Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1971, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1971, Blaðsíða 18
ið. Heyskapur skyldi hefjast um tólftu helgi. Ég byrjaði á því að láta Þorleif flytja torf á hin væntanlegu hey. Ekki hafði ég slegið marga daga, þegar ég fékk boð frá Júlíusi í Syðra-Garðshorni, en hann var bróðir Friðriku á Grund, um það, hvort ég ætlaði að gera mér það til skammmar að verða á eftir sér með túnið. Nú, á laugardagskvöld- ið var ég búinn að slá túnið. Þá var ég beðinn að skreppa niður á Dalvík. Júlíus varð mér samferða. Á leiðinni fór hann að impra á því, að ég réri hjá sér um haustið. Ég neitaði. Hann ýfði sig þá og seg- ir mig ekki þora. Ég svaraði, að hann mætti hugsa hvað hann vildi um það. Á sunnudaginn var svo drifa- þurrkur. Ég bað fólkið að snúa með mér heyinu, og var það vel- komið. Júlíus hafði orðið eftir niðri á Dalvík daginn áður, en um hádegi kom hann neðan að, kom við á Grund og tók nú til að ríða fram og aftur um flekkina, með þrjá til reiðar. Það hálffauk í mig út af þessu athæfi, og ég sagði eitthvað á þá leið, að trúlega hefði töluvert sungið í Júlíusi í Garðs- horni, ef svona væri riðið um ný-rifjað hey hrá honum. Hann svaraði því til, að það væri óguð- legt athæfi að vera í heyvinnu á sunnudegi. Jókst þetta svo orð af orði. þar til Júlfus hótaði að mölva fyrir okkur hrífurnar. Talsvert höfum við víst haft hátt, því að rifrildi okkar heyrðist suður í Garðshorn og komu kona Júlíusar og dóttir út eftir að reyna að stilla til friðar. Tókst þeim loks að hafa Júlíus heim með sér. Ekki man ég til að hafa nokkurn tíma reiðzt meira en í þetta skipti. Og mikið mátti ég stilla mig að elta ekki Júlíus, þeg- ar hann fór. Ætlun hans var auðvitað sú að koma í veg fyrir, að við pætum sinnt heyinu. Við snerum svo öllu aftur á tún- inu á mánudag, og á þriðjudag náðum við því upp. Á miðvikudag- inn bundum við. Konan vildi ekk- ert skiDta sér af heyskapnum. Sagði, að ég væri ráðsmaður og yrði að hafa veg og vanda af vinnu- brögðunum. Mér féll miður þetta afskiptaleysi hennar, en hún hafði nú tekið þetta í sig. Ég hafði ekki áður borið upp hey og vildi láta Þorleif gera það. Því neitaði hann — hefur kannski einnig ver- ið því óvanur. Tóftin var djúp og því auðvelt að koma fyrir í henni — fyrsta sprettinn. Um kvöldið, á mjaltatíma, bað húsfreyja mig að finna sig. Sagði hún, að Júlíus, bróðir sinn, hafi sent til sín og spurt, hvort hún ætlaði að láta mig brenna töðuna. „Júlíus bróðir þinn hefði átt að koma og skoða heyið, áður en við byrjuðum að binda“, svaraði ég snúðugt og fór. Og allt komst heyið í tóft um kvöldið. Er því var lokið bað ég Leifa að þekja með mér heyið, því að ég var hræddur við rigningu. Jú, við þöktum um nóttina, og um morguninn tók að rigna. Vetur- inn eftir sagði Sigurður mér, að hann hefði aldrei átt betri töðu. Þá var ég maskinn. En af Júlíusi er það að segja, að hann var elklki búinn að slá sitt tún, þegar ég hafði al-hirt. Mikið sá ég eftir því seinna að hafa ekki beðið Friðriku að senda Þorleif suður eftir til Júlíusar að hjálpa honum með túnið. Næsta vor var ég svo við jarða- bótavinnu úti í Skefilsstaðahreppi. Þá var Bjöm Blöndal, prestur í Hvammi, fyrir