Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1971, Page 2
ÍTÍHftffliaaiiBgzsgiaaaanr
m
★★ Drykkjuskapunnn í land-
inu er kominn á það stig, að
mörgum hlýtur að ofbjóða.
Áfengissalan eykst stöðugt, og
í kjölfarið fylgja slagsmál og
róstur og yfirgengileg slys af
völdum ölvaðra manna. Lögregl
an segir, að föstudagskvöldin og
laugardagsnæturnar megi heita
hreinasta martröð, og í sumum
hverfum Reykjavíkur eru öskr
in og veinin slík, að hús á þeim
slóðum haldast ekki í eðlilegu
verði. Hroðalegast mun þó
vera umhorfs á heimilunum,
sem drykkjuskapurinn tröllríð
ur og þó að almennir borgarar
sjái minnst af þeirri hörmung,
þá hafa þeir eigi síður grun
um, hve geigvænleg hún er.
Þekktur læknir hefur sagt full
um fetum, að í öðru hverju húsi
í höfuðborginni sé við áfengis
böl að stríða í einhverri mynd
og einhverjum mæli. En þó að
höfuðborgin sé hér nefnd, þá
er það ekki ^f því, að torfinnan
leg séu önn'ur byggðarlög, þar
sem svipað er ástatt. Jafnvel
úti í sveitum landsins gerast
hroðaleg atvik, sem af sömu
rót eru runnin.
★★ Hér fyrr á árum var það
löngum viðkvæðið, er áfengis
mál bar á góma, að íslendingar
drykkju áfengi með ósköpum
vegna þess, að það væri tor-
fengið. Af þeim sökum gerðust
þeir svo gráðugir, er þeir kæm
ust í vín. Þetta át hver eftir öðr
um og loks var þetta orðið að
eins konar þjóðartrú að kalla
má. Nú er áfengi aUðfengio^ og
hefur verið um langt skeið, og
reynslan hefur dæmt þessar
fíillyrðingar staðlausa stafi og
þá ómerka orða sinna, er tóku
sér þær í munn. Áfengisneyzla
hefur aukizt í nokkurn veginn
réttu hlutfalli við það, hversu
auðfengið það er, aðeins með
dálitlum lægðum, þegar fjár-
ráð fólks hafa verið með minna
móti, og því fer alls fjarri, að
með meiri gát, sé drukkið held
ur en áður var, heldur munu
það þvert á móti þeir nú miklu
fleiri, sem drekka háskalega. í
Reykjavík einni eru nú þrjú
veitingahús, sem vilja fá vín
veitingaleyfi til viðbótar þeim,
sem fyrir eru, og er ekkert
sennilegra en drykkjulætin og
ósköpin muni færast í aukana
við það — í réttu hlutfalli við
tfjölgunina. Ef áfengum bjór
væri bætt við annað, sem fyrir
er, yrði uppskeran án efa
drykkjuskapur á vinnustöðum,
vinnuslys, verri vinnubrögð og
minni vinnuafköst.
★★ Afbrot eru meðal þess,
sem fylgir í kjölfar þessa skefja
lausa drykkjuskapar, sem nú
hrjáir okkur. Meirihluti allra
innbrota mun framin af ölvuð-
um mönnum og slíkt sama e
um margs konar ofbeldisveík
að segja. Hvers konar fjársvik,
sem stórlega hafa magnazt, svo
sem ávísanafalsanir og annað
•þess háttar, eru iðulega framin
af fólki, sem neytir allra bragða
til þess að komast yfir peninga
til áfengiskaupa, án þess að
vinna fyrir þeim. Vinnutap, sem
fylgir hóflausri drykkju, er tví
mælalaust mikta meira en af
öllum þeim verkföllum saman-
lögðum, er orðið hafa á liðnum
árum og var stjórnarfar þó orð
ið með þeim hætti hin seinni.
ár, að verkföll voru hér tíðari
en í nokkru öðru landi. Þannig
er drykkjuskapurinn beinlínis
hemill á það, að þjóðin njóti
eðlilegra tekna og eðlilegrar
afkomu — meira að segja mjög
tilfinnanlegur dragbítur. Hún
afkastar ekki því, sem hún þarf
að afkasta og getur afkastað, og
það kemur fram í lakari hag-
en vera þyrfti — ekki aðeins
drykkjumannanna, heldur allra
landsmanna, ef til botns er kaf
að í því máli.
★★ Lakast alls er þó, hversu
gífurlegur fjöldi barna á heim-
ilum drykkjufólksins er ofur
seldur illum örlögum. Þau eru
vanrækt, og þeim er misb'oðið,
oft er lif þeirra hrein og bein
martröð. Allir vita eða geta
vitað, hve mörg eru dæmi þess,
að þau bíði þess aldrei bætur,
er þau hafa orðið að þola. Sum
þeirra standast sem betur fer
það, sem á þau er lagt, oft þó
með mikil ör á sálinni, en önnur
troðast undir, bera aldrei sitt
barr eða verða jafnvel úrþvætti
og vandræðafólk, þótt borin séu
til annars betra. Það er þjóð-
félagslegur glæpur, hversu oft
og víða slíkt gerist, og þar hittir
þjóðfélagið sig sjálft fyrir. En
einmitt um þetta atriði er næsta
hljótt, og ætti það þó sízt að
liggja í þagnargildi.
★★ Það er þannig alls ékki
einlwmál manna, hvort þeir
drekka eða drekka ekki eða
hvernig þeir drekka. Við lifum
í samfélagi, og líkt og samfélag
ið á að veita þeim vernd og
stoð, er þess þarfnast, á hver og
einn einnig skyldum að gegna
við samfélagið. Bregðist of marg
ir þcim skyldum er voðinn vís
og það verður að leita allra
bragða til þess að stemma stigu
við því- Takist með einhverjum
ráðum að minnka drykkjuskap
inn, fækkar drykkjusjúkling-
um, afbrotamönnum og vand-
ræðafólki — og einnig börnun-
um sem drepin eru andlega af
þeim, sem eiga aö veita þeim
líkn, leiðsögn og forsjá.
J.H.
770
1 t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