Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1971, Side 5

Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1971, Side 5
kenning og verkkunnátta lagzt á eitt i átökum sínum við náttúruna. Þau orð Rogers Bacons, að vís- indaleg hugsun og hreytni veitti okkur drottinvald yfir náttúrunni, hlutu almennt samþykki um miðja nítjándu öld. Sú viðurkenning, að þessi vísindalega kennisetning skvldi vera leiðarljós manna í at- höfnum þeirra, er eitt af því, sem mest áhrif hefur haft á mannkyns- söguna allt síðan akuryrkja hófst. Það var ekki fyrr en á síðari hluta nítjándu aldar, að fyrst varð veruleg þörf á fcerfi heita, sem lýstu sambandi lífveranna við um- hverfi sitt. Hugtakið umhverfis- fræði eða náttúruhagfræði var notað á ensku máli árið 1873. Nú, að liundrað árum liðnum, eru áhrif manna á umhverfið ekki aðeins margfalt meiri en áður, heldur einnig allt annars eðlis orðin. Þeg- ar sfcotum var hleypt úr fyrstu fall- byssunum á fjórtándu öld, hafði það áhrif á umhverfið. því að skóg- ar voru höggnir og námugröftur hafinn til þess að afla saltpéturs, brennisteins, járns og viðarkola til vopnagerðar. Kjarnorkusprengjur eru vopn af annarri tegund og annarri gerð. Væri styrjöld háð með slíkum vopnum, myndi það hafa áhrif á erfðaeðli allra lífvera á jörðinni. Þegar árið 1285 voru nokkur brögð að reykblandinni þoku í Lundúnum, vegna þess að brúnkol voru þá notuð til eldsneyt- is. Sú notkun eldsneytis, sem nú tíðkast, er aftur á móti orðin svo mikil, að hún getur breytt efna- samsetningu andrúmsloftsins, og við getum aðeins gizkað á, hverjar afleiðingarnar kunna að verða. Leiðum við hugann að mannfjölg- uninni í veröldinni, óðfluga vexti stórborganna og öllum þeim firn um af sorpi og skolpi, sem þaðan flæðir, hlýtur öllum að skiljast, að engin dýrategund hefur nokkurn tíma fyrr haft jafnafkastamikla hæfileika til þess að spilla um- liverfi sínu sem mennirnir. Háværar raddir eru uppi um það, að eitthvað verði að gera. En oft vill það við brenna, að tillög- urnar, sem fram koma, hversu gagnlegar sem þær kynnu að geta verið, séu hlutdrægar og ekki laus- ar við undirmál og einkum ætlað- ar öðrum til eftirbreytni: Fordæm- ið lielsprengjuna, stöðvið mengun- Ina, hindrið mannfjölgun í lönd- um Hindúa og segið þeim að éta kýrnar heilögu. Einfaldasta ráðið við varhugaverðri framvindu er auðvitað að stöðva hana og hverfa aftur til fortíðarinnar. Sums stað- ar í Kaliforníu er þetta gert með þeirri yfirborðsmennsku að breyta Íjótum bensínstöðvum í eitthvað, sem ber helzt keim af sviðsetningu í kúrekamyndum. Fyrir þessu standa menn, sem finnst eins kon- ar hraðfrysting umhverfisins í þeirri mynd, sem það bar áður en plast og pappaumbúðir komu til sögunnar, vera helzta lausnin. En hvorki mun dýrkun fortíðarinnar né fegrunarviðleitni ein nægja til þess að sigrast á þeim umhverfis- vandainálum, sem ógna okkur. Hvað á þá að gera? Enginn veit það með neinni vissu. Og með því að við erum næsta treg til víðtæk- ara ráðstafana, vofir yfir okkur sú hætta, að kákið valdi nýjum vand- ræðum, verri en þeim, sem við ætluðum að sigrast á. Fyrsta skrefið held ég ætti að vera söguleg rannsókn á þeim grundvelli, sem vísindi okkar og tækni hvíia á, svo að við getum hugsað það til botns, hvað hefur leitt okkur í þessi