist á Hofi, og Gísli sagði, að ég skyldi vera rólegur. Hann færi varla í þá vonzku, að ég kæmist ekki vestur, en ef svo færi, að ég kæmi hestinum ekki, bauðst Þór arisn á Tjörn til að taka hann af mér um veturinn, mér að kostnað arlausu. En mér héldu engili bönd. Kom þá Gísli með skinnsokka og klæddi mig í þá. Ég fékk sæmi legt veður á Heljardalsheiðinni og sólskin, þegar ofan í Heljardal kom. En frá Skriðulandi var mér ekki sleppt um kvöldið. Ojá, ferðamenn mættu oft hörð um veðrum á Heljardalsheiði. Vorið 1906 fór ég norður í Svarf aðardal. Daginn, sem ég hugðist halda heimleiðis, var vonzkuhríð. Hugsaði mér að fara upp Þverár dal. Jós á Þverá og Valdi bróðir fylgdu mér af stað. Þegar fram í dalinn, kom færðist veðrið í auk ana og brast á iðulaus stórhríð. Af tóku þeir þá, að ég færi lengra, og þar sem ekki lá lífið á sneri ég við og gisti á Hnjúki. Seinni partinn daginn eftir lagði ég svo enn af stað og á skíðum. Var þá veðrið sæmilegt, en þyngsla skíða færi. Kom í Skriðuland og barði að dyrum. í fyrstu virtist enginn heyra til mín. Settist ég þá á fiska steisinn og sofnaði. Þar kom Krist inn svo að mér. Síðar var haft eft ir Kristni, að ég hefði- verið svo uppgefinn „. . . að hann var sofn aður áður en hún Hallfríður mín hafði fært hann úr öðrum soklkn um“. Kristinn var einhver sá mesti greiðamaður og höfðingi, sem ég hef kynnzt. Sigurður vill lítið segja mér af sinsi búskaparsögu. Telur frá engu sérstöku að segja: — Hún var bara svipuð og gerð ist og gekk hjá öðrum. En ef þú vilt að lokum heyra ofurlítið um —það, sem sumir kalla furðusögur, en aðrir bábiljur, þá get ég sagt þér þær. Jú, gjarnan vildi ég það. Og Sig urð þekki ég að því að segja það eitt, sem hann veit satt og rétt. — Það var eitt sinn, að við Benedikt heitinn í Keldudal vor um að girða á merkjum milli bæj anna, segir Sigurður þá. Spurði Benedikt mig, hvað ég hefði gert við naglbít, sem ég hafði verið með. Ég sagði sem var, að ég hefði lagt hann á hellublað, sem var þarna rétt hjá. „Nei“, sagði Bene- dikt. „Hann er þar ekki“. Og mik ið rétt: hann var þar elcki. Nú var ég og er enn alveg sannfærður um, að þarna lagði ég naglbítinn og hvergi ansars staðar. En hvern ig sem við ieituðum, fundum við hann ekki. Nema hvað? Eftir þrjú ár var ég þarna eitt sinn á gangi. Og hvað sé ég á hellunni annað en naglbítinn, sem hvorugur okk ar sá þar þrem árum áður? Hvað hafði gerzt þarna? Ja, svari nú hver, sem getur. Eitt sinn var það að kvöldi til, að ég var að snúast við fé i hús usum hérna suður á túninu. Ég var búinn að gefa, en átti eftir að kljúfa í garðanum. Var þá komið suður eftir til mín og ég bejðinn að skjótast heim. Ég ákvað samt að fara fyrst austur í húsið og jafna þar í garðanum. Þegar í húsið kom, sá ég, að ein ærin var í lofti að aftanverðu og afturfætur hennar nastir í holu uppi í vegg. Og svo voru fæturnir skorðaðir, að ég náði þeim ekki út. Datt mér þá í hug að ná í járnkarl en hætti við það, því að ég óttaðist að fót brjóta ána. Nei, betra var þá að taka á eins og ég hefði orku til, verra gat það ekki orðið. Og með því að neyta ýtrustu krafta tókst mér að ná öðrum fætinum fyrst og síðan hinum. Mér var þetta at vik með öllu óskiljanlegt, því að útilokað sýndist, að ærin hefði sjálf getað fest sig svona. Nú — nú — um kvöldið kom gestur og bað um gistingu. Auðvitað var hún sjálfsögð. Hest næturgestsins lét ég inn í hesthús suður á túni. Um morguninn, þegar ég kom út, var gesturins kominn suður að húsum og þegar mig bar þar að, var hann að koma út úr húsinu, sem ærin var í. Má tengja þetta saman? Ég veit það ekki, en hvað á maður að halda? Stundum hefur komið fyrir, að mér hefur verið eins og sagt að gera eitt og annað eða láta eitthvað ógert. Mér hefur alltaf gefizt vel að fara eftir þeim ábendingum. Um það get ég nefnt þér eftirfar andi dærni: Það var fyrri hluta vetrar, kom ið fram undir jólaföstu. Sigurpáll nokkur Sigurðsson var þá visnu maður hjá mér hér á Egg. Kona hans hét Ingibjörg Jónsdóttir. Ærnar hafði ég frammi á Borgar ey, eins og oft framan af vetri. Tíð var góð, stillur, en nokkurt frost og héla á jörð. Æmar héldu sig á flánum, og Sigurpáll leit dag lega eftir þeim. Nú stóð svo á, að Ingibjörg var komin að þvi að ala barn, og þurfti Sigurpáll að sækja ljósmóður, Pálínu á Syðri-Brekk- um. Ég ætlaði því fram eftir til TtHlNN — SUNNUDAGSBLAÐ 91

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.