Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1971, Qupperneq 7
niðja þessara norður- og vestur-
evrópsku bænda?
Þetta rányrkjuviðhorf til náttúr
unnar birtist í kringum 850 í tákn-
myndum af mánuðum ársins í hin-
um frumstæðu almanökum, sem
kallast prímstafir. Á hinum elztu
prímstörfum eru mánuðir táknaðir
með hlutlausum myndum. Með nýj
um stíl, sem varð drottnandi á
miðöldum, -gerbreytist þetta. Þá er
farið að tákna mánuðina með at-
höfnum manna: Plægingu, herf-
ingu, uppskeru, slátrun. (Þetta
sama birtist í sumum hinna gömlu,
íslenzku mánaðaheita: Stekktíð,
heyannir, gormánuður). Maðurinn
og náttúran er orðið tvennt og að-
greint, og maðurinn er herra nátt-
úrunnar.
Þetta virðist falla að miklu víð-
tækara hugsanakerfi á miðöldum.
Og viðhorf fólks til náttúrunnar
stjórnar því, hvernig við umgöng-
umst umhverfi okkar, og þetta við-
horf ákvarðast af trúarlegum
áhrifum og heimspekilegum lífs-
viðhorfum. Það vefst ekki fyrir
Norðurálfumönnum að koma auga
á þetta í Indlandi til dæmis eða
á Seylon. En svona var þetta líka
með forfeður okkar á miðöldum,
og svona er þessu farið um okk-
ur enn þann dag í dag.
Sigur kristindómsins yfir heiðn-
um trúarbrögðum fornaldar olli
andlegri byltingu — hinni mestu
í menningarsögu okkar. Það er
orðin tízka nú á dögum, að koma
svo að orði, við lifum á tímum, sem
kallaðir eru eftirkristnir. Tví-
mælalaust er það rétt, að við
erum fyrir löngu afkristnuð í
skoðunum og viðmiðunum. Harla
fáir trúa sjálfsagt orðið mörgum
kristnum kennisetningum, til
dæmis þeim, sem orðaðar eru í
trúarjátningunni. Þó er þess að
gæta, að sjaldan verða jafnskörp
skil á milli fortíðar og eftirtíðar
og ýmsir vilja vera láta. Daglegar
athafnir okkar og hugsanagang-
ur mótast til dæmis af margþættri
trú á endalausar framfarir og
linnulausan þróunarferil — af-
stöðu, sem var allsendis fjarlæg
Grikkjum og Rómverjum fornald-
ar, sem og hinum helztu trúar
brögðum Austurlandabúa. Þessi
trú á sér djúpar rætur f guð-
fræði Gyðinga og kristinna manna
og er óaðskiljanlegur hluti af
henni. Enn lifum við og hrær-
umst f andrúmslofti, sem er jafn-
mettað einni af frumhugvsun
kristninnar og það hefur verið í
mörg hundruð ár.
Hvað boðaði svo kristindómur
inn um viðiiorf manna til náttúr-
unnar? í mörgum goðsögnum víðs
vegar um heiminn er fólgin sköp-
unarsaga. Trúarbrögð Grikkja og
Rómverja voru þó nokkuð reik-
ul að þessu leyti. Gömlu Rómverj-
arnir efuðust um, líkt og Aristó-
teles, að veröldin ætti sér nokk-
urt upphaf. Sjálf var sú hugmynd
líka í rauninni lítt hafandi þeirra
á meðal, því að tíminn var hring-
hreyfing að þeirra skilningi. Öðru
máli gegndi um kristindóminn,
sem erfði ekki aðeins frá Gyðing-
um tímaskyn, sem taldi viðburði
sögunnar röð atvika, sem hyrfi út
í fjarskann og myndaði líkt og
beina braut, heldur einnig sköp-
unarsögu, þar sem öllu var ræki-
lega lýst. Stig af stigi hafói guð
almáttugur skapað ljós og myrk-
ur, himinhnetti og jörð og allar
þær jurtir, dýr, fugla og fiska,
sem þar lifa. Að síðustu hafði guð
skapað Adam, og eftir á að hyggja
Evu, því að „eigi er það gott, að
maðurinn sé einsamall“. Mannin-
um var falið að gefa öllum lifandi
verum nafn og með því var hon-
um fengið eins konar drottinvald
yfir þeim. Allt gerði guð þetta
mönnunum iil nytsemdar og
ánægju. Ekkert í hinum áþreifan-
lega heimi hafði annað markmið
en þjóna manninum. Að vísu
myndaði guð manninn af leiri
jarðar. En samt var hann ekki ein-
faldlega hluti af náttúrunni: Mað-
urinn var skapaður í mynd guðs
sjálfs.
