Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1971, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1971, Blaðsíða 12
VS ber að riymm fr, heyrði ég mömmu segja frá þessu, en ég hélt hún hefði fyrir löngu gleymt því. Hún bætti því við, að í það sinn hefði sér fallið þyngst fátæktin.“ Þessi orð skrifaði Stephan G. Stephansson vini sínum, Baldri Sveinssyni, eitt sinn, og munu þeir, sem eitthvað eru kunnugir verkum þess höfuðsnillings, fljótt hafa borið kennsl á tilvitnunina. Á því mun ekki leika vafi, að atburður sá, sem Stephan minnist þana, hafi orðið árið 1865, haust- ið sem hann varð tólf ára, — og það hefur ákaflega mangt breytzt á íslandi þau 106 ár, sem síðan eru liðin. Nú mun það sem betur fer fá- títt, að íslenzk ungmenni þurfi að harma það að komast ekki í skóla, þegar það leitar sér atvinnu á öðr- um vettvangi. Og það þýðir ekki annað en játa það eins og það er, að þessar manneskjur eru ákaflega illa settar í okkar tæknibrjáluðu og prófóðu samtíð. Konur, sem giftast kornungar og hafa aldrei á ævi sinni tekið neitt próf, eru bún- ar að koma börnum sínum til manns á meðan þær sjálfar eru um eða innan við miðjan aldur. Er nema von, að þær bresti kjark- inn, þegar þær fara að leita sér vinnu utan heimilis og eru strax spurðar um prófin, sem þær hafi tekið. Því ber þó ekki að neita, að ým- islagt hefur verið reynt að gera fyrir það fólk, sem hér hefur ver- ið til umræðu, þótt allt sé það í smærri stíl en vera þyrfti. Allir * „Anægjulegasta stritið er nám í einhverri mynd“ Rætt við Guðbjart Gunnarsson, kennara, forstöðumann Náms- flokkanna í Kópavogi. „Eitt haust var ég úti staddur í rosaveðri. Sá þrjá menn ríða upp Vatnsskarð frá Arnarstapa. Vissi, að voru skólapiltar á suðurleið, þar á meðal Indriði Einarsson, kunningi minn og sveitungi, sitt fyrsta ár í skóla. Mig greip raun, ekki öfund. Fór að kjökra. Þaut út í þúfur, lagðist niður í laut. Mamma hafði saknað mín. Kom út og kallaði. Ég svaraði ekki. Vildi ekki láta hana sjá mig, svo á mig kominn, en hún gekk fram í «ig. Spurði mig, hvað að gengj. Ég vildi-^verjast frétta, en varð um síðir að segja sem var. Eftir þessu sá ég seinna. Mörgum árum á eft- því nú eru flestir unglingar þang- að sendir og það jafnvel án til- lits til viljans og gáfnanna). Og blessaðir skólarnir ökkar eru svo prýðilega úr garði gerðir, að næst- um allir geta lokið einhvers kon- ar prófi. Hinu er þó ekki að leyna, að enn er hópur fólks, og hann ósmár, sem ekki er betur ástatt um en Stephan G., þegar hann grét yfir því norður í Skagafirði fyrir meir en öld að komast ekki í skóla. En þetta eru ekki fyrst og fremst börn sveitanna, heldur miklu fremur fullorðið og miðaldra fólk bæjanna. Hafi þetta fólk af ein- hverjum ástæðum takmarkaða getu til líkamlegrar stritvinnu, er krafizt af því prófa og aftur prófa, kannast við málaskólana í Reykja- vik, og Námsflokkar Reykjavíkur hafa orðið mörgum manni að liði. Og á því hausti, sem nú er að hefjast, mun nýr aðili bætast í hóp þessara mjög svo þörfu stofnana: Námsflokkar eru í fæðingu í Kópa vogi. Það er Guðbjartur Gunnarsson kennari sem veita mun Námsflokk- un um í Kópavogi forstöðu — og verður hann nú krafinn sagna. — Ég fæddist, segir Guðbjart- ur, á Suðureyri við Súgandafjörð ellefta febrúar árið 1928. Faðir mirm var Gunnar Halldórsson, sjó- maður þar, og kona hans, Sigrún Benediktsdóttir. En ég ólst ekki upp hjá foreldrum mínum, held- ur var mér komið í fóstur til *S4 1 ! M l N N SIINNUD AGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.