Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1971, Síða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1971, Síða 22
rannsóknarstofnanir, sem gita af- kastað miklu verki á skömmum tíma, viS hliðina á tilraunastöðv unum. í nýrri rannsóknarstofnun í Mexíkó eru efnagreind átta til tíu þúsund hveitiafbrigði, og í Indlandi er rannsóknarstofiun, þar sem efnalíffræðilegir, erfáa fræðilegir og næringarefnafræði legir eiginleikar átta þúsund hrísgrjónaafbrigða eru rannsakað- ir. Enn ein slík risastofnun er í Los Banos á Filippseyjum, þar sem tíu þúsund afbrigði hrís- grjóna eru könnuð. Þannig leggja hin fátækustu lönd stórmikið í sölurnar til þess að koma ræktun hinna mikilvægustu nytjajurta sinna á vísindalegan grundvöll, enda er þar allra brýnust þörfin á meiri og betri uppskeru til þess að seðja milljónir og aftur milljón ir manna, sem þjást af næringar skorti og deyja drottni sínum, þeg ar út af ber um árferði. Ekki er ólíklegt, að sem næst helmingur allrar uppskeru æti- legs jarðargróða sé fengijm með notkun tilbúins áburðar og úðun- arlyfja ýmis konar. Margir skelf ast þessa gífurlegu notkun gervi- efna, enda sýnt og sannað, að sum þeirra hafa^ þegar valdið geigvænlegu tjóni. Á hinn bóginn myndi verða hungursneyð og hallæri í veröldinni, ef menn kipptu að sér hendinni og stöðv uðu notkun þeirra. Hér er mann kynið því 1 úlfakreppu. Síðustu uppgötvanir á sviði efnalíffræði hafa þó brugðið nokk urri birtu á veginn. Þær benda til þess, að með tíð og tíma muni vísindamönnum takast að hjálpa jurtunum til þessa ð afla sér sjálfar viðurværis í miklu meira mæli en nú og verjast þeim óvin- um, sem lama getu þeirra til að skila hámarki uppskeru. Við marg háttaðar aðferðir kynbótafræð- inga til þess að laða fram betri afbrigði og einstaklinga, svo sem kynblöndun,, stökkbreytingar og fjölgun litninga, bætist nýtt úr- ræði, sem kallað er frumusamruni eða eitthvað þess háttar. Tekizt hefur að rækta aðskildar frumur í næringarvökva. Þegar í hann er bætt tilteknum fjörefnum og vaxt arhormónum, geta frumurnar tek ið út vöxt og myndað nýja jurt, hvort heldur frumurnar eru úr rót hennar, stöngli, blöðum eða fræi. Þarna verða sem sagt til eðlilegar jurtir, án frjóvgunar, og það leggur kynbótafræðingunum nýja möguleika upp í hendur. Ekki sjaldan verða til ný afbrigði, sem hafa góða eiginleika, en þó er sá mikli galli á gjöf Njarðar, að þær frjóvgast ekki á venjulegan hátt, svo að fara verður nýjar krókaleiðir til þess að komast lengra. Það er sannað á fullnægjandi hátt, að frumur úr líkama tveggja dýra geta runnið saman og haldið erfðaeiginleikum sínum. Samsvar andi samruni fruma úr jurtaríkinu hefur misheppnazt til skamms tíma. En nú hefur loks tekizt með nýrri tækni að fá tvo frumukjarna til þess að sameinazt. Öllu lengra eru menn ekki komnir að sinni, enda tilraunir þessar nýjar af nál inni. En varla er efi á því, að hér verða stórstígar framfarir á næstu árum. Þessi aðferð getur haft í för með sér byltingu í jurtakynbót um. Heppnist til dæmis að fá blað frumu úr hrísgrjónum, hveiti eða maís til þess að renna saman við rótarfrumu belgjurtar, sem dreg ur til sín köfnunarefni úr loftinu eins og til dæmis úlfabaunir gera, getur árangurinn með tímanum orðið kornjurt, sem er sjálf sín eigin köfnunarefnisverksmiðja. Geti korntegund eða grænmetis- tegund með svipuðum hætti orðið ónæm fyrir myglu, sveppum og þess háttar, dregur af sjálfu sér úr öllum þeim austri á tilbúnum áburði og varnar lyfjum, sem nú tíðkazt. Niðurstöður annarra tilrauna benda til þess, að unnt sé að fá múa á þann veg, að hann safni 1 sig morfíni, sem linar sársauka, en er ekki vanamyndandi eitur. Eitt verkefnið enn er að kalla fram jurtir, sem ekki sýkjast a£ mengun andrúmsloftsins. Sumir vilja þó snúa þessu við: Fá jurtir, sem drekka í sig skaðleg efni, svo sem blý og annað, sem heilsunni stafar hætta af, og verða þannig eins konar síur á sóðaskap okkar. En nú sem fyrr er mest kapp að sjálfsögðu lagt á að auka upp- skeruna og hagræða svo eiginleik um nytjajurta, að þær geti sætt sig við önnur og lakari vaxtarskil- yrði en áður. Hér gerir margt smátt eitt stórt. Takist að bæta við einum kjarna á ax kornjurtar eða auka eggjahvít- una um éinn af hundraði, þýðir það mat handa millj- ónum manna til viðbótar. Sovézki líffræðingurinn Zízín tel ur, að slíkar tilraunir geti leitt til þess, að við fáum korntegund ir, sem eru með fimm til sex hundruð kjarna á axi og gefa hundrað og fimmtíu til tvö hundr uð tunnur af korni á hektara. í heild er varla að efa, að uppskera næringarefna úr jurtaríkinu geti tvöfaldast eða þrefaldast á hverja einingu lands. * um næringarefnum, en náttúran hefur upphaflega ætlað þeim. Þá er sá galdur framinn að skipta um frumeindir í genum, sem ákvarða erfðaeiginleikana. Með þessum hætti hefur þegar tekizt að fá tóbaksplöntu til þess að draga í sig óþekkt efni, er líkist þó nikótíni. Á sama hátt kvað vera kleift að breyta ópíumval — KÍPPNt' OV $a& & 4 b a i u 'R AJJA rnúp K K A pp s L'ATTÚ * 'A 5 ArtAÉT ÓTtÆt £ST ?AT APtiAK apati P ,4 PKL t P { NH A f AtiBA UPP fí Ktifí , X /> Á X F Þ í T A Lausn 32. krossgátu SM’tiTKftF ERft fíS TAF{B OC-Rft £ 4 L Utiti SL íftti ftÉi. ft ti Étitift HftFTfí 6 1 Ktift KANtift S’Oft nbft FftGi úJátiB B -S Lif TUVffeUMl? 790 T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.