Með þessum hætti varð kristin-
dómurinn sjálfsþóttafyllstu trú-
arbrögð, sem dæmi eru um í
heiminum, einkum í þeirri mynd,
sem hann tók á sig í Vestur-
Evrópu. Þegar á annarri öld héldu
Tertúllíanus og heilagur Irenaeus
frá Lyon því fram, að guð hefði
skapað Adam fyrir afskipti Krists,
hins annars Adams. Maðurinn var
að skilningi kristindómsins vera,
sem var yfir náttúruna hafin, og
í mótsögn við hin fornu trúar-
kerfi (nema kannski Zóróaster-
trúarbrögðin) og austurlenaku trú-
arbrögðin fylgdi honum tvíhyggja,
þar sem manni var teflt gegn nátt-
úru. Hann hélt því einnig fram,
að það væri vilji guðs, að menn-
imir drottnuðu yfir náttúrimni.
Sérhvert tré, lind, fljót, foss eða
hvað annað 1 náttúrunni átti í
fornöld sinn genius loci eða
verndaranda. Menn gátu á vissan
hátt nálgast þessa náttúruanda,
þótt frábrugðnir væru þeir þeim:
Kentárar, álfar, gúur, vættir og
hvað þetta var allt nefnt — allt
var þa]5 dálítið viðsjált. Áður en
tré vaí fellt eða á stífluð eða berg
broti'8 í fjalli, varð að blíðka nátt-
úrua.idann, sem þar bjó. Þegar
kristindómurinn tortímdi þessari
vættatrú, opnaði hann leið til þess
að nytja náttúruna á miklu tillits-
lausari hátt en áður.
Það hefur oft verið sagt, að
kirkjan hafi bætt mönnum upp
missi vættatrúarinnar með nýjum
átrúnaðit dýrlingunum. Það er
satt svo langt sem það nær, en til-
beiðsla dýrlinga er samt allfrá-
brugðin vættatrú. Dýrlingurinn
býr ekki í náttúrunni. Hann getur
átt sér helga staði, en hann er
maður og á þegnrétt í himnaríki.
Til viðbótar helgum mönnum
hafði kristindómurinn engla og
djöfla — verur, sem hann erfði
frá Gyðingatrú og kannski
líka Zóróaster-trúarbrögðum. En
hvorki englar né djöflar áttu sér
bústað í náttúrunni. Trúin á nátt
úruandana sú hugsun, að nátt-
úran væri lifandi í dýpri og
andlegri skilningi en okkar
veitti henni vernd gegn
mönnunum. Þegar kristin trú
festist í sessi, dvínaði trúin á nátt-
úruandana. Maðurinn hafði fengið
einkarétt á því að vera gæddur
anda og sál. Ævafornum hindrun-
um á vegi þeirra, sem vildu ganga
nærri náttúrunni, var rutt burt.
Þessi einföldun getur auðvitað
verið varhugaverð og leitt menn á
villigötur, þegar um er að ræða
jafnmargþætt og flókið mál og
áhrif kristinnar trúar. Kristindóm-
urinn er margbreytilegt trúar-
kerfi, og afleiðingar trúarinnar
því ekki alls staðar hinar sömu.
Það, sem hér hefur verið sagt, á
fyrst og fremst við Evrópu á mið-
öldum, þar sem þá þegar var
tæknikunnátta til nokkurra muna.
•í hinni grískkaþólsku Austur-
Evrópu, þar sem þjóðmenning var
ekki síður gegnsýrð af kristindóm-
inum en í hinni latnesku Vestur-
Evrópu, virðist aftur á móti ekki
hafa verið gerð lengi fram eftir
öldum nein tækniuppgötvun, sem
að kveður, síðan efnablanda sú,
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
775