Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1971, Síða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1971, Síða 10
grænu laufi. Hugmyndin um helga lunáí er fjarlæg kristileg- um hugsunarhætti. í margar aldir hafa kristniboðar keppzt við að höggva niður helgilundi manna, sem aðhylltust önnur trúarbrögð en þeir, af því að þessir lundir voru tákn dularfulls máttar í náttúrunni og hjáguðadýrkun að bera fyrir þeim lotningu. Að trúa á stokka og steina — það var fyr- irlitlegt. Við umgöngumst náttúruna í samræmi við skilning okkar á stöðu mannsins í umhverfi sínu. Við girðum ekki fyrir náttúru- spjöll og mengun umhverfis með meiri vísindum og meiri tækni, svo fremi sem við finnum okkur ekki ný trúarbrögð eða sníðum van- kantana af þeim, sem höfum nú. Hippin, hinir sönnu byltingár- menn þessa áratugar, hafa sýnt það með. áhuga sínum á Zen- Búddatrúnni, að þau hafa hugboð um þetta. Skilningur Zen-Búdda- trúarmanna á sambúð manns og náttúru er nokkurn veginn þver- öfugur við það, sem kristnin hef- ur kennt. En þess er að gæta, að Zendómurinn hefur orðið fyrir jafnmiklum áhri.'um af sögu Asiu og kristindómurinn af evrópskri, og þess vegna er hæpið, að hann geti fest rætur á Vesturlöndum. Kannski'getum við leitað á náð- ir róttækasta trúspekings kristn- innar síðan Kristur sjálfur var á dögum: Frans frá Assisí. Ein- kennilegast alls í sögu Frans er í rauninni sú staðreynd, að hann skyldi ekki borinn á bál og brenndur eins og svo margir trú- villingar um hans daga. Því að hann var þó svo opinber trúvill- ingur, að yfirmaður Fransiskus- arreglunnar, heilagur Bonaven- tura, reyndi seinna að afmá þau spor, sem Frans hafði dýpst mark- að. Lykillim*. að réttum skilningi á heilögum Frans er trú hans á mik ilvægi auðmýktarinnar. Og þá hafði hann ekki aðeins í huga dyggð, sém einstaklingarnir ættu að tileinka sér, heldur mannkyn allt í heild sjálfur homo sapi- ens. Frans reyndi að steypa manr,- inum af þeim stóli, þar sem har.a þóttist vera drottnari allrar aih arrar sköpunar. í augum Frans var iðni maursins ekki aðeins predikun letingjum til sálubóta og eldurinn táltn leitandi anda: Bróð- ir Maur og bróðir Eldur lofuðu skaparann með sínum hætti eins og bróðir Maður átti að gera að sínu leyti. Söguritarar síðari tíma hafa sagt, að Frans predikaði fyrir fuglunum til þess að sýna von- brigði sín yfir því, að mennirnir vildu ekki hlusta á hann. Heimild- ir eru samt engar um þetta. Helgi- sögn er á þá leið, að Frans hafi fengið fuglana til þess að vegsama guð. Þeir blökuðu vængjunum í auðmýkt og sungu af fögnuði. írskar helgisagnir greina oft frá helgum mönnum, sem höfðust við meðal dýra, en bak við þær frá- sagnir býr iðulega sannfæringin um vald mannsins yfir öðrum ver- um. Um Frans var þetta öðru vísi farið. í grennd við Gubbíó í Appennínafjöllum hafðist við grimmur úlfur. Frá því er hermt í einni helgisögninni, að Frans frá Assisí talaði til úlfsins og sann- færði hann um það með fortölum, að hann væri á villigötum. Úlfur- inn iðraðist og var seinna grafinn í helgum reit. Það, sem Stevens Runciman kallar „kreddu Frans um sál dýr- anna“, var fljótlega