búnaðarfélagi þeirra Skeflunga. Ég vildi fá tvær krónur í kaup á dag. Það taldi prestur fráleita kröfu. Ég bauðst þá til að taka vinnuna í „ákvæði“ og fengi ég þá eina sjötiu og fimm fyrir hvert dagsverk, en þá var öll slík vinna lögð í dagsverk. Kæmi mæling mín ekki heim við mælingu úttektarmanns jarðabót- anna, skyldi það leiðrétt. Samning- ar tókust á þessum grundvelli. Ég tók mann með mér í vinnuna, og lét viðkomandi bóndi hann sjálfur í té, en ég greiddi manninum eina krónu á dag. Niðurstaðan varð sú, að út úr þessu hafði ég tvöfalt kaup, en mest hjá presti. Fyrir kom, þegar bezt lét, að ég hefði tíu krónur á dag. Guðvarður á Hafragili sagði einu sinni við mig: „Það munaði engu, að þú yrðir þér til skammar fyrir hvað mikið þú vannst“. Svo var ég kaupamaður hjá þeim bræðrum, Birni og Sigurði, á Hofsstöðum. Alrei hef ég haft betri húsbónda en Björn. Hann var alveg skínandi maður. Næsta sumar var ég við túna- sléttun hjá Guðmundi í Bólstaðar- hlíð — og Brynjólfi í Þverárdal. Sigfús Eyjólfsson, vinur minn og skólabróðir frá Hólum, spáði illa fyrir samkomulagi okkar Brynj- ólfs, og hefur sjálfsagt dregið þá ályktun af kynnum við báða. Trú- legast myndum við fljúgast á í illu, áleit Sigfús. Til þessarar vinnu fékk ég með mér Jónas Þorsteins- son, hálfbróður Jóns Þorsteins- sonar á Króknum, Rögnvald bróð- ur og Kristján Hansen. Ég tók dag- sláttuna hjá Brynjólfi fyrir 165 krónur, en hjá Guðmundi fyrir 135 krónur. Mismunurinn lá í því, að ég taldi landið miklu betra við- fangs hjá Guðmundi en Brynjólfi. Guðmundur neitaði að fæða okk- ur. Ég sagðist þá hætta. Ég færi ekki á aðra bæi til að fá fæði. Þá bauðst Guðmundur til að útvega okkur fæði hjá Sigfúsi þeim, sem fyrr er nefndur, en hann var þá í Bólstaðarhlíð. Mér var sama um það. En fyrir þetta lagði kona Guð- mundar svo mikla fæð á mig, að ég hef ekki kynnzt öðru eins hjá kvenfólki. Aumingja konan h élt nefnilega, að ég vildi ekki vera I fæði hjá henni. Sá misskilningur leiðréttist þó síðar. Vinnan gekk vel. Ég hefði dugn- aðarmenn. Og aldrei komst það í verk, að við Brynjólfur flygjumst á. En hann var oft óánægður yfir því, ef slæmt var veður, að ég skyldi ekki koma inn og spila við sig. Einu sinni fór Brynjólfur í brúðkaupsveizlu. Þá var Stefán Björnsson frá Veðramóti að kvæn- ast. Um nóttina, þegar Brynjólfur kom úr veizlunni, vorum við Rögn- valdur bróðir eitthvað að dunda úti. Brynjólfur var raddmaður og hafði gaman af að taka lagið. Hann settist hjá okkur. Við báðum hann að syngja fyrir okkur lagið: Taktu sorg mína, svala haf, sem þá var tiltölulega nýtt. Brynjólfur gerði virðingarverða tilraun til þess, en aldrei komst hann á rétta nótu. Rétt er að geta þess, að hann var töluvert drukkinn og kann það að háfa valdið einhveju um það, hversu illa honum gekk að finna tónana. En daginn eftir kallaði Brynjólfur á okkur og sagði: „Komið þið nú inn — nú skal ég syngja og spila fyrir ykkur lasið frá í nótt“. Og það gekk mikið betur, enda hafði hann nú orgel- ið til að styðjast við. Einu sinni fann hann að því, að ég léti þðkurnar of langt út á tún- ið. Ég spurði hann þá, hvernig liann héldi, að það hefði farið, ef 690 ItlHlNN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.