spor. Vísindi voru/áður í eðli sínu yfirstéttar- fyrirbæri. Þau voru huglæg — íhugun og vangaveltur. Verkþekk- ing var aftur á móti meira bund- in lágstéttunum. Tæknin byggðist á reynslu manna og birtist í verk- lagi þeirra. Þegar vísindi og tækni mættust seint á síðustu öld, átti það rót sína að rekja til félagslegra byltinga, sem á undan voru gengn- ar og minnkað liöfðu eða brotið niður þjóðfélagslega aðgreiningu og jafnað metin milli andlegrar og líkamlegrar vinnu. Umhverfis- vandamál nútímans eru afleiðing nýrrar lýðræðismenningar. Spurn- ingin er sú, hvort hin nýja veröld jafnréttisins fær staðizt þann dilk, sem hún dregur á eftir sér. Eins og nú horfir virðist þess enginn kostur — nema við gerhugsum og endux-nýjum sum þau grundvallar- sjónannið, sem stjórna hegðun okkar. Alkunna er, og nálgast barna- skap að ítreka það, að tækni og vísindi nútímans eru fyrirbæri, sem felld hafa vexið í vestrænt mót. Vitaskuld er tæknin ofin þátt um, sem eiga uppruna sinn vítt urn veröld, einkurn þó í Kína. Samt sem áður er hin stórbrotna tækni, sem menn liafa nú á valdi sínu, vestrænt fyrirbæri, enda þótt henni sé beitt í Japan eða Nígeríu. Vísindi okkar hafa þegið arf frá fyrri menningarskeiðum, og eink- um eiga þau margt að þakka hin- u; i mikilhæfu Aröbunx, sem uppi Vi 'i’u á miðöldum og margir stóðu gömlu Grikkjunum framar að dugnaöi og skarpskyggni: Al-Razí í læknisfræði, Ibn-al-Haythanx í ljósfx’æði og Ómar Khayanx í stærð fræði. En mörg vei’ka þessara snill inga hafa glatazt á frunxmálinu og eru aðeins til í latneskum þýðing- um frá miðöldum. Þessar þýðing- ar urðu grundvöllur að þróun Vestur-Evrópu. Eins og nú er kom- ið eru öil vísindi, sem vei’ulegt gildi hafa, vestræn að gerð og vinnubrögðunx, hvernig sem litar- fari og tungutaki vísindamann- anna er liáttað. Sunxum staðreyndum öðrum hefur verið minni gaumur gefinn, af því að það eru nýlegar sögu- rannsóknir, senx hafa leitt þær í ljós. Forysta Vesturlandaþjóða í vísindum og tækni er langt unx eldi’i en hin svokallaöa vísindalega bylting á steytjándu öld og iðnbylt- ingin á átjándu öld. Þessi heiti mega nú, í ljósi nýrrar söguþekk- ingar. heita úrelt og flækja það, sem þau áttu að skýra. senx sé tvö mikilvæg skref á tveim þróunar- brautum, er ekki voru samstiga. Um árið 1000 eða kannski fyrr byrjuðu menn í Vestur-Evrópu að nota vatnsorku til annarra verka en mala korn. Fyrstu vindmyllurn- ar voru reistar um 1200. Fyrsti vísirinn var nxjór, og tilbreytnin í þróuninni var ekki mikil. en eigi að síður hraðfjölgaði aflgæfunx og sjálfvirkunx vinnutækjum, sem spöruðu mönnum erfiði. Sá. senx efast unx sanngildi þessarar full- yrðingar, ætti að hyggja að ein- hverju eftirminnilegastá sporinu í sögu sjálfvirkninnar, klukkunúm þyngdaraflsknúnu. Þá þraut leystu menn snenxnxa á fjórtándu öld. Þegar við lok miðalda var hinn latneski hluti Evrópu konxinn langt franx úr liinni fágúðu, hug- lægu og fagurfræðilegu menningu Múhameðstrúarmanna og Býsants á tæknibrautinni. Hinn gríski kirkjufaðir, Bessarion, tók sér ferð á hendur til Ítalíu árið 1444, og í bréfi, séixx hann skrifaði þjóðhöfð- ingja sínum, lætur hann uppi undrun sína yfir skipunum, vopn- unum, vefnaðinum og gleriðjunni. VfHINN — SUNNUDAGSBLAÐ 773

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.