afmáð. Það getur vel verið, að þessi kenning hafi vitandi eða óvitandi átt upp- haf si;t á trúnni á endurholdgun, sem var í góðu gengi meðal hrein- lifnaðarmanna, svonefndu Kathar- trúvillinga, er á þessum tíma höfðust við á Ítalíu og Suður- Frakklandi. Hefur það trúar- atriði sennilega borizt til þeirra frá Indlandi. Það er líka athyglis- vert, að í kringum 1200 má finna merki um trú á sálnaflakk, einn- ig meðal Gyðinga, hjá svokölluðu Kabbölum í Próvens, sem kenndu meðal annars að sigra mætti hið illa með góðsemi. '’Viðhorf Frans frá Assisí til náttúrunnar var þó ekki íþætt neinni trú á sálna flakk. Ekki var það heldur, það sem kallað myndi algyðistrú. Hug- myndir hans um náttúruna byggð- ist á því, að allt ætti sér sál og að allt, hvort heldur var í dýra- ríkinu eða jurtaríkinu, væri til þess skapað að vegsama höfund sinn, sem sjálfur holdgaðist, fædd- ist I jötu og dó með þjáningu á krossi i yfirjarðneskri auðmýkt. Ég veit ekkert um, hvort sam- tíðarménn mínir í Bandaríkjun- um, sem standa hrelldir andspæn- is umhverfismenguninni, eru þess umkomnir að taka Frans Frá Ass- isí sér til fyrirmyndar eða vildu yfirleitt gera það. Hitt stendur samt óhaggað, að geigvænlega nátt- úruspjöll, sem spenna jörð alla, eru ávöxtur stórbrotinna vísinda og stórbrotinna tæknigetu, sem eiga rætur sínar djúpt í sögu mið- alda, sem og þeirri heimsskoðun, sem Frans reis gegn á svo frum- legan hátt. Sigurgöngu vísind- anna og tækninnar í Vestur-Evrópu skilja menn ekki réttilega nema þeir hafi jafnframt í huga, hvaða augum fólks vandist að líta náttúruna í kringum sig. Það er staðreynd að flestum virð ist þetta viðhorf í litlum tengslum við kristna trú. En þeim skjátlast. Ekkert nýtt hug- myndakerfi, sem grundvallargildi hafi, hefur unnið bug á hinni kristilegu heimsskoðun fram á þennan dag. Og við munum verða vitni r.ð vaxandi mengún og um- hverfisspjöllum, unz við afneitum. þeim þætti kristinna kennisetn- inga, að jörðin sé eign mannanna einna og sköpuð handa þeim ein- um. Frans frá Assisí ber hæst and- legra byltingarmanna í vest- rænni sögu. Hann taldi mannkyn- ið eiga völ á nýjum, kristilegum skilningi á sambúð manna og nátt- úru. Hann reyndi að víkja til hlið- ar þeirri hugmynd, að maðurinn hefði ótakmarkaðan rétt til þess að drottna yíir náttúrunni, og setja í staðinn kenningu um rétt og gildi allrar skepnu. Hann laut í lægra haldi. Jafnt vísindi okkar sem tækni eru svo gegnsýrð af kreddu- bundnu drambi kristindómsins andspænis náttúrunni, að þaðan er engrar vægðar að vænta, nema meira komi til. Þar sem kröggur okkar eiga, ef nógu djúpt er skyggnzt, rætur í trúarbrögðun- um, verður lausnin einnig að vera af þeim toga, hvort sem svo er látið heita eða ekki. Við verðum að gerhugsa og gagnrýna hug- myndir okkar um það, hvers kon- ar fyrirbæri við sjálf erum. Hinn upprunalegi, trúrækilegi, en trú- villublandni skilningur Frans- iskusarmunka á sjálfstæðum grið rétti náttúrunnar er vegvísir til réttrar lausnar. Ég sting upp á því, að Frans frá Assisí verði verndardýrlingur um- hverfisfræða og náttúruhagfræði. 778 ItMINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.