Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1971, Page 14

Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1971, Page 14
komizt að fniiri niðurstöðu, að all- ir hinir smærri farfuglar að minnsta kosti komi fyrst upp að suðausturströnd íslands og dreif ist svo þaðan um landið. Sama máli gegnir alveg áreiðanlega um fæsirnar. Það bregzt aldrei, að fyrstu gæsahóparnir, sem sjást fljúga hér yfir á vorin, koma úr austri. Flækingsfuglarnir, sem ég minntist á áðan, komu lika vafa- laust þessa sömu leið, að minnsta kosti spörfuglarnir. Þetta má með- al annars marka af því, að Hálf- dán á Kvískerjum verður alltaf var þessara fugla á undan mér — og margir þeirra komast meira að segja aldrei alla leið hingað vest- ur. — Um hvert leyti árs eru flökkufuglarnir mest á ferðinni? Það er langmest á haustin, líklega oftast í október til nóvemb- er. Þó kemur það fyrir, að hing- að koma flökkufluglar að vorinu. Þannig tókst dr. Finni Guðmunds syni að skjóta rósastarra hér við túnið hjá mér í maí fyrir mörg- um árum. En aðalheimkynni rósa starrans eru á steppum Suður- Rússlands, svo langan veg liefur sá fugl verið búinn að' villast, áður en hann lauk lífi sínu hér við tún- garðinn. Þá gerðist það einnig 21. maí vor ið 1960, að mér tókst að skjóta skopuglu hér í grenndinni, og veit ég ekki betur, en Rún sé önnur af tveimur fuglum þeirrar tegund ar, sem fundizt hefur hér á landi. Það er nú ekki heldur við því að búast, að hún sé daglegur gestur' hér, þar sem heimkynni hennar er aðallega norðurströnd Miðjarðar- hafsins, með öðrum orðum svæði- ið á milli Spánar og Grikklands. — Hvernig halda menn að standi á því, að þessir fuglar vill ast svo langt frá heimkynnum sín- um? — Því veldur vafalaust fleira en eitt. En um megnið af spörfuglum er „þetta algerlega vitað mál. Þarna er uiþ að ræða fugla, sem eru sumargestir og varpfuglar í Skandinavíu. Þegar þeir svo á Ji austin ætla að halda suður á bóg ir.n til vetrarheimkynna sinna, get- ur það oft hent, að þeir hreppi Jr*assa suðaustanvinda, sftm bera bá af leið og jafnvel alla leið hing að. Það er talsvert langt síðan menn veittu því athygli, að það fór að bera Ú slíkum fuglum hér á Suður- og Suð-Austurlandi, eftir að suðaustan stórviðri hafa geis að á Norðursjó og hafinu á milli Færeyja og íslands. Einkum var þetta áberandi haustið 1959. Þá má segja, að fullnaðarsönnun hafi fengizt á því, sem menn hafi reyndar lengi áður grunað. — Má ég skjóta hér að 'einni persónulegri spurningu: Hvað heldur þú, að þú þekkir margar fuglategundir af útlitinu. — Þessu get ég ekki svarað. — Nei, það er af og frá, að ég geti svarað þessu. Hitt get ég aftur á móti sagt, að bæði rannsóknir á fuglum og öðrum fyrirbærum náttúrunnar hafa veitt mér ákaf- lega ánægju og lífsfyllingu, enda væri ég nú reyndar ekki að þessu, nema fyrir það, að tilhneigingar mínar liggja svo mjög á þessu sviði- Það er nú einu sinni svo, að því meira sem maður kynnist lífinu, því betur finnur maður; li>e dá- samlegt það er. Ég trúi því ekki, að ég muni nokkurn.tíma eiga eft- ir að sjá eftir þeim tíma, sem til þessara starfa minna hefur farið — jafnvel þótt segja megi, að það hafi stundum komið niður á bú skapnum. Ég hef líka af þessum sökum kynnzt mörgum ágætum mönn- um, sem ég að öðrum kosti hefði aldrei komizt í kallfæri við. Nöfn þeirra ætla ég ekki að fara að þylja hér, enda yrði það allt of langt mál að skýra frá kynnum mínum við allan þann fjölda manna, sem ég hef átt meiri og minni sam skipti við, þau hart nær fjörutíu ár, sem ég hef fengizt við náttúru- skoðun. Hitt má gjarna taka fram, þótt það ætti nú reyndar að liggja t augum uppi, að félagsskapurinn, hið andlega samneyti við menn, sem hugsa líkt og maður sjálfur og hafa sömu áhugamál, er hverj um einasta manni lífsnauðsyn. Skiptir þá eftgu, hvort hugðarefn- ið er náttúrufræði eða eitthvað annað. — Ég þykist nú hafa það eftir öruggum heimildum, Einar, að þú sért.ekki neitt lítils metinn í hópi hinna skólalærðu vísindamanna. — Margir þeirra hafa orðið mér traustir vinir og stutt mig með ráð um og dáð og hvatt mig til starfa. Fyrir nokkrum árum var ég gerv- ur að kjörfélaga Hins íslenzka náttúrufræðifélags. Þá viðurkenn- ingu þótti mér mjög vænt um, og síðan hef ég reynt að starfa í fé- laginu, eftir því, sem ástæður mín ar hafa leýft. — Hefur þú ekki líka unnið að söfnun þjóðlegs fróðieiks? — Ekki get ég nú alveg neitað því að hafa komið nálægt slíku. Þegar Þjóðminjasafn íslands byrj- aði að senda út spurningalista um lýsingar á gömlum vinnubrögðum og öðru í sambandi við horfna bú- skaparháttu, varð ég strax þátt- takandi í því starfi, og síðan hef ég unnið að því á hverju ári. En þetta er yfirgripsmikið og sein- unnið verk, svo í það fer mikill tími og vinna, ekki sízt fyrir þá sök, að segja má, að nú séu allra síðustu forvöð að bjarga mörgu af þessu frá algerri gleymsku. Til þess að gefa ofurlitla hug- mynd um vinnuna, sem í þessu liggur, get ég sagt þér, hvaða verk- efni það er sem ég með á prjónun- um núna. — Það væri óneitanlega gaman. — Ég er að skrifa skýrslu um öll sel, sem verið hafa í Mýrdal. Það eru nú þegar komnar ellefu vélritaðar síður, og er ég þó ekki búinn með nema Hvammshrepp. Hversu nákvæm er skýrsla þín um hvert sel? — Fyrst ogiremst skrifa ég ná- kvæma lýsingu á því, hvar í land- areign viðkomandi jarðar selið hefur verið. Þar næst koma öll örnefni, sem selið snerta. í þriðja lagi reyni ég eftir því sem hægt er — að grafa upp, hvenær selið hefur síðast verið notað. Og síðast en ekki sízt reyni ég að gera mér grein fyrir því, hve langan tíma selveran hefur staðið. Það er að segja, hve langt ieið írg því að sel- ið var fyrst byggt, þangað íil það lagðist niður. — Manni gæti nú dottið í hug, að það myndi. ekM vera neitt álúaupaverk. — Að vísu ekki. En þar kemur mér í góðar þarfir sá kunnugleiki, sem ég hef öðlazt á öskulögum liér í Mýrdal. Viti maður nokkurn veg- inn aldur hvers öskulags, er hægt að þreifa sig áfram eftir þeim með aldur þeirra mannvirkja, sem jörð- in geymir. — Geturðu nefnt einhver órtöl í sambandi við seljabúskap hér? — í Skammadal og Hvamnai mun hafa verið haft í seli um miðja nítjándu öld. Og á nokkrum 782 